Sigurður Ragnar rekinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. maí 2018 08:28 Sigurður Ragnar Eyjólfsson er án starfs. vísir/getty Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur verið rekinn sem þjálfari kínverska kvennalandsliðsins í fótbolta en hann sendi frá sér tilkynningu þess efnis á fjölmiðla. Auk Sigurðar var þjálfarateymi hans einnig látið fara en í því voru meðal annars Halldór Björnsson og Dean Martin en Dean sagði upp störfum hjá Knattspyrnusambandi Íslands til að gerast aðstoðarmaður hjá Sigurði. „Að mati yfirmanna knattspyrnusambandsins voru úrslit og frammistaða liðsins ekki í samræmi við væntingar þeirra og því var mér, þjálfarateyminu og öllum starfsmönnum liðsins sagt upp störfum,“ segir í yfirlýsingu Sigurðar. Hann segist að sjálfsögðu kosið að fá meiri þolinmæði en slíkt hafi ekki verið í boði. Hann er stoltur að hafa komið liðinu í lokakeppni HM 2019 og unnið brons í Asíubikarnum fyrr á þessu ári. Sigurður og stelpurnar hans unnu fimm af síðustu sex landsleikjum sínum en það var ekki nóg að mati kínverska knattspyrnusambandsins. Sigurður Ragnar var áður þjálfari íslenska kvennalandsliðsins um árabil en hann fór með það á EM 2009 í Finnlandi og EM 2011 í Svíþjóð þar sem að liðið komst alla leið í átta liða úrslit.Tilkynningin í heild sinni: „Í dag tilkynnti kínverska knattspyrnusambandið um ráðningu á nýjum A-landsliðsþjálfara kvenna. Að mati yfirmanna knattspyrnusambandsins voru úrslit og frammistaða liðsins ekki í samræmi við væntingar þeirra og þvi var mér, þjálfarateyminu og öllum starfsmönnum liðsins sagt upp störfum. Ég hefði að sjálfsögðu kosið að fá meiri þolinmæði til verksins en tæplega 6 mánuði enda tekur lengri tíma en það að mínu mati að byggja upp nýtt landslið en því miður fengum við ekki þolinmæði til þess. Við þjálfararnir erum mjög stoltir af að hafa komið Kína í lokakeppni Heimsmeistaramótsins 2019 og að hafa unnið til bronsverðlauna í lokakeppni Asíu (Asian Cup) 2018 í okkar síðasta leik sem landsliðsþjálfarar. Af síðustu 6 landsleikjum okkar unnum við 5. Við göngum því stoltir frá borði og hlökkum til að takast á við ný spennandi verkefni hvar sem þau verða og erum klárlega reynslunni ríkari og betri þjálfarar eftir dvölina og ævintýrið okkar stórkostlega í Kína.“ Íslenski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Morecambe | Reynist D-deildarliðið hindrun? Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur verið rekinn sem þjálfari kínverska kvennalandsliðsins í fótbolta en hann sendi frá sér tilkynningu þess efnis á fjölmiðla. Auk Sigurðar var þjálfarateymi hans einnig látið fara en í því voru meðal annars Halldór Björnsson og Dean Martin en Dean sagði upp störfum hjá Knattspyrnusambandi Íslands til að gerast aðstoðarmaður hjá Sigurði. „Að mati yfirmanna knattspyrnusambandsins voru úrslit og frammistaða liðsins ekki í samræmi við væntingar þeirra og því var mér, þjálfarateyminu og öllum starfsmönnum liðsins sagt upp störfum,“ segir í yfirlýsingu Sigurðar. Hann segist að sjálfsögðu kosið að fá meiri þolinmæði en slíkt hafi ekki verið í boði. Hann er stoltur að hafa komið liðinu í lokakeppni HM 2019 og unnið brons í Asíubikarnum fyrr á þessu ári. Sigurður og stelpurnar hans unnu fimm af síðustu sex landsleikjum sínum en það var ekki nóg að mati kínverska knattspyrnusambandsins. Sigurður Ragnar var áður þjálfari íslenska kvennalandsliðsins um árabil en hann fór með það á EM 2009 í Finnlandi og EM 2011 í Svíþjóð þar sem að liðið komst alla leið í átta liða úrslit.Tilkynningin í heild sinni: „Í dag tilkynnti kínverska knattspyrnusambandið um ráðningu á nýjum A-landsliðsþjálfara kvenna. Að mati yfirmanna knattspyrnusambandsins voru úrslit og frammistaða liðsins ekki í samræmi við væntingar þeirra og þvi var mér, þjálfarateyminu og öllum starfsmönnum liðsins sagt upp störfum. Ég hefði að sjálfsögðu kosið að fá meiri þolinmæði til verksins en tæplega 6 mánuði enda tekur lengri tíma en það að mínu mati að byggja upp nýtt landslið en því miður fengum við ekki þolinmæði til þess. Við þjálfararnir erum mjög stoltir af að hafa komið Kína í lokakeppni Heimsmeistaramótsins 2019 og að hafa unnið til bronsverðlauna í lokakeppni Asíu (Asian Cup) 2018 í okkar síðasta leik sem landsliðsþjálfarar. Af síðustu 6 landsleikjum okkar unnum við 5. Við göngum því stoltir frá borði og hlökkum til að takast á við ný spennandi verkefni hvar sem þau verða og erum klárlega reynslunni ríkari og betri þjálfarar eftir dvölina og ævintýrið okkar stórkostlega í Kína.“
Íslenski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Morecambe | Reynist D-deildarliðið hindrun? Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Sjá meira