Sigurður Ragnar rekinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. maí 2018 08:28 Sigurður Ragnar Eyjólfsson er án starfs. vísir/getty Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur verið rekinn sem þjálfari kínverska kvennalandsliðsins í fótbolta en hann sendi frá sér tilkynningu þess efnis á fjölmiðla. Auk Sigurðar var þjálfarateymi hans einnig látið fara en í því voru meðal annars Halldór Björnsson og Dean Martin en Dean sagði upp störfum hjá Knattspyrnusambandi Íslands til að gerast aðstoðarmaður hjá Sigurði. „Að mati yfirmanna knattspyrnusambandsins voru úrslit og frammistaða liðsins ekki í samræmi við væntingar þeirra og því var mér, þjálfarateyminu og öllum starfsmönnum liðsins sagt upp störfum,“ segir í yfirlýsingu Sigurðar. Hann segist að sjálfsögðu kosið að fá meiri þolinmæði en slíkt hafi ekki verið í boði. Hann er stoltur að hafa komið liðinu í lokakeppni HM 2019 og unnið brons í Asíubikarnum fyrr á þessu ári. Sigurður og stelpurnar hans unnu fimm af síðustu sex landsleikjum sínum en það var ekki nóg að mati kínverska knattspyrnusambandsins. Sigurður Ragnar var áður þjálfari íslenska kvennalandsliðsins um árabil en hann fór með það á EM 2009 í Finnlandi og EM 2011 í Svíþjóð þar sem að liðið komst alla leið í átta liða úrslit.Tilkynningin í heild sinni: „Í dag tilkynnti kínverska knattspyrnusambandið um ráðningu á nýjum A-landsliðsþjálfara kvenna. Að mati yfirmanna knattspyrnusambandsins voru úrslit og frammistaða liðsins ekki í samræmi við væntingar þeirra og þvi var mér, þjálfarateyminu og öllum starfsmönnum liðsins sagt upp störfum. Ég hefði að sjálfsögðu kosið að fá meiri þolinmæði til verksins en tæplega 6 mánuði enda tekur lengri tíma en það að mínu mati að byggja upp nýtt landslið en því miður fengum við ekki þolinmæði til þess. Við þjálfararnir erum mjög stoltir af að hafa komið Kína í lokakeppni Heimsmeistaramótsins 2019 og að hafa unnið til bronsverðlauna í lokakeppni Asíu (Asian Cup) 2018 í okkar síðasta leik sem landsliðsþjálfarar. Af síðustu 6 landsleikjum okkar unnum við 5. Við göngum því stoltir frá borði og hlökkum til að takast á við ný spennandi verkefni hvar sem þau verða og erum klárlega reynslunni ríkari og betri þjálfarar eftir dvölina og ævintýrið okkar stórkostlega í Kína.“ Íslenski boltinn Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur verið rekinn sem þjálfari kínverska kvennalandsliðsins í fótbolta en hann sendi frá sér tilkynningu þess efnis á fjölmiðla. Auk Sigurðar var þjálfarateymi hans einnig látið fara en í því voru meðal annars Halldór Björnsson og Dean Martin en Dean sagði upp störfum hjá Knattspyrnusambandi Íslands til að gerast aðstoðarmaður hjá Sigurði. „Að mati yfirmanna knattspyrnusambandsins voru úrslit og frammistaða liðsins ekki í samræmi við væntingar þeirra og því var mér, þjálfarateyminu og öllum starfsmönnum liðsins sagt upp störfum,“ segir í yfirlýsingu Sigurðar. Hann segist að sjálfsögðu kosið að fá meiri þolinmæði en slíkt hafi ekki verið í boði. Hann er stoltur að hafa komið liðinu í lokakeppni HM 2019 og unnið brons í Asíubikarnum fyrr á þessu ári. Sigurður og stelpurnar hans unnu fimm af síðustu sex landsleikjum sínum en það var ekki nóg að mati kínverska knattspyrnusambandsins. Sigurður Ragnar var áður þjálfari íslenska kvennalandsliðsins um árabil en hann fór með það á EM 2009 í Finnlandi og EM 2011 í Svíþjóð þar sem að liðið komst alla leið í átta liða úrslit.Tilkynningin í heild sinni: „Í dag tilkynnti kínverska knattspyrnusambandið um ráðningu á nýjum A-landsliðsþjálfara kvenna. Að mati yfirmanna knattspyrnusambandsins voru úrslit og frammistaða liðsins ekki í samræmi við væntingar þeirra og þvi var mér, þjálfarateyminu og öllum starfsmönnum liðsins sagt upp störfum. Ég hefði að sjálfsögðu kosið að fá meiri þolinmæði til verksins en tæplega 6 mánuði enda tekur lengri tíma en það að mínu mati að byggja upp nýtt landslið en því miður fengum við ekki þolinmæði til þess. Við þjálfararnir erum mjög stoltir af að hafa komið Kína í lokakeppni Heimsmeistaramótsins 2019 og að hafa unnið til bronsverðlauna í lokakeppni Asíu (Asian Cup) 2018 í okkar síðasta leik sem landsliðsþjálfarar. Af síðustu 6 landsleikjum okkar unnum við 5. Við göngum því stoltir frá borði og hlökkum til að takast á við ný spennandi verkefni hvar sem þau verða og erum klárlega reynslunni ríkari og betri þjálfarar eftir dvölina og ævintýrið okkar stórkostlega í Kína.“
Íslenski boltinn Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Sjá meira