Kona fer í stríð til styrktar náttúruverndarsamtökum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. maí 2018 12:00 Ágóði af sýningu kvikmyndarinnar Kona fer í stríð fer til náttúruverndarsamtakanna Rjúkandi og verndun fossana í Ófeigsfirði. Þessi mynd er af fossinum Rjúkandi. Mynd FIFL Leikstjóri myndarinnar Kona fer í stríð segir að flestir náttúruverndarsinnar geti sett sig í spor aðalsöguhetjunnar. Gríðarleg eftirspurn sé eftir kvikmyndinni um allan heim. Í kvöld verður haldin sérstök styrktarsýning í Háskólabíó og rennur ágóði hennar til náttúruverndarsamtakanna Rjúkandi. Tómas Guðbjartsson læknir stendur fyrir sýningunni og segir að aðstandendur myndarinnar hafi tekið afar vel í beiðni um að halda styrktarsýningu fyrir náttúruverndarsamtökin Rjúkandi og verndun fossana upp af Ófeigsfirði. Benedikt Erlingsson leikstjóri myndarinnar svarar spurningum áhorfanda um myndina í fyrsta skipti á sýningunni. „Það var komið á leit við okkur um að vera með spurt og svarað eftir sýninguna. Það er í fyrsta skipti sem við sem stöndum að myndinni svörum spurningum úr sal. Ég er spenntur að heyra í íslenskum áhorfendum,“ segir Benedikt. Hann segir að kvenhetjan í myndinni eigi margt sameiginlegt með náttúruverndarsinnunum fyrir vestan. „Hún er á einhvern hátt eins og þeir sem vilja verja fossana fyrir vestan. Líta á það sem stóru hagsmunina og langtímahagsmunina. Hún setur sig upp á móti stórfyrirtækjum sem hún álítur vondu karlanna,“ segir hann. Benedikt segir að þrátt fyrir alvarlegan undirtón sé gleðinni gerð góð skil. „Nú er Ísland stóra landið í mínum huga. Sumarið kemur seint þetta haustið og það er hægt að finna sumar í þessari mynd. Ég myndi segja að þetta væri svona gleðisprengja.“ Hann segir gríðarlega eftirspurn eftir myndinni um allan heim. „Það er slegist um hana en hún hefur til að mynda verið seld til, Ameríku, Kanada, Ástralíu, Kína hvort sem þú trúir því eða ekki, Þýskalands og Skandinavíu. Í raun er kona fer í stríð uppseld,“ segir leikstjórinn að lokum. Bíó og sjónvarp Menning Umhverfismál Tengdar fréttir Að tala niður náttúruna Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi VesturVerks, sendir mér tóninn í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær undir fyrirsögninni Tómas tungulipri. 25. maí 2018 07:00 Okkar stríð Kona fer í stríð er nýjasta kvikmynd Benedikts Erlingssonar leikstjóra. 30. maí 2018 10:00 Líður þegar eins og sigurvegara Kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, hefur fengið geggjaðar móttökur á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Leikstjórinn segir að sér líði þegar eins og sigurvegara. 16. maí 2018 06:00 Kona fer í stríð vann til SACD verðlauna í Cannes Benedikt Erlingsson og Ólafur Egill Egilsson, handritshöfundar Kona fer í stríð, unnu til SACD verðlaunanna á Critic's Week í Cannes í dag. 16. maí 2018 18:51 Neitar því að Vesturverk hafi svarað fyrir Árneshrepp Umhverfissamtökin Rjúkandi birtu í dag tölvupóstsamskipti oddvita Árneshrepps og stjórnenda Vesturverks vegna Hvalárvirkjunar. 20. maí 2018 20:15 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Sjá meira
Leikstjóri myndarinnar Kona fer í stríð segir að flestir náttúruverndarsinnar geti sett sig í spor aðalsöguhetjunnar. Gríðarleg eftirspurn sé eftir kvikmyndinni um allan heim. Í kvöld verður haldin sérstök styrktarsýning í Háskólabíó og rennur ágóði hennar til náttúruverndarsamtakanna Rjúkandi. Tómas Guðbjartsson læknir stendur fyrir sýningunni og segir að aðstandendur myndarinnar hafi tekið afar vel í beiðni um að halda styrktarsýningu fyrir náttúruverndarsamtökin Rjúkandi og verndun fossana upp af Ófeigsfirði. Benedikt Erlingsson leikstjóri myndarinnar svarar spurningum áhorfanda um myndina í fyrsta skipti á sýningunni. „Það var komið á leit við okkur um að vera með spurt og svarað eftir sýninguna. Það er í fyrsta skipti sem við sem stöndum að myndinni svörum spurningum úr sal. Ég er spenntur að heyra í íslenskum áhorfendum,“ segir Benedikt. Hann segir að kvenhetjan í myndinni eigi margt sameiginlegt með náttúruverndarsinnunum fyrir vestan. „Hún er á einhvern hátt eins og þeir sem vilja verja fossana fyrir vestan. Líta á það sem stóru hagsmunina og langtímahagsmunina. Hún setur sig upp á móti stórfyrirtækjum sem hún álítur vondu karlanna,“ segir hann. Benedikt segir að þrátt fyrir alvarlegan undirtón sé gleðinni gerð góð skil. „Nú er Ísland stóra landið í mínum huga. Sumarið kemur seint þetta haustið og það er hægt að finna sumar í þessari mynd. Ég myndi segja að þetta væri svona gleðisprengja.“ Hann segir gríðarlega eftirspurn eftir myndinni um allan heim. „Það er slegist um hana en hún hefur til að mynda verið seld til, Ameríku, Kanada, Ástralíu, Kína hvort sem þú trúir því eða ekki, Þýskalands og Skandinavíu. Í raun er kona fer í stríð uppseld,“ segir leikstjórinn að lokum.
Bíó og sjónvarp Menning Umhverfismál Tengdar fréttir Að tala niður náttúruna Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi VesturVerks, sendir mér tóninn í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær undir fyrirsögninni Tómas tungulipri. 25. maí 2018 07:00 Okkar stríð Kona fer í stríð er nýjasta kvikmynd Benedikts Erlingssonar leikstjóra. 30. maí 2018 10:00 Líður þegar eins og sigurvegara Kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, hefur fengið geggjaðar móttökur á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Leikstjórinn segir að sér líði þegar eins og sigurvegara. 16. maí 2018 06:00 Kona fer í stríð vann til SACD verðlauna í Cannes Benedikt Erlingsson og Ólafur Egill Egilsson, handritshöfundar Kona fer í stríð, unnu til SACD verðlaunanna á Critic's Week í Cannes í dag. 16. maí 2018 18:51 Neitar því að Vesturverk hafi svarað fyrir Árneshrepp Umhverfissamtökin Rjúkandi birtu í dag tölvupóstsamskipti oddvita Árneshrepps og stjórnenda Vesturverks vegna Hvalárvirkjunar. 20. maí 2018 20:15 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Sjá meira
Að tala niður náttúruna Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi VesturVerks, sendir mér tóninn í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær undir fyrirsögninni Tómas tungulipri. 25. maí 2018 07:00
Okkar stríð Kona fer í stríð er nýjasta kvikmynd Benedikts Erlingssonar leikstjóra. 30. maí 2018 10:00
Líður þegar eins og sigurvegara Kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, hefur fengið geggjaðar móttökur á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Leikstjórinn segir að sér líði þegar eins og sigurvegara. 16. maí 2018 06:00
Kona fer í stríð vann til SACD verðlauna í Cannes Benedikt Erlingsson og Ólafur Egill Egilsson, handritshöfundar Kona fer í stríð, unnu til SACD verðlaunanna á Critic's Week í Cannes í dag. 16. maí 2018 18:51
Neitar því að Vesturverk hafi svarað fyrir Árneshrepp Umhverfissamtökin Rjúkandi birtu í dag tölvupóstsamskipti oddvita Árneshrepps og stjórnenda Vesturverks vegna Hvalárvirkjunar. 20. maí 2018 20:15