Mikið álag á viðbragðsaðila á Suðurlandi síðasta sólarhringinn Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. maí 2018 19:45 Tveir ferðamenn eru í lífshættu eftir að þeir féllu í Þingvallavatn skömmu fyrir hádegi í dag. Þá hefur leit að manni sem féll í Ölfusá í nótt engan árangur borið en leit er enn í fullum gangi. Mikið álag hefur verið á björgunarsveitum og viðbragðsaðilum á Suðurlandi síðasta sólarhringinn. Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um að maður hefði farið fram af Ölfusárbrú upp úr klukkan þrjú í nótt og var strax sett í gang mikil björgunaraðgerð björgunarsveita með aðstoð Brunavarna Árnessýslu, sjúkraflutningamönnum og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Aðstæður til leitar í nótt og í morgun voru afar erfiðar og krefjandi. „Leitin hefur gengið bærilega. Það hafa verið erfiðar aðstæður í dag. Búið að vera hvasst og svo gengur á með rigningarhryðjum og áin er vatnsmikil. Hún er líka mjög gruggug, þannig að þetta eru erfiðar aðstæður,“ sagði Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Leitarsvæðið fór stækkandi eftir því sem leið á og nær núna frá Ölfusárbrú og niður undir Ölfusárós.Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á SuðurlandiVísir/Stöð2„Við höfum notað bæði gangandi og báta og svo var Landhelgisgæslan með okkur í morgun og í nótt,“ sagði Sveinn. Gengið með leitarhunda eftir bökkum og slökkviliðsmenn leituðu með hitamyndavél. Ekki hefur reynst unnt að nota dróna við leitina vegna veðurs. „Við höfum notað öll þau úrræði sem við höfum úr að spila,“ sagði Sveinn. Fleiri en hundrað björgunarsveitarmenn hafa komið að leitinni í Ölfusá, með einum eða öðrum hætti í dag og segir Sveinn að leitað verðir fram á kvöld og framhaldið á morgun en fundað verður um stöðuna í kvöld. Á meðan þessi stóra aðgerð stóð yfir fengu viðbragðsaðilar annað útkall, um klukkan korter fyrir tólf í dag, um að tveir erlendir ferðamenn hefðu fallið í Villingavatn sem er syðst af Þingvallavatni. Strax var ljós að um alvarlegt útkall var að ræða. Mikill viðbúnaður var vegna slyssins í dag og voru meðal annars kafarar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sendir á vettvang. Fólki fannst eftir þónokkra leit í vatninu. Þegar björgunarsveitir, sjúkralið og lögregla komu á vettvang var búið að ná öðrum ferðamanninum í land en hinn var enn í vatninu. „Þar hafði fólk verið á veiðum. Annar aðilinn dettur út í vatnið, hinn aðilinn fer á eftir honum og þau bæði komast ekki að landi. Þannig að samferðafólk þeirra kallar til nágranna sem að er með bát og þannig ná þau að koma þeim að landi aftur,“ sagði Sveinn.Hermann Marínó Maggýjarson, varðstjóri sjúkraflutninga hjá HSu á SuðurlandiVísir/Stöð 2Varðstjóri sjúkraflutninga á Suðurlandi segir að aðstæður við vatnið hafi verið erfiðar. „Þetta var svo lítið labb að fjörunni. Mikill sandur. Erfitt að koma bílunum að. Það var svo lítill spölur í bílanna þannig að þetta krafðist mikils mannskaps en við settum allt okkar púður í þetta verkefni og rúmlega það,“ sagði Hermann Marínó Maggýjarson, varðstjóri sjúkraflutninga á Suðurlandi og bráðatæknir. Ferðamennirnir, maður og kona sem lentu í vatninu voru án meðvitundar þegar þeim var náð á land en þau voru hluti af hóp sem hafði dvalist á svæðinu. Farið var með þau með hraði, og var leiðin í bæinn rudd með aðstoð allra viðbragðsaðila, að Landspítalanum í Fossvogi. Gríðarlegt álag hefur verið á viðbragðsaðila á Suðurlandi á fáum dögum. Aðeins fjórir dagar eru síðan banaslys varð á Suðurlandsvegi skammt vestan við afleggjarann að Landeyjarhöfn. „Þetta tekur á, það er ekki hægt að segja annað. Eins og ég segir og hef osft sagt, við erum ekki gerð úr grjóti,“ sagði Hermann. Uppfært kl. 19:40:Oddur Árnason yfirlögregluþjónn hjá Lögregulnni á Suðurlandi staðfesti við fréttastofu að konan og maðurinn sem féllu í Þingvallavatn hafi verið við veiðar í vöðlum í vatninu en ekki í báti eins og sagt var frá í fréttum. Voru þau við veiðar við Villingavatnsós þegar konunni skrikaði fótur og féll út í. Maðurinn reyndi að bjarga konunni en örmagnaðist. Báðum var bjargað um borð í bát eftir nokkra stund. Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Sjá meira
