Tóku sekki af seðlum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. maí 2018 06:00 Shukri Abdull sagði meðal annars frá tíðum morðhótunum á blaðamannafundinum í gær. Vísir/afp Shukri Abdull, sem stýrði og stýrir rannsókn á hinu svokallaða 1MDB-spillingarmáli í Malasíu, lýsti því á blaðamannafundi í höfuðborginni Kúala Lúmpúr í gær þegar hann fékk tíðar morðhótanir fyrir störf sín. Málið sem Shukri rannsakar gengur út á að Najib Razak, þáverandi forsætisráðherra Malasíu, sé sakaður um að hafa stolið rúmlega sjötíu milljörðum króna úr 1MDB-sjóðnum, þróunarsjóði malasíska ríkisins. Málið reyndist Razak erfitt í þingkosningum fyrr í mánuðinum. Tapaði bandalag íhaldsflokka þá meirihluta í fyrsta sinn í sögu malasísks lýðræðis. Mahathir Mohamad, 92 ára gamall fyrirrennari Razaks sem forsætisráðherra og leiðtogi BN, bandalags íhaldsflokka, keyrði á málinu í kosningabaráttu sinni. Nú eftir að Mahathir náði kjöri skipaði hann fyrrnefndan Shukri aftur sem formann MACC, nefndarinnar gegn spillingu. Shukri hafði áður þurft að flýja land vegna hótana. „Mér var hótað uppsögn, ég var beðinn um að fara snemma á eftirlaun, fara í frí og var svo dreginn inn í starfsendurhæfingu. Mér bárust hótanir yfir Whatsapp, fólk hótaði mér á heimili mínu og ég fékk byssukúlur í pósti,“ sagði Shukri á blaðamannafundi gærdagsins. Shukri var nálægt því að bresta í grát þegar hann lýsti þessari lífsreynslu. Rannsókn MACC hefði leitt í ljós að til stæði að handtaka Shukri og fangelsa. Saka hefði átt hann um samsæri gegn ríkisstjórninni. „Við vildum ná aftur í fé sem stolið var af ríkinu. Í staðinn vorum við sökuð um að reyna að ráðast á Malasíu. Við vorum sökuð um landráð,“ sagði Shukri. Najib Razak hefur alla tíð neitað sök í málinu. Gerði hann væntanlega slíkt hið sama þegar hann kom til yfirheyrslu hjá MACC í síðustu viku. Najib hefur haldið því fram að milljarðarnir 70 hafi verið gjöf frá sádiarabískum prins. Lögregla gerði áhlaup á ýmsar eignir tengdar Najib í síðustu viku. Gerði hún upptæk 284 veski frá stærstu tískuhúsum heims, 72 sekki af seðlum auk ýmissa skartgripa og úra. Talningu seðlanna úr sekkjunum er ekki enn lokið. Birtist í Fréttablaðinu Malasía Tengdar fréttir Lögregla gerði húsleit hjá fyrrum forsætisráðherra Malasíu Najib Razak tapaði í þingkosningunum sem fram fóru fyrir viku síðan. 16. maí 2018 23:45 Sögulegur sigur stjórnarandstöðunnar í Malasíu Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Mahathir Mohamad, vann sögulegan sigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 9. maí 2018 23:56 Vonarstjarnan laus úr haldi Malasíska stjórnmálamanninum Anwar Ibrahim hefur verið sleppt úr fangelsi, sem ætlað er að marki endurkomu hans í þarlend stjórnmál. 16. maí 2018 06:40 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Shukri Abdull, sem stýrði og stýrir rannsókn á hinu svokallaða 1MDB-spillingarmáli í Malasíu, lýsti því á blaðamannafundi í höfuðborginni Kúala Lúmpúr í gær þegar hann fékk tíðar morðhótanir fyrir störf sín. Málið sem Shukri rannsakar gengur út á að Najib Razak, þáverandi forsætisráðherra Malasíu, sé sakaður um að hafa stolið rúmlega sjötíu milljörðum króna úr 1MDB-sjóðnum, þróunarsjóði malasíska ríkisins. Málið reyndist Razak erfitt í þingkosningum fyrr í mánuðinum. Tapaði bandalag íhaldsflokka þá meirihluta í fyrsta sinn í sögu malasísks lýðræðis. Mahathir Mohamad, 92 ára gamall fyrirrennari Razaks sem forsætisráðherra og leiðtogi BN, bandalags íhaldsflokka, keyrði á málinu í kosningabaráttu sinni. Nú eftir að Mahathir náði kjöri skipaði hann fyrrnefndan Shukri aftur sem formann MACC, nefndarinnar gegn spillingu. Shukri hafði áður þurft að flýja land vegna hótana. „Mér var hótað uppsögn, ég var beðinn um að fara snemma á eftirlaun, fara í frí og var svo dreginn inn í starfsendurhæfingu. Mér bárust hótanir yfir Whatsapp, fólk hótaði mér á heimili mínu og ég fékk byssukúlur í pósti,“ sagði Shukri á blaðamannafundi gærdagsins. Shukri var nálægt því að bresta í grát þegar hann lýsti þessari lífsreynslu. Rannsókn MACC hefði leitt í ljós að til stæði að handtaka Shukri og fangelsa. Saka hefði átt hann um samsæri gegn ríkisstjórninni. „Við vildum ná aftur í fé sem stolið var af ríkinu. Í staðinn vorum við sökuð um að reyna að ráðast á Malasíu. Við vorum sökuð um landráð,“ sagði Shukri. Najib Razak hefur alla tíð neitað sök í málinu. Gerði hann væntanlega slíkt hið sama þegar hann kom til yfirheyrslu hjá MACC í síðustu viku. Najib hefur haldið því fram að milljarðarnir 70 hafi verið gjöf frá sádiarabískum prins. Lögregla gerði áhlaup á ýmsar eignir tengdar Najib í síðustu viku. Gerði hún upptæk 284 veski frá stærstu tískuhúsum heims, 72 sekki af seðlum auk ýmissa skartgripa og úra. Talningu seðlanna úr sekkjunum er ekki enn lokið.
Birtist í Fréttablaðinu Malasía Tengdar fréttir Lögregla gerði húsleit hjá fyrrum forsætisráðherra Malasíu Najib Razak tapaði í þingkosningunum sem fram fóru fyrir viku síðan. 16. maí 2018 23:45 Sögulegur sigur stjórnarandstöðunnar í Malasíu Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Mahathir Mohamad, vann sögulegan sigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 9. maí 2018 23:56 Vonarstjarnan laus úr haldi Malasíska stjórnmálamanninum Anwar Ibrahim hefur verið sleppt úr fangelsi, sem ætlað er að marki endurkomu hans í þarlend stjórnmál. 16. maí 2018 06:40 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Lögregla gerði húsleit hjá fyrrum forsætisráðherra Malasíu Najib Razak tapaði í þingkosningunum sem fram fóru fyrir viku síðan. 16. maí 2018 23:45
Sögulegur sigur stjórnarandstöðunnar í Malasíu Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Mahathir Mohamad, vann sögulegan sigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 9. maí 2018 23:56
Vonarstjarnan laus úr haldi Malasíska stjórnmálamanninum Anwar Ibrahim hefur verið sleppt úr fangelsi, sem ætlað er að marki endurkomu hans í þarlend stjórnmál. 16. maí 2018 06:40