Rökin brostin Hörður Ægisson skrifar 25. maí 2018 10:00 Hundrað tuttugu og tveir milljarðar króna. Það er fjárhæðin sem svonefndur bankaskattur, sem leggst á skuldir fjármálafyrirtækja og átti að vera tímabundið úrræði, hefur skilað ríkissjóði samanlagt frá því að hann tók gildi 2011. Til að setja þá tölu í samhengi þá er það um helmingi meira en áætlað er að öll fyrirtæki landsins greiði í tekjuskatt á þessu ári. Það er því kannski ekki að undra að engin áform eru um að afnema skattinn, sem mun skila ríkinu um níu milljörðum í ár, í ljósi þess hversu mikilvægur hann er við tekjuöflun ríkissjóðs. Er bankaskatturinn skynsamlegur út frá almannahagsmunum? Rökin hafa orðið sífellt veikari með árunum. Skattlagningin var upphaflega rökstudd með því að ríkissjóður hafi orðið fyrir miklum búsifjum vegna fjármálaáfallsins. Framan af voru það aðeins nýju bankarnir sem voru látnir greiða fyrir tjónið sem þeir gömlu höfðu valdið en síðar meir var, réttilega, ákveðið að hann myndi einnig ná til slitabúa föllnu bankanna, einkum til að reyna flýta fyrir skuldaskilum þeirra, og um leið var skatthlutfallið hækkað stórlega. Nú liggur fyrir að erlendir kröfuhafar hafa greitt yfir 500 milljarða til ríkissjóðs í formi stöðugleikaframlags og skatta. Fyrir vikið hefur ríkið endurheimt allan beinan kostnað, og vel það, sem hlaust við fall bankakerfisins. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, sagði í samtali við Markaðinn í vikunni að það hljóti því að vera „tilefni til þess að endurskoða þessa sérstöku skattlagningu þegar upphaflega röksemdin fyrir henni er brostin“. Skatthlutfall bankaskattsins hér á landi á sér enga hliðstæðu. Óumdeilt er að hann veldur skekkju á fjármálamarkaði, gagnvart lífeyrissjóðum en ekki síður erlendum fjármálastofnunum, og dregur umtalsvert úr arðsemi. Þetta hefur tvíþættar afleiðingar. Annars vegar í hærri lánakjörum, sem viðskiptavinir bankanna þurfa að lokum að borga, einkum þeir yngstu og efnaminni sem hafa minni möguleika á að fjármagna sig hjá lífeyrissjóðum, og hins vegar lækkar bankaskatturinn verulega virði bankanna. Ríkið, sem eigandi að meirihluta fjármálakerfisins, er því með öðrum orðum að skjóta sig í fótinn. Gangi fjármálaáætlun eftir um að lækka skattinn í skrefum 2020 til 2023 þá munu hinir sérstöku skattar á banka, þar sem bankaskatturinn vegur þyngst, rýra heildarvirði þeirra um 150 milljarða. Enginn fjárfestir mun þó kaupa í fjármálafyrirtæki, nema með afslætti, upp á loforð stjórnmálamanna um að skatturinn fari mögulega einhvern tíma í framtíðinni. Það er sjaldnast til pólitískra vinsælda fallið að tala fyrir lægri sköttum, skiptir þá engu hversu illa hugsaðir þeir eru, á fjármálafyrirtæki. Bankaskatturinn er því líklega kominn til að vera. Það vill samt iðulega gleymast að skilvirkara fjármálakerfi, sem miðlar fjármagni í arðbærustu fjárfestingarnar, skiptir sköpum við að leysa framleiðnivanda Íslands. Á meðan stjórnvöld ákveða að álögur á fjármálafyrirtæki skuli vera margfalt hærri en þekkist annars staðar, ásamt öðrum misviturlegum heimatilbúnum aðgerðum, þá er kostnaðurinn sá að hér verður enn rekið dýrasta bankakerfi í Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Hundrað tuttugu og tveir milljarðar króna. Það er fjárhæðin sem svonefndur bankaskattur, sem leggst á skuldir fjármálafyrirtækja og átti að vera tímabundið úrræði, hefur skilað ríkissjóði samanlagt frá því að hann tók gildi 2011. Til að setja þá tölu í samhengi þá er það um helmingi meira en áætlað er að öll fyrirtæki landsins greiði í tekjuskatt á þessu ári. Það er því kannski ekki að undra að engin áform eru um að afnema skattinn, sem mun skila ríkinu um níu milljörðum í ár, í ljósi þess hversu mikilvægur hann er við tekjuöflun ríkissjóðs. Er bankaskatturinn skynsamlegur út frá almannahagsmunum? Rökin hafa orðið sífellt veikari með árunum. Skattlagningin var upphaflega rökstudd með því að ríkissjóður hafi orðið fyrir miklum búsifjum vegna fjármálaáfallsins. Framan af voru það aðeins nýju bankarnir sem voru látnir greiða fyrir tjónið sem þeir gömlu höfðu valdið en síðar meir var, réttilega, ákveðið að hann myndi einnig ná til slitabúa föllnu bankanna, einkum til að reyna flýta fyrir skuldaskilum þeirra, og um leið var skatthlutfallið hækkað stórlega. Nú liggur fyrir að erlendir kröfuhafar hafa greitt yfir 500 milljarða til ríkissjóðs í formi stöðugleikaframlags og skatta. Fyrir vikið hefur ríkið endurheimt allan beinan kostnað, og vel það, sem hlaust við fall bankakerfisins. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, sagði í samtali við Markaðinn í vikunni að það hljóti því að vera „tilefni til þess að endurskoða þessa sérstöku skattlagningu þegar upphaflega röksemdin fyrir henni er brostin“. Skatthlutfall bankaskattsins hér á landi á sér enga hliðstæðu. Óumdeilt er að hann veldur skekkju á fjármálamarkaði, gagnvart lífeyrissjóðum en ekki síður erlendum fjármálastofnunum, og dregur umtalsvert úr arðsemi. Þetta hefur tvíþættar afleiðingar. Annars vegar í hærri lánakjörum, sem viðskiptavinir bankanna þurfa að lokum að borga, einkum þeir yngstu og efnaminni sem hafa minni möguleika á að fjármagna sig hjá lífeyrissjóðum, og hins vegar lækkar bankaskatturinn verulega virði bankanna. Ríkið, sem eigandi að meirihluta fjármálakerfisins, er því með öðrum orðum að skjóta sig í fótinn. Gangi fjármálaáætlun eftir um að lækka skattinn í skrefum 2020 til 2023 þá munu hinir sérstöku skattar á banka, þar sem bankaskatturinn vegur þyngst, rýra heildarvirði þeirra um 150 milljarða. Enginn fjárfestir mun þó kaupa í fjármálafyrirtæki, nema með afslætti, upp á loforð stjórnmálamanna um að skatturinn fari mögulega einhvern tíma í framtíðinni. Það er sjaldnast til pólitískra vinsælda fallið að tala fyrir lægri sköttum, skiptir þá engu hversu illa hugsaðir þeir eru, á fjármálafyrirtæki. Bankaskatturinn er því líklega kominn til að vera. Það vill samt iðulega gleymast að skilvirkara fjármálakerfi, sem miðlar fjármagni í arðbærustu fjárfestingarnar, skiptir sköpum við að leysa framleiðnivanda Íslands. Á meðan stjórnvöld ákveða að álögur á fjármálafyrirtæki skuli vera margfalt hærri en þekkist annars staðar, ásamt öðrum misviturlegum heimatilbúnum aðgerðum, þá er kostnaðurinn sá að hér verður enn rekið dýrasta bankakerfi í Evrópu.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun