Forseti smáliðs á Ítalíu býður Loris Karius aðstoð sína og sérstaka afmælisgjöf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2018 09:00 Loris Karius eftir seinni mistökin sín í úrslitaleiknum. Vísir/Getty Það er erfitt að vera Loris Karius í dag eftir skelfileg mistök hans í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem hann gaf Real Madrid tvö mörk á silfurfati í 3-1 sigri Real á Liverpool. Framtíð Loris Karius í marki Liverpool er ekki björt enda keppast evrópskir fjölmiðar við að segja frá eltingarleik Liverpool við öfluga markverði. Það er þó margir sem hafa talað máli Loris Karius og hann er langt frá því að standa einn í baráttunni. Einn af þeim sem hefur boðið honum aðstoð sína er forseti ítalska smáliðsins Rimini FC. Forseti Rimini FC hefur ekki aðeins boðið Loris Karius að koma í frí til Rimini í tilefni af 25 ára afmælisdegi hans því hann gengur enn lengra. „Ég væri meira en til í það að hitta hann í Rimini og minna hann á það að það þarf hugrekki til að sjá að bestu kennslustundirnar eru vanalega þær erfiðustu og þær sem erfiðast er að komast í gegnum,“ skrifar Giorgio Grassi, forseti Rimini FC, í opnu bréfi til Loris Karius. Forsetinn hefur boðist til að taka við Loris Karius á láni í eitt ár. Afmælisgjöf Loris Karius yrði þessi eins árs lánsamningur. „Hér er staðurinn fyrir hann til að öðlast aftur trú á sjálfum sér, ná hugarró og finna nauðsynlegan andlegan styrk til að elta drauma sína,“ er haft eftir forsetanum í frétt á heimasíðu Rimini FC. Loris Karius á afmæli 22. júní næstkomandi. Rimini FC spilar í C-deildinni á Ítalíu eftir að hafa komist upp úr D-deildinni á síðustu leiktíð. Félagið var endurvakið fyrir aðeins tveimur árum en upphaflega stofnað árið 1912. „Hér mun hann finna stóra fjölskyldu og borg sem er tilbúið að hjálpa honum til að sjá sig aftur sem mann númer eitt í atvinnumennskunni,“ hélt forsetinn áfram. Hvort að full alvara sé að baki þessi tilboði eða hvort forsetinn sé að ná sér í ódýra auglýsingu þá er líklegast í stöðunni að Liverpool láni markvörðinn sinn næsta vetur. Hann þarf að spila sig út úr þessum vonbrigðum og það er afar ólíklegt að hann geti gert slíkt sem markvörður Liverpool. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Sjá meira
Það er erfitt að vera Loris Karius í dag eftir skelfileg mistök hans í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem hann gaf Real Madrid tvö mörk á silfurfati í 3-1 sigri Real á Liverpool. Framtíð Loris Karius í marki Liverpool er ekki björt enda keppast evrópskir fjölmiðar við að segja frá eltingarleik Liverpool við öfluga markverði. Það er þó margir sem hafa talað máli Loris Karius og hann er langt frá því að standa einn í baráttunni. Einn af þeim sem hefur boðið honum aðstoð sína er forseti ítalska smáliðsins Rimini FC. Forseti Rimini FC hefur ekki aðeins boðið Loris Karius að koma í frí til Rimini í tilefni af 25 ára afmælisdegi hans því hann gengur enn lengra. „Ég væri meira en til í það að hitta hann í Rimini og minna hann á það að það þarf hugrekki til að sjá að bestu kennslustundirnar eru vanalega þær erfiðustu og þær sem erfiðast er að komast í gegnum,“ skrifar Giorgio Grassi, forseti Rimini FC, í opnu bréfi til Loris Karius. Forsetinn hefur boðist til að taka við Loris Karius á láni í eitt ár. Afmælisgjöf Loris Karius yrði þessi eins árs lánsamningur. „Hér er staðurinn fyrir hann til að öðlast aftur trú á sjálfum sér, ná hugarró og finna nauðsynlegan andlegan styrk til að elta drauma sína,“ er haft eftir forsetanum í frétt á heimasíðu Rimini FC. Loris Karius á afmæli 22. júní næstkomandi. Rimini FC spilar í C-deildinni á Ítalíu eftir að hafa komist upp úr D-deildinni á síðustu leiktíð. Félagið var endurvakið fyrir aðeins tveimur árum en upphaflega stofnað árið 1912. „Hér mun hann finna stóra fjölskyldu og borg sem er tilbúið að hjálpa honum til að sjá sig aftur sem mann númer eitt í atvinnumennskunni,“ hélt forsetinn áfram. Hvort að full alvara sé að baki þessi tilboði eða hvort forsetinn sé að ná sér í ódýra auglýsingu þá er líklegast í stöðunni að Liverpool láni markvörðinn sinn næsta vetur. Hann þarf að spila sig út úr þessum vonbrigðum og það er afar ólíklegt að hann geti gert slíkt sem markvörður Liverpool.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Sjá meira