Tveir ferðamenn eru í lífshættu eftir að þeir féllu í Þingvallavatn skömmu fyrir hádegi í dag. Þá hefur leit að manni sem féll í Ölfusá í nótt engan árangur borið en leit er enn í fullum gangi. Mikið álag hefur verið á björgunarsveitum og viðbragðsaðilum á Suðurlandi síðasta sólarhringinn. Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um að maður hefði farið fram af Ölfusárbrú upp úr klukkan þrjú í nótt og var strax sett í gang mikil björgunaraðgerð björgunarsveita með aðstoð Brunavarna Árnessýslu, sjúkraflutningamönnum og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Aðstæður til leitar í nótt og í morgun voru afar erfiðar og krefjandi. „Leitin hefur gengið bærilega. Það hafa verið erfiðar aðstæður í dag. Búið að vera hvasst og svo gengur á með rigningarhryðjum og áin er vatnsmikil. Hún er líka mjög gruggug, þannig að þetta eru erfiðar aðstæður,“ sagði Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Leitarsvæðið fór stækkandi eftir því sem leið á og nær núna frá Ölfusárbrú og niður undir Ölfusárós.Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á SuðurlandiVísir/Stöð2„Við höfum notað bæði gangandi og báta og svo var Landhelgisgæslan með okkur í morgun og í nótt,“ sagði Sveinn. Gengið með leitarhunda eftir bökkum og slökkviliðsmenn leituðu með hitamyndavél. Ekki hefur reynst unnt að nota dróna við leitina vegna veðurs. „Við höfum notað öll þau úrræði sem við höfum úr að spila,“ sagði Sveinn. Fleiri en hundrað björgunarsveitarmenn hafa komið að leitinni í Ölfusá, með einum eða öðrum hætti í dag og segir Sveinn að leitað verðir fram á kvöld og framhaldið á morgun en fundað verður um stöðuna í kvöld. Á meðan þessi stóra aðgerð stóð yfir fengu viðbragðsaðilar annað útkall, um klukkan korter fyrir tólf í dag, um að tveir erlendir ferðamenn hefðu fallið í Villingavatn sem er syðst af Þingvallavatni. Strax var ljós að um alvarlegt útkall var að ræða. Mikill viðbúnaður var vegna slyssins í dag og voru meðal annars kafarar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sendir á vettvang. Fólki fannst eftir þónokkra leit í vatninu. Þegar björgunarsveitir, sjúkralið og lögregla komu á vettvang var búið að ná öðrum ferðamanninum í land en hinn var enn í vatninu. „Þar hafði fólk verið á veiðum. Annar aðilinn dettur út í vatnið, hinn aðilinn fer á eftir honum og þau bæði komast ekki að landi. Þannig að samferðafólk þeirra kallar til nágranna sem að er með bát og þannig ná þau að koma þeim að landi aftur,“ sagði Sveinn.Hermann Marínó Maggýjarson, varðstjóri sjúkraflutninga hjá HSu á SuðurlandiVísir/Stöð 2Varðstjóri sjúkraflutninga á Suðurlandi segir að aðstæður við vatnið hafi verið erfiðar. „Þetta var svo lítið labb að fjörunni. Mikill sandur. Erfitt að koma bílunum að. Það var svo lítill spölur í bílanna þannig að þetta krafðist mikils mannskaps en við settum allt okkar púður í þetta verkefni og rúmlega það,“ sagði Hermann Marínó Maggýjarson, varðstjóri sjúkraflutninga á Suðurlandi og bráðatæknir. Ferðamennirnir, maður og kona sem lentu í vatninu voru án meðvitundar þegar þeim var náð á land en þau voru hluti af hóp sem hafði dvalist á svæðinu. Farið var með þau með hraði, og var leiðin í bæinn rudd með aðstoð allra viðbragðsaðila, að Landspítalanum í Fossvogi. Gríðarlegt álag hefur verið á viðbragðsaðila á Suðurlandi á fáum dögum. Aðeins fjórir dagar eru síðan banaslys varð á Suðurlandsvegi skammt vestan við afleggjarann að Landeyjarhöfn. „Þetta tekur á, það er ekki hægt að segja annað. Eins og ég segir og hef osft sagt, við erum ekki gerð úr grjóti,“ sagði Hermann. Uppfært kl. 19:40:Oddur Árnason yfirlögregluþjónn hjá Lögregulnni á Suðurlandi staðfesti við fréttastofu að konan og maðurinn sem féllu í Þingvallavatn hafi verið við veiðar í vöðlum í vatninu en ekki í báti eins og sagt var frá í fréttum. Voru þau við veiðar við Villingavatnsós þegar konunni skrikaði fótur og féll út í. Maðurinn reyndi að bjarga konunni en örmagnaðist. Báðum var bjargað um borð í bát eftir nokkra stund.
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels