Óli Stef: Madrid gaurunum gæti liðið eins og Liverpool sé að taka eitthvað frá þeim Einar Sigurvinsson skrifar 26. maí 2018 14:15 Ólafur Stefánsson í leik með Magdeburg. vísir/getty „Ég held að það sé alltaf styrkleiki að hafa upplifað sigurinn. Að hafa upplifað það og vita þá af hverju þú ert að missa,“ segir handboltagoðsögnin Ólafur Stefánsson en hann var gestur í hlaðvarpsþætti kop.is. Stjórnendur þáttarins fengu Ólaf til sín í upphitun fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem fram fer í kvöld, en þar mætir Liverpool núverandi meisturum í Real Madrid. Fáir Íslendingar hafa meiri reynslu af úrslitaleikjum en Ólafur Stefánsson. Hann hefur unnið Meistaradeild Evrópu í handbolta fjórum sinnum, einu sinni með Magdeburg og þrisvar með Ciudad Real. „Stóri munurinn gæti legið í því að Madrid gaurunum líði eins og Liverpool sé að taka eitthvað frá þeim. Þeir vita sem sagt hvað það þýðir að sigra. Á meðan leikmenn Liverpool hafa aldrei upplifað það og eiga þá kannski undirmeðvitað, auðveldara með að sleppa af því takinu,“ segir Ólafur. Ólafur lýsti því hvernig hann telur að leikmönnum liðanna hafa liðið í undirbúningnum fyrir úrslitaleikinn. „Titringurinn í frumunum þínum byrjar að aukast, allar æfingar verða einbeittari, allur undirbúningur verður minna „ble ble“ og „hí hí“ eftir því sem þetta nálgast. Menn fara ómeðvitað með allt í kerfið vegna þess að það er orðið allt of sein að ætla að undirbúa sig á leikdegi og ætla að setja í gírinn þá. Ég held að það gerist ómeðvitað hjá leikmönnum að þeir byrja gírast upp dagana fyrir leikina.“ Mikill undirbúningur getur truflaðTvær vikur eru síðan Liverpool lék síðast leik og telur Ólafur að svo langur tími í undirbúning gæti truflað leikmenn liðsins. „Það getur komið mönnum úr takti og gírað menn of mikið upp. Þá eru menn of mikið að hugsa. Það er eiginlega versti óvinur íþróttamannsins, að byrja að hugsa meðvitað, þá fer það að vinna á móti þér. Þetta er allt í undirmeðvitundinni, það eina sem þú getur gert er að mæta bara í toppstandi og treysta á allt sem er búið að prenta í þig. „En menn kunna auðvitað á það að þeir mega ekkert fara yfir strikið spennulega séð, þá fer það að vinna á móti mönnum,“ segir Ólafur. Real Madrid hafa unnið Meistaradeildina síðustu tvö ár og telur Ólafur að það muni hjálpa liðinu gríðarlega. „Ég held að það sé alltaf styrkleiki að hafa upplifað sigurinn. Að hafa upplifað það og vita þá af hverju þú ert að missa. Stóri munurinn gæti legið í því að Madrid gaurunum líði eins og Liverpool sé að taka eitthvað frá þeim. Þeir vita semsagt hvað það þýðir að sigra. Á meðan leikmenn Liverpool hafa aldrei upplifað það og eiga þá kannski undirmeðvitað, auðveldara með að sleppa af því takinu.“ Hann telur engur líkur séu á leikmenn Real Madrid verði minna hungraðir en Liverpool í sigurinn í kvöld „Ég held að þú sért aldrei kærulaus í úrslitaleik. Ég held þú þurfir að vera alveg steikur í hausnum til þess. Að fara eitthvað að slaka á, mér finnst það mjög ólíklegt.“ „En stundum geta ferskar og villtar lappir gert eitthvað líka, það er kannski vonin,“ segir Ólafur. Liverpool og Real Madrid mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu klukkan 18:45. Meistaradeildarupphitun hefst klukkan 18:15 í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Sjá meira
