Störf Alþingis mögulega framlengd vegna persónuverndar frumvarps Heimir Már Pétursson skrifar 30. maí 2018 12:45 Stjórnarandstaðan segir stjórnarliða ætla málinu allt of stuttan tíma en mælt var fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær, viku áður en hlé verður gert á þingstörfum fram á haust. Vísir/Vilhelm Störf Alþingis verða mögulega framlengd til að þingið nái að afgreiða frumvarp um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga sem og þingsályktun sem tengist frumvarpinu. Stjórnarandstaðan segir stjórnarliða ætla málinu allt of stuttan tíma en mælt var fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær, viku áður en hlé verður gert á þingstörfum fram á haust. Í byrjun júlí er fyrirhugað að nefnd EES-ríkjanna taki persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins upp í lög Íslands, Noregs og Liechtenstein. Löggjöfin er viðamikil og nær til söfnunar og vörslu allra aðila í samfélaginu á persónuupplýsingum. Þá eru ákvæði í frumvarpinu um háar sektir fari fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök ekki að reglunum og kom fram á Alþingi í gær að þær sektir geti numið allt að 2,4 milljörðum króna. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpi upp á 24 síður og 147 síður með greinargerð í gær. Þá stóð til að hún mælti einnig sem starfandi utanríkisráðherra fyrir þingsályktun sem tengist upptöku laganna. Þar sem málið kom mjög seint til þings þurfti að veita afbrigði fyrir því að taka málið á dagskrá og spunnust langar umræður um afbrigðin á Alþingi í gær. Þar gagnrýndi stjórnarandstaðan stjórnarliða harðlega fyrir að svo viðamikið mál kæmi til þings aðeins viku fyrir sumarhlé á þingstörfum og kom í veg fyrir að tillaga forseta Alþingis um að frumvarpið og þingsályktunin yrðu rædd samhljóða. En þingsályktunin er grundvöllur þess að hægt sé að afgreiða frumvarpið. Stjórnarandstæðingar og þá sérstaklega þingmenn Pírata hafa kallað eftir frumvarpinu svo mánuðum skiptir. En gagnrýni stjórnarandstöðunnar felst meðal annars í því að ekki verði hægt að kalla hagsmunaaðila til fundar við þingnefnd og fá frá þeim álit en samkvæmt starfsáætlun Alþingis fer það í sumarhlé eftir næst komandi fimmtudag. Þingflokksformenn funduðu með forseta Alþingis nú fyrir hádegi og funda nú með formönnum flokka. Ekki er útilokað að þing verði framlengt svo hægt verði að afgreiða þessi mál en frestun gæti kallað á óþægindi í samskiptum Íslands og ríkja Evrópusambandsins. Alþingi Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Sjá meira
Störf Alþingis verða mögulega framlengd til að þingið nái að afgreiða frumvarp um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga sem og þingsályktun sem tengist frumvarpinu. Stjórnarandstaðan segir stjórnarliða ætla málinu allt of stuttan tíma en mælt var fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær, viku áður en hlé verður gert á þingstörfum fram á haust. Í byrjun júlí er fyrirhugað að nefnd EES-ríkjanna taki persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins upp í lög Íslands, Noregs og Liechtenstein. Löggjöfin er viðamikil og nær til söfnunar og vörslu allra aðila í samfélaginu á persónuupplýsingum. Þá eru ákvæði í frumvarpinu um háar sektir fari fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök ekki að reglunum og kom fram á Alþingi í gær að þær sektir geti numið allt að 2,4 milljörðum króna. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpi upp á 24 síður og 147 síður með greinargerð í gær. Þá stóð til að hún mælti einnig sem starfandi utanríkisráðherra fyrir þingsályktun sem tengist upptöku laganna. Þar sem málið kom mjög seint til þings þurfti að veita afbrigði fyrir því að taka málið á dagskrá og spunnust langar umræður um afbrigðin á Alþingi í gær. Þar gagnrýndi stjórnarandstaðan stjórnarliða harðlega fyrir að svo viðamikið mál kæmi til þings aðeins viku fyrir sumarhlé á þingstörfum og kom í veg fyrir að tillaga forseta Alþingis um að frumvarpið og þingsályktunin yrðu rædd samhljóða. En þingsályktunin er grundvöllur þess að hægt sé að afgreiða frumvarpið. Stjórnarandstæðingar og þá sérstaklega þingmenn Pírata hafa kallað eftir frumvarpinu svo mánuðum skiptir. En gagnrýni stjórnarandstöðunnar felst meðal annars í því að ekki verði hægt að kalla hagsmunaaðila til fundar við þingnefnd og fá frá þeim álit en samkvæmt starfsáætlun Alþingis fer það í sumarhlé eftir næst komandi fimmtudag. Þingflokksformenn funduðu með forseta Alþingis nú fyrir hádegi og funda nú með formönnum flokka. Ekki er útilokað að þing verði framlengt svo hægt verði að afgreiða þessi mál en frestun gæti kallað á óþægindi í samskiptum Íslands og ríkja Evrópusambandsins.
Alþingi Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Sjá meira