Ísöldur sjást á yfirborði Plútós Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2018 23:45 Ísöldurnar má sjá á neðri helmingi myndarinnar. NASA/JHUAPL/SwRI Athuganir bandaríska geimfarsins New Horizons benda til þess að öldur úr frosnu metani, ekki ólíkar sandöldum á jörðinni, sé að finna á dvergreikistjörnunni Plútó. Uppgötvunin kemur vísindamönnum nokkuð á óvart og bendir til þess að yfirborð Plútós veðrist meira en talið var mögulegt. Stjörnufræðingar lögðust yfir myndir sem New Horizons sendi til jarðar eftir að geimfarið þeyttist fram hjá Plútó í júlí árið 2015. Á þeim komu þeir auga á fyrirbæri sem líktust sandöldum nærri fimm kílómetra háum fjallgarði úr vatnsís. Efnagreining bendir til þess að öldurnar séu úr metanís. Ískornin sem mynda öldurnar eru um það bil á stærð við sandkorn, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Lofthjúpur Plútós er næfurþunnur og er aðallega úr köfnunarefni en einnig metani og kolmónoxíði í snefilmagni. Jafnvel er talið að gasið frjósi fast við yfirborðið þegar Plútó er fjærst sólu. Vísindamenn töldu að lofthjúpurinn væri of þunnur til þess að geta sorfið öldur í frosið yfirborðið.Fjölbreyttari heimur en talið var Matt Telfer, landfræðingur við Plymouth-háskóla á Englandi, segir að ísöldurnar séu líklega á einu vindasamasta svæði Plútós. Vindurinn þar gæti náð allt að tíu metrum á sekúndu. Það gæti værið nóg til að halda ískornum á hreyfingu. Ólíkt jörðinni þar sem sólin knýr vindana telja vísindamennirnir að vindarnir sem mynda ísöldurnar á Plútó verði til þegar loft flæðir niður fjallgarðinn í grenndinni og við þurrgufun yfirborðsins. Þurrgufun er þegar fast efni fer beint yfir í gasform. Örlítill hiti frá fjarlægri sólinni gæti svo hjálpað til við að lyfta ískornunum upp af yfirborðinu þar sem vindurinn getur borið þau með sér. Áður en New Horizons bar að garði höfðu menn aldrei séð yfirborð Plútós. Fyrirfram töldu stjörnufræðingar að þar væri ekki að finna mikla virkni enda er Plútó á ysta hjara sólkerfisins, allt frá 4,4 til 7,3 milljörðum kílómetra frá sólinni eftir því hvar hann er á braut sinni. Myndir geimfarins leiddu hins vegar í ljós mun fjölbreyttari heim en vísindamenn höfðu ímyndað sér. Þannig eru vísbendingar um einhvers konar jarðvirkni og möguleg íseldfjöll á yfirborðinu. Vísindi Tengdar fréttir New Horizons-leiðangurinn fær óvæntan bónus Eftir vel heppnaða heimsókn til Plútós virðist næsta takmark New Horizons-geimfarsins margslungnara en í fyrstu var talið. 13. desember 2017 16:25 Ísblöðin á Plútó talin vera sorfinn metanís Þurrgufun metaníss myndar ísblöð á stærð við skýjakljúfa á hálendissvæðum dvergreikistjörnunnar Plútós. 2. október 2017 23:50 New Horizons í dvala fyrir stefnumót við íshnullung Slökkt verður á mælitækjum Plútókönnuðarins þangað til í júní, hálfu ári áður en hann nær til næsta takmarks síns í Kuipersbeltinu. 25. desember 2017 12:21 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Athuganir bandaríska geimfarsins New Horizons benda til þess að öldur úr frosnu metani, ekki ólíkar sandöldum á jörðinni, sé að finna á dvergreikistjörnunni Plútó. Uppgötvunin kemur vísindamönnum nokkuð á óvart og bendir til þess að yfirborð Plútós veðrist meira en talið var mögulegt. Stjörnufræðingar lögðust yfir myndir sem New Horizons sendi til jarðar eftir að geimfarið þeyttist fram hjá Plútó í júlí árið 2015. Á þeim komu þeir auga á fyrirbæri sem líktust sandöldum nærri fimm kílómetra háum fjallgarði úr vatnsís. Efnagreining bendir til þess að öldurnar séu úr metanís. Ískornin sem mynda öldurnar eru um það bil á stærð við sandkorn, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Lofthjúpur Plútós er næfurþunnur og er aðallega úr köfnunarefni en einnig metani og kolmónoxíði í snefilmagni. Jafnvel er talið að gasið frjósi fast við yfirborðið þegar Plútó er fjærst sólu. Vísindamenn töldu að lofthjúpurinn væri of þunnur til þess að geta sorfið öldur í frosið yfirborðið.Fjölbreyttari heimur en talið var Matt Telfer, landfræðingur við Plymouth-háskóla á Englandi, segir að ísöldurnar séu líklega á einu vindasamasta svæði Plútós. Vindurinn þar gæti náð allt að tíu metrum á sekúndu. Það gæti værið nóg til að halda ískornum á hreyfingu. Ólíkt jörðinni þar sem sólin knýr vindana telja vísindamennirnir að vindarnir sem mynda ísöldurnar á Plútó verði til þegar loft flæðir niður fjallgarðinn í grenndinni og við þurrgufun yfirborðsins. Þurrgufun er þegar fast efni fer beint yfir í gasform. Örlítill hiti frá fjarlægri sólinni gæti svo hjálpað til við að lyfta ískornunum upp af yfirborðinu þar sem vindurinn getur borið þau með sér. Áður en New Horizons bar að garði höfðu menn aldrei séð yfirborð Plútós. Fyrirfram töldu stjörnufræðingar að þar væri ekki að finna mikla virkni enda er Plútó á ysta hjara sólkerfisins, allt frá 4,4 til 7,3 milljörðum kílómetra frá sólinni eftir því hvar hann er á braut sinni. Myndir geimfarins leiddu hins vegar í ljós mun fjölbreyttari heim en vísindamenn höfðu ímyndað sér. Þannig eru vísbendingar um einhvers konar jarðvirkni og möguleg íseldfjöll á yfirborðinu.
Vísindi Tengdar fréttir New Horizons-leiðangurinn fær óvæntan bónus Eftir vel heppnaða heimsókn til Plútós virðist næsta takmark New Horizons-geimfarsins margslungnara en í fyrstu var talið. 13. desember 2017 16:25 Ísblöðin á Plútó talin vera sorfinn metanís Þurrgufun metaníss myndar ísblöð á stærð við skýjakljúfa á hálendissvæðum dvergreikistjörnunnar Plútós. 2. október 2017 23:50 New Horizons í dvala fyrir stefnumót við íshnullung Slökkt verður á mælitækjum Plútókönnuðarins þangað til í júní, hálfu ári áður en hann nær til næsta takmarks síns í Kuipersbeltinu. 25. desember 2017 12:21 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
New Horizons-leiðangurinn fær óvæntan bónus Eftir vel heppnaða heimsókn til Plútós virðist næsta takmark New Horizons-geimfarsins margslungnara en í fyrstu var talið. 13. desember 2017 16:25
Ísblöðin á Plútó talin vera sorfinn metanís Þurrgufun metaníss myndar ísblöð á stærð við skýjakljúfa á hálendissvæðum dvergreikistjörnunnar Plútós. 2. október 2017 23:50
New Horizons í dvala fyrir stefnumót við íshnullung Slökkt verður á mælitækjum Plútókönnuðarins þangað til í júní, hálfu ári áður en hann nær til næsta takmarks síns í Kuipersbeltinu. 25. desember 2017 12:21