Haukur Páll: Eina rétta í stöðunni var að skipta mér út af | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. maí 2018 09:47 „Ég er bara nokkuð brattur í dag,“ segir Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Íslandsmeistara Vals í Pepsi-deild karla í fótbolta, við Vísi í morgunsárið. Haukur Páll þurfti að fara af velli í gær í 2-1 tapi meistaranna á móti Grindavík eftir að fá höfuðhögg á 27. mínútu en hann hafði fengið annað höfuðhögg í upphitun þegar að Einar Karl Ingvarsson sparkaði boltanum í höfuð fyrirliðans.Sjá einnig:Valsmenn á pari við titilvörnina skelfilegu fyrir áratug „Ég fékk boltann óvænt í höfuðið í upphitun en leið samt ágætlega eftir það. Einar sjúkraþjálfari tók próf á mér og ég flaug í gegnum þau og allt í góðu,“ segir Haukur Páll sem steinlá svo eftir einvígi við Kristian Jajalo, markvörð Grindavíkur. „Það var annað höfuðhöggið á skömmum tíma og þá var lítið hægt að gera. Mér svimaði ekki beint en ég fann fyrir óþægilegri tilfinningu þegar að ég reisti mig við. Það eina rétta í stöðunni var að fá skiptingu.“ Haukur fór ekki á sjúkrahús heldur kláraði hann að horfa á leikinn af bekknum, tók rútuna með Valsliðinu til Reykjavíkur og stökk í mjúkan faðm fjölskyldunnar. „Ég var með smá hausverk í gærkvöldi en ég er finn í dag. Einar sjúkraþjálfari hafði aftur samband í morgun og svo hitti ég hann seinna í dag. Ég held að þetta verði allt í lagi. Mér líður vel núna. Við biðjum ekki um meira í bili,“ segir Haukur sem telur að hann verði klár í slaginn gegn Breiðabliki á sunnudagskvöldið. „Ég tek því rólega í dag og skokka svo aðeins á morgun og prófa að æfa. Ef ég kemst í gegnum það ætti ég að geta spilað en ég geri allt í samráði við sjúkraþjálfarann og lækni Valsliðsins. Ef þeir gefa mér grænt reikna ég með að spila á móti Blikum,“ segir Haukur Páll Sigurðsson. Höfuðhöggin tvö sem Haukur Páll varð fyrir má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Valsmenn á pari við titilvörnina skelfilegu fyrir áratug Valur var í sama sæti með sama stigafjölda sumarið 2008. 24. maí 2018 09:30 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Valur 2-1 │Stórkostlegt mark Sito skildi á milli Grindavík vann óvæntan sigur á Íslandsmeisturum Vals í 5.umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Jose Enrique Vergara, eða Sito, skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu á 87.mínútu þegar allt stefndi í jafntefli. 23. maí 2018 22:15 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
„Ég er bara nokkuð brattur í dag,“ segir Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Íslandsmeistara Vals í Pepsi-deild karla í fótbolta, við Vísi í morgunsárið. Haukur Páll þurfti að fara af velli í gær í 2-1 tapi meistaranna á móti Grindavík eftir að fá höfuðhögg á 27. mínútu en hann hafði fengið annað höfuðhögg í upphitun þegar að Einar Karl Ingvarsson sparkaði boltanum í höfuð fyrirliðans.Sjá einnig:Valsmenn á pari við titilvörnina skelfilegu fyrir áratug „Ég fékk boltann óvænt í höfuðið í upphitun en leið samt ágætlega eftir það. Einar sjúkraþjálfari tók próf á mér og ég flaug í gegnum þau og allt í góðu,“ segir Haukur Páll sem steinlá svo eftir einvígi við Kristian Jajalo, markvörð Grindavíkur. „Það var annað höfuðhöggið á skömmum tíma og þá var lítið hægt að gera. Mér svimaði ekki beint en ég fann fyrir óþægilegri tilfinningu þegar að ég reisti mig við. Það eina rétta í stöðunni var að fá skiptingu.“ Haukur fór ekki á sjúkrahús heldur kláraði hann að horfa á leikinn af bekknum, tók rútuna með Valsliðinu til Reykjavíkur og stökk í mjúkan faðm fjölskyldunnar. „Ég var með smá hausverk í gærkvöldi en ég er finn í dag. Einar sjúkraþjálfari hafði aftur samband í morgun og svo hitti ég hann seinna í dag. Ég held að þetta verði allt í lagi. Mér líður vel núna. Við biðjum ekki um meira í bili,“ segir Haukur sem telur að hann verði klár í slaginn gegn Breiðabliki á sunnudagskvöldið. „Ég tek því rólega í dag og skokka svo aðeins á morgun og prófa að æfa. Ef ég kemst í gegnum það ætti ég að geta spilað en ég geri allt í samráði við sjúkraþjálfarann og lækni Valsliðsins. Ef þeir gefa mér grænt reikna ég með að spila á móti Blikum,“ segir Haukur Páll Sigurðsson. Höfuðhöggin tvö sem Haukur Páll varð fyrir má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Valsmenn á pari við titilvörnina skelfilegu fyrir áratug Valur var í sama sæti með sama stigafjölda sumarið 2008. 24. maí 2018 09:30 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Valur 2-1 │Stórkostlegt mark Sito skildi á milli Grindavík vann óvæntan sigur á Íslandsmeisturum Vals í 5.umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Jose Enrique Vergara, eða Sito, skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu á 87.mínútu þegar allt stefndi í jafntefli. 23. maí 2018 22:15 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Valsmenn á pari við titilvörnina skelfilegu fyrir áratug Valur var í sama sæti með sama stigafjölda sumarið 2008. 24. maí 2018 09:30
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Valur 2-1 │Stórkostlegt mark Sito skildi á milli Grindavík vann óvæntan sigur á Íslandsmeisturum Vals í 5.umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Jose Enrique Vergara, eða Sito, skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu á 87.mínútu þegar allt stefndi í jafntefli. 23. maí 2018 22:15