Lögreglan rannsakar nýjar vísbendingar um hver varð Olof Palme að bana Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. maí 2018 14:04 Maður sem var lykilvitni við rannsókn lögreglu á morðinu á Olof Palme hefur nú sjálfur verið tengdur við morðið. Palme, sem var þá forsætisráðherra Svíþjóðar, var skotinn til bana í miðborg Stokkhólms árið 1986. Lögreglan, sem telur morðingja Palme enn ófundinn, rannsakar nú nýjar vísbendingar í málinu en í gær birti sænska tímaritið Filter ítarlega umfjöllun um morðið. Blaðamaðurinn Thomas Petterson hefur varið tólf árum í að rannsaka málið og er umfjöllun Filter afrakstur þeirrar vinnu. Í umfjölluninni kemur fram að líklegt sé að Stig Engström beri ábyrgð á dauða Palme. Engström framdi sjálfsmorð árið 2000 en hann var lykilvitni í málinu á sínum tíma þar sem hann var einn af þeim fyrstu sem kom á vettvang þegar Palme var myrtur. Engström bar til að mynda vitni þegar Christer Petterson var sakfelldur fyrir morðið 1988. Petterson áfrýjaði þeim dómi og var sýknaður. Síðan þá hefur enginn verið dæmdur fyrir að hafa orðið Palme að bana. Yfirheyrðu fyrrverandi eiginkonu Engström tvisvar í fyrra Í frétt BBC kemur fram að undanfarin misseri hafi lögreglan yfirheyrt fólk sem tengist Engström. Þannig hafi fyrrverandi eiginkona staðfest að rannsóknarlögreglumenn yfirheyrðu hana tvisvar á síðasta ári. Hún segir útilokað að Engström hafi myrt Palme. „Hann var ekki þannig manneskja, það er alveg á hreinu. Hann var of mikill heigull og gerði ekki flugu mein.“ Engström var kallaður Skandia-maðurinn í sænskum fjölmiðlum þar sem hann var á leið heim úr vinnu sinni í Skandia-byggingunni þegar hann kom á vettvang morðsins. Skandia-byggingin er ekki langt frá vettvangi en tveimur mínútum eftir að Engström yfirgaf bygginguna var Palme skotinn. Lýsti því að hafa hrasað um einhvern sem lá á jörðinni Í réttarhöldunum yfir Christer Petterson á sínum tíma sagði Engström að hann hefði hrasað um einhvern sem lá á bakinu á jörðinni. „Ég sá blóð. Ég hikaði og spáði í hvort ég ætti að fara á metró-stöðina eða stoppa,“ sagði Engström. Í umfjöllun Filter-tímaritsins er Engström sagður hafa hlotið þjálfun í að nota vopn. Þá er hann einnig sagður hafa haft aðgang að skotvopni svipuðu því sem notað var í morðinu þar sem vinnur hans átti vopnasafn. Vinurinn hafði verið í bandaríska hernum og hafði mikinn áhuga á bandarískum Magnum-marghleypum, sams konar byssu og notuð var til að myrða Palme.Fréttin hefur verið uppfærð. Morðið á Olof Palme Svíþjóð Tengdar fréttir Þrjátíu ár frá morðinu á Olof Palme: 133 hafa játað á sig morðið Morðið á sænska forsætisráðherranum er enn óupplýst. 26. febrúar 2016 14:30 Krister Petersson tekur við rannsókninni á Palme-morðinu Nafnið kann að hljóma kunnuglega en smákrimminn og "alnafni“ Petersson, Christer Pettersson, er eini maðurinn sem hefur verið dæmdur fyrir morðið á Palme. 15. nóvember 2016 20:48 Sagðist vita hver myrti Palme "Ekki gleyma að rannsaka þetta ef ég dey skyndilega,“ skrifaði Eva Rausing í tölvupósti til sænska blaðamannsins Gunnars Wall. Svo bætti hún við: "Bara grín, vona ég!