Störf Alþingis mögulega framlengd vegna persónuverndar frumvarps Heimir Már Pétursson skrifar 30. maí 2018 12:45 Stjórnarandstaðan segir stjórnarliða ætla málinu allt of stuttan tíma en mælt var fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær, viku áður en hlé verður gert á þingstörfum fram á haust. Vísir/Vilhelm Störf Alþingis verða mögulega framlengd til að þingið nái að afgreiða frumvarp um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga sem og þingsályktun sem tengist frumvarpinu. Stjórnarandstaðan segir stjórnarliða ætla málinu allt of stuttan tíma en mælt var fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær, viku áður en hlé verður gert á þingstörfum fram á haust. Í byrjun júlí er fyrirhugað að nefnd EES-ríkjanna taki persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins upp í lög Íslands, Noregs og Liechtenstein. Löggjöfin er viðamikil og nær til söfnunar og vörslu allra aðila í samfélaginu á persónuupplýsingum. Þá eru ákvæði í frumvarpinu um háar sektir fari fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök ekki að reglunum og kom fram á Alþingi í gær að þær sektir geti numið allt að 2,4 milljörðum króna. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpi upp á 24 síður og 147 síður með greinargerð í gær. Þá stóð til að hún mælti einnig sem starfandi utanríkisráðherra fyrir þingsályktun sem tengist upptöku laganna. Þar sem málið kom mjög seint til þings þurfti að veita afbrigði fyrir því að taka málið á dagskrá og spunnust langar umræður um afbrigðin á Alþingi í gær. Þar gagnrýndi stjórnarandstaðan stjórnarliða harðlega fyrir að svo viðamikið mál kæmi til þings aðeins viku fyrir sumarhlé á þingstörfum og kom í veg fyrir að tillaga forseta Alþingis um að frumvarpið og þingsályktunin yrðu rædd samhljóða. En þingsályktunin er grundvöllur þess að hægt sé að afgreiða frumvarpið. Stjórnarandstæðingar og þá sérstaklega þingmenn Pírata hafa kallað eftir frumvarpinu svo mánuðum skiptir. En gagnrýni stjórnarandstöðunnar felst meðal annars í því að ekki verði hægt að kalla hagsmunaaðila til fundar við þingnefnd og fá frá þeim álit en samkvæmt starfsáætlun Alþingis fer það í sumarhlé eftir næst komandi fimmtudag. Þingflokksformenn funduðu með forseta Alþingis nú fyrir hádegi og funda nú með formönnum flokka. Ekki er útilokað að þing verði framlengt svo hægt verði að afgreiða þessi mál en frestun gæti kallað á óþægindi í samskiptum Íslands og ríkja Evrópusambandsins. Alþingi Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Fleiri fréttir Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Sjá meira
Störf Alþingis verða mögulega framlengd til að þingið nái að afgreiða frumvarp um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga sem og þingsályktun sem tengist frumvarpinu. Stjórnarandstaðan segir stjórnarliða ætla málinu allt of stuttan tíma en mælt var fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær, viku áður en hlé verður gert á þingstörfum fram á haust. Í byrjun júlí er fyrirhugað að nefnd EES-ríkjanna taki persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins upp í lög Íslands, Noregs og Liechtenstein. Löggjöfin er viðamikil og nær til söfnunar og vörslu allra aðila í samfélaginu á persónuupplýsingum. Þá eru ákvæði í frumvarpinu um háar sektir fari fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök ekki að reglunum og kom fram á Alþingi í gær að þær sektir geti numið allt að 2,4 milljörðum króna. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpi upp á 24 síður og 147 síður með greinargerð í gær. Þá stóð til að hún mælti einnig sem starfandi utanríkisráðherra fyrir þingsályktun sem tengist upptöku laganna. Þar sem málið kom mjög seint til þings þurfti að veita afbrigði fyrir því að taka málið á dagskrá og spunnust langar umræður um afbrigðin á Alþingi í gær. Þar gagnrýndi stjórnarandstaðan stjórnarliða harðlega fyrir að svo viðamikið mál kæmi til þings aðeins viku fyrir sumarhlé á þingstörfum og kom í veg fyrir að tillaga forseta Alþingis um að frumvarpið og þingsályktunin yrðu rædd samhljóða. En þingsályktunin er grundvöllur þess að hægt sé að afgreiða frumvarpið. Stjórnarandstæðingar og þá sérstaklega þingmenn Pírata hafa kallað eftir frumvarpinu svo mánuðum skiptir. En gagnrýni stjórnarandstöðunnar felst meðal annars í því að ekki verði hægt að kalla hagsmunaaðila til fundar við þingnefnd og fá frá þeim álit en samkvæmt starfsáætlun Alþingis fer það í sumarhlé eftir næst komandi fimmtudag. Þingflokksformenn funduðu með forseta Alþingis nú fyrir hádegi og funda nú með formönnum flokka. Ekki er útilokað að þing verði framlengt svo hægt verði að afgreiða þessi mál en frestun gæti kallað á óþægindi í samskiptum Íslands og ríkja Evrópusambandsins.
Alþingi Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Fleiri fréttir Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Sjá meira