„Ég held að það sé alltaf styrkleiki að hafa upplifað sigurinn. Að hafa upplifað það og vita þá af hverju þú ert að missa,“ segir handboltagoðsögnin Ólafur Stefánsson en hann var gestur í hlaðvarpsþætti kop.is. Stjórnendur þáttarins fengu Ólaf til sín í upphitun fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem fram fer í kvöld, en þar mætir Liverpool núverandi meisturum í Real Madrid. Fáir Íslendingar hafa meiri reynslu af úrslitaleikjum en Ólafur Stefánsson. Hann hefur unnið Meistaradeild Evrópu í handbolta fjórum sinnum, einu sinni með Magdeburg og þrisvar með Ciudad Real. „Stóri munurinn gæti legið í því að Madrid gaurunum líði eins og Liverpool sé að taka eitthvað frá þeim. Þeir vita sem sagt hvað það þýðir að sigra. Á meðan leikmenn Liverpool hafa aldrei upplifað það og eiga þá kannski undirmeðvitað, auðveldara með að sleppa af því takinu,“ segir Ólafur. Ólafur lýsti því hvernig hann telur að leikmönnum liðanna hafa liðið í undirbúningnum fyrir úrslitaleikinn. „Titringurinn í frumunum þínum byrjar að aukast, allar æfingar verða einbeittari, allur undirbúningur verður minna „ble ble“ og „hí hí“ eftir því sem þetta nálgast. Menn fara ómeðvitað með allt í kerfið vegna þess að það er orðið allt of sein að ætla að undirbúa sig á leikdegi og ætla að setja í gírinn þá. Ég held að það gerist ómeðvitað hjá leikmönnum að þeir byrja gírast upp dagana fyrir leikina.“ Mikill undirbúningur getur truflaðTvær vikur eru síðan Liverpool lék síðast leik og telur Ólafur að svo langur tími í undirbúning gæti truflað leikmenn liðsins. „Það getur komið mönnum úr takti og gírað menn of mikið upp. Þá eru menn of mikið að hugsa. Það er eiginlega versti óvinur íþróttamannsins, að byrja að hugsa meðvitað, þá fer það að vinna á móti þér. Þetta er allt í undirmeðvitundinni, það eina sem þú getur gert er að mæta bara í toppstandi og treysta á allt sem er búið að prenta í þig. „En menn kunna auðvitað á það að þeir mega ekkert fara yfir strikið spennulega séð, þá fer það að vinna á móti mönnum,“ segir Ólafur. Real Madrid hafa unnið Meistaradeildina síðustu tvö ár og telur Ólafur að það muni hjálpa liðinu gríðarlega. „Ég held að það sé alltaf styrkleiki að hafa upplifað sigurinn. Að hafa upplifað það og vita þá af hverju þú ert að missa. Stóri munurinn gæti legið í því að Madrid gaurunum líði eins og Liverpool sé að taka eitthvað frá þeim. Þeir vita semsagt hvað það þýðir að sigra. Á meðan leikmenn Liverpool hafa aldrei upplifað það og eiga þá kannski undirmeðvitað, auðveldara með að sleppa af því takinu.“ Hann telur engur líkur séu á leikmenn Real Madrid verði minna hungraðir en Liverpool í sigurinn í kvöld „Ég held að þú sért aldrei kærulaus í úrslitaleik. Ég held þú þurfir að vera alveg steikur í hausnum til þess. Að fara eitthvað að slaka á, mér finnst það mjög ólíklegt.“ „En stundum geta ferskar og villtar lappir gert eitthvað líka, það er kannski vonin,“ segir Ólafur. Liverpool og Real Madrid mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu klukkan 18:45. Meistaradeildarupphitun hefst klukkan 18:15 í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Sjá meira