Strákarnir okkar komnir til Rússlands Kolbeinn Tumi Daðason í Gelindzhik skrifar 9. júní 2018 17:21 Landsliðshópurinn mættur til Rússlands. Vísir/Vilhelm Flugvél Icelandair með landsliðsmenn Íslands innanborðs lenti á flugvellinum í Gelindzhik um korter yfir fimm að íslenskum tíma, korter yfir átta að staðartíma eftir tæplega sex tíma flug frá Keflavík. Flugið frá Íslandi gekk vel. Leikmenn og aðrir farþegar gátu valið á milli piri piri kjúklingasalats og nautalundar í matinn. Lax var í forrétt og Omnomm súkkulaðifrauð í eftirrétt. Flestir skiptu úr nýju sérsaumuðu jakkafötunum frá Herragarðinum og yfir í þægilegri fatnað á meðan á fluginu stóð til að sem best færi um þá. Þegar styttist í lendingu fundu menn svo jakkafötin aftur svo þeir voru í sínu fínasta pússi þegar gengið var frá borði. Flugstjóri var Guðmundur Gíslason og bauð hann farþega velkomna fram í vél til að ræða málin ef svo bar undir. Þá óskaði hann liðinu góðs gengis og það sama gerðu flugfreyjur Icelandair við lendingu. Hópurinn bíður eftir að fara upp í rútuna sem flytur þá á hótelið. Vísir/VilhelmFyrst frá borði voru Guðni Bergsson, formaður KSÍ, Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ og Magnús Gylfason, formaður landsliðsnefndar. Í kjölfarið komu Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði og Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari. Þar á eftir aðrir leikmenn og svo starfsfólk KSÍ. Þegar út var komið ræddu þeir Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson við rússneska fjölmiðla. Því næst fór hópurinn í rútu sem fer með þá á hótel. Guðni Bergsson sagði í samtali við Stöð 2 ferðalagið hafa verið ánægjulegt. Guðni, landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi, sagðist vissulega vilja vera í því hlutverki að vera að fara að spila á mótinu en þetta væri það besta í stöðunni. Að myndatöku lokinni héldu landsliðsmenn upp í rútu merkta íslenska liðinu í bak og fyrir og ekið var áleiðis á hótel liðsins. Á morgun er á dagskrá opin æfing hjá íslenska liðinu hér í Gelindzhik þar sem von er á nokkur hundruð manns.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira
Flugvél Icelandair með landsliðsmenn Íslands innanborðs lenti á flugvellinum í Gelindzhik um korter yfir fimm að íslenskum tíma, korter yfir átta að staðartíma eftir tæplega sex tíma flug frá Keflavík. Flugið frá Íslandi gekk vel. Leikmenn og aðrir farþegar gátu valið á milli piri piri kjúklingasalats og nautalundar í matinn. Lax var í forrétt og Omnomm súkkulaðifrauð í eftirrétt. Flestir skiptu úr nýju sérsaumuðu jakkafötunum frá Herragarðinum og yfir í þægilegri fatnað á meðan á fluginu stóð til að sem best færi um þá. Þegar styttist í lendingu fundu menn svo jakkafötin aftur svo þeir voru í sínu fínasta pússi þegar gengið var frá borði. Flugstjóri var Guