Net eftirlitsmyndavéla verður til Sveinn Arnarsson skrifar 31. maí 2018 08:00 Eftirlitsmyndavélar eru notaðar af lögregluembættum um allan heim. Henning Kaiser Embætti ríkislögreglustjóra rekur net eftirlitsmyndavéla í Reykjavík, Garðabæ, Reykjanesbæ og Kópavogi. Einnig eru áform uppi um uppsetningu myndavéla á Akranesi, í Borgarbyggð og Hvalfjarðarsveit auk fjölda annarra eftirlitsmyndavéla lögreglunnar sem ekki eru tengdar embættinu. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir eðlilegt að allar eftirlitsmyndavélar lögreglu séu beintengdar embætti ríkislögreglustjóra. Nú eru í notkun 36 eftirlitsmyndavélar í Reykjavík, sex í Reykjanesbæ og ein í Garðabæ en á næstu dögum verða sjö nýjar vélar settar upp í Garðabæ og ellefu í Kópavogi. Þannig er hægt að haga eftirliti með íbúum í gegnum þessar vélar. Í minnisblaði Gunnlaugs Júlíussonar, sveitarstjóra Borgarbyggðar, um uppsetningu eftirlitsmyndavéla, sem lagt var fyrir byggðarráð Borgarbyggðar, kemur fram að ríkislögreglustjóri hafi stækkað vefþjón sinn til að taka á móti meira efni: „Upptökur úr slíkum myndavélum eru lesnar inn á miðlægan gagnagrunn sem ríkislögreglustjóraembættið hefur yfir að ráða. Geymslurými hans var aukið verulega rétt fyrir áramótin sem opnaði möguleika á að setja slíkar eftirlitsmyndavélar víðar upp en gert hafði verið þar áður. Áður hafði takmarkað geymslurými gert það að verkum að ekki var hægt að fjölga slíkum vélum.“Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóriUm mitt ár 2016 var tekin ákvörðun um að sameina kerfi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra þannig að nú er rekið eitt öryggismyndavélakerfi af ríkislögreglustjóra. Einnig voru öryggismyndavélar sem Reykjanesbær og lögreglustjórinn á Suðurnesjum ráku tengdar við kerfið. Einnig er vitað um fleiri eftirlitsmyndavélar sem notaðar eru af lögreglu. Til að mynda eru að minnsta kosti tvær myndavélar í miðbæ Akureyrar sem stýrt er af lögreglu. Þá hefur uppsetning á myndavélakerfum á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum ekki verið í samráði við ríkislögreglustjóra. Að mati Haraldar væri mun betra ef allar vélarnar yrðu tengdar inn á miðlægt kerfi. „Jú, vissulega væri það til hagsbóta að allar eftirlitsmyndavélar sem lögregla notar við dagleg störf sín séu á sameiginlegu kerfi. Hins vegar er mikilvægt að slík vinnsla upplýsinga standist lög um meðferð persónuupplýsinga,“ segir hann. „Það er rétt að kerfi ríkislögreglustjóra er tæknilega séð fært um að taka við upplýsingum, í þessu tilfelli myndefni, alls staðar að af landinu. Embættið stækkaði gagnagrunninn sinn fyrir nokkru síðan. Hins vegar höfum við ekki fengið beiðni frá lögreglustjórum um landið um að tengjast kerfinu,“ segir Haraldur ríkislögreglustjóri. Í skriflegu svari embættisins kemur einnig fram að möguleiki sé á því að lesa bílnúmer bifreiða sjálfvirkt með vefmyndavélum. Það þurfi hins vegar að skoða í samræmi við nýja löggjöf ESB. „Ný lög um meðferð persónuupplýsinga og innleiðing á tilskipun Evrópusambandsins um vinnslu persónuupplýsinga hjá löggæslu verður viðfangsefni viðkomandi stofnana á næstu misserum og því er ekki tímabært að ákveða um upptöku á sjálfvirkum bílnúmeraplötulestri með öryggismyndavélum,“ segir í svarinu. Birtist í Fréttablaðinu Hvalfjarðarsveit Lögreglumál Tengdar fréttir Eftirlitsmyndavélar settar upp í Kópavogi Fleiri myndavélar verða settar upp í sumar og haust og verða staðsetningar þeirra kynntar síðar. 22. apríl 2018 17:26 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Embætti ríkislögreglustjóra rekur net eftirlitsmyndavéla í Reykjavík, Garðabæ, Reykjanesbæ og Kópavogi. Einnig eru áform uppi um uppsetningu myndavéla á Akranesi, í Borgarbyggð og Hvalfjarðarsveit auk fjölda annarra eftirlitsmyndavéla lögreglunnar sem ekki eru tengdar embættinu. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir eðlilegt að allar eftirlitsmyndavélar lögreglu séu beintengdar embætti ríkislögreglustjóra. Nú eru í notkun 36 eftirlitsmyndavélar í Reykjavík, sex í Reykjanesbæ og ein í Garðabæ en á næstu dögum verða sjö nýjar vélar settar upp í Garðabæ og ellefu í Kópavogi. Þannig er hægt að haga eftirliti með íbúum í gegnum þessar vélar. Í minnisblaði Gunnlaugs Júlíussonar, sveitarstjóra Borgarbyggðar, um uppsetningu eftirlitsmyndavéla, sem lagt var fyrir byggðarráð Borgarbyggðar, kemur fram að ríkislögreglustjóri hafi stækkað vefþjón sinn til að taka á móti meira efni: „Upptökur úr slíkum myndavélum eru lesnar inn á miðlægan gagnagrunn sem ríkislögreglustjóraembættið hefur yfir að ráða. Geymslurými hans var aukið verulega rétt fyrir áramótin sem opnaði möguleika á að setja slíkar eftirlitsmyndavélar víðar upp en gert hafði verið þar áður. Áður hafði takmarkað geymslurými gert það að verkum að ekki var hægt að fjölga slíkum vélum.“Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóriUm mitt ár 2016 var tekin ákvörðun um að sameina kerfi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra þannig að nú er rekið eitt öryggismyndavélakerfi af ríkislögreglustjóra. Einnig voru öryggismyndavélar sem Reykjanesbær og lögreglustjórinn á Suðurnesjum ráku tengdar við kerfið. Einnig er vitað um fleiri eftirlitsmyndavélar sem notaðar eru af lögreglu. Til að mynda eru að minnsta kosti tvær myndavélar í miðbæ Akureyrar sem stýrt er af lögreglu. Þá hefur uppsetning á myndavélakerfum á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum ekki verið í samráði við ríkislögreglustjóra. Að mati Haraldar væri mun betra ef allar vélarnar yrðu tengdar inn á miðlægt kerfi. „Jú, vissulega væri það til hagsbóta að allar eftirlitsmyndavélar sem lögregla notar við dagleg störf sín séu á sameiginlegu kerfi. Hins vegar er mikilvægt að slík vinnsla upplýsinga standist lög um meðferð persónuupplýsinga,“ segir hann. „Það er rétt að kerfi ríkislögreglustjóra er tæknilega séð fært um að taka við upplýsingum, í þessu tilfelli myndefni, alls staðar að af landinu. Embættið stækkaði gagnagrunninn sinn fyrir nokkru síðan. Hins vegar höfum við ekki fengið beiðni frá lögreglustjórum um landið um að tengjast kerfinu,“ segir Haraldur ríkislögreglustjóri. Í skriflegu svari embættisins kemur einnig fram að möguleiki sé á því að lesa bílnúmer bifreiða sjálfvirkt með vefmyndavélum. Það þurfi hins vegar að skoða í samræmi við nýja löggjöf ESB. „Ný lög um meðferð persónuupplýsinga og innleiðing á tilskipun Evrópusambandsins um vinnslu persónuupplýsinga hjá löggæslu verður viðfangsefni viðkomandi stofnana á næstu misserum og því er ekki tímabært að ákveða um upptöku á sjálfvirkum bílnúmeraplötulestri með öryggismyndavélum,“ segir í svarinu.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalfjarðarsveit Lögreglumál Tengdar fréttir Eftirlitsmyndavélar settar upp í Kópavogi Fleiri myndavélar verða settar upp í sumar og haust og verða staðsetningar þeirra kynntar síðar. 22. apríl 2018 17:26 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Eftirlitsmyndavélar settar upp í Kópavogi Fleiri myndavélar verða settar upp í sumar og haust og verða staðsetningar þeirra kynntar síðar. 22. apríl 2018 17:26