“ 30. ágúst 2012 00:30 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Maður sem var lykilvitni við rannsókn lögreglu á morðinu á Olof Palme hefur nú sjálfur verið tengdur við morðið. Palme, sem var þá forsætisráðherra Svíþjóðar, var skotinn til bana í miðborg Stokkhólms árið 1986. Lögreglan, sem telur morðingja Palme enn ófundinn, rannsakar nú nýjar vísbendingar í málinu en í gær birti sænska tímaritið Filter ítarlega umfjöllun um morðið. Blaðamaðurinn Thomas Petterson hefur varið tólf árum í að rannsaka málið og er umfjöllun Filter afrakstur þeirrar vinnu. Í umfjölluninni kemur fram að líklegt sé að Stig Engström beri ábyrgð á dauða Palme. Engström framdi sjálfsmorð árið 2000 en hann var lykilvitni í málinu á sínum tíma þar sem hann var einn af þeim fyrstu sem kom á vettvang þegar Palme var myrtur. Engström bar til að mynda vitni þegar Christer Petterson var sakfelldur fyrir morðið 1988. Petterson áfrýjaði þeim dómi og var sýknaður. Síðan þá hefur enginn verið dæmdur fyrir að hafa orðið Palme að bana. Yfirheyrðu fyrrverandi eiginkonu Engström tvisvar í fyrra Í frétt BBC kemur fram að undanfarin misseri hafi lögreglan yfirheyrt fólk sem tengist Engström. Þannig hafi fyrrverandi eiginkona staðfest að rannsóknarlögreglumenn yfirheyrðu hana tvisvar á síðasta ári. Hún segir útilokað að Engström hafi myrt Palme. „Hann var ekki þannig manneskja, það er alveg á hreinu. Hann var of mikill heigull og gerði ekki flugu mein.“ Engström var kallaður Skandia-maðurinn í sænskum fjölmiðlum þar sem hann var á leið heim úr vinnu sinni í Skandia-byggingunni þegar hann kom á vettvang morðsins. Skandia-byggingin er ekki langt frá vettvangi en tveimur mínútum eftir að Engström yfirgaf bygginguna var Palme skotinn. Lýsti því að hafa hrasað um einhvern sem lá á jörðinni Í réttarhöldunum yfir Christer Petterson á sínum tíma sagði Engström að hann hefði hrasað um einhvern sem lá á bakinu á jörðinni. „Ég sá blóð. Ég hikaði og spáði í hvort ég ætti að fara á metró-stöðina eða stoppa,“ sagði Engström. Í umfjöllun Filter-tímaritsins er Engström sagður hafa hlotið þjálfun í að nota vopn. Þá er hann einnig sagður hafa haft aðgang að skotvopni svipuðu því sem notað var í morðinu þar sem vinnur hans átti vopnasafn. Vinurinn hafði verið í bandaríska hernum og hafði mikinn áhuga á bandarískum Magnum-marghleypum, sams konar byssu og notuð var til að myrða Palme.Fréttin hefur verið uppfærð.
Morðið á Olof Palme Svíþjóð Tengdar fréttir Þrjátíu ár frá morðinu á Olof Palme: 133 hafa játað á sig morðið Morðið á sænska forsætisráðherranum er enn óupplýst. 26. febrúar 2016 14:30 Krister Petersson tekur við rannsókninni á Palme-morðinu Nafnið kann að hljóma kunnuglega en smákrimminn og "alnafni“ Petersson, Christer Pettersson, er eini maðurinn sem hefur verið dæmdur fyrir morðið á Palme. 15. nóvember 2016 20:48 Sagðist vita hver myrti Palme "Ekki gleyma að rannsaka þetta ef ég dey skyndilega,“ skrifaði Eva Rausing í tölvupósti til sænska blaðamannsins Gunnars Wall. Svo bætti hún við: "Bara grín, vona ég!“ 30. ágúst 2012 00:30 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Þrjátíu ár frá morðinu á Olof Palme: 133 hafa játað á sig morðið Morðið á sænska forsætisráðherranum er enn óupplýst. 26. febrúar 2016 14:30
Krister Petersson tekur við rannsókninni á Palme-morðinu Nafnið kann að hljóma kunnuglega en smákrimminn og "alnafni“ Petersson, Christer Pettersson, er eini maðurinn sem hefur verið dæmdur fyrir morðið á Palme. 15. nóvember 2016 20:48
Sagðist vita hver myrti Palme "Ekki gleyma að rannsaka þetta ef ég dey skyndilega,“ skrifaði Eva Rausing í tölvupósti til sænska blaðamannsins Gunnars Wall. Svo bætti hún við: "Bara grín, vona ég!“ 30. ágúst 2012 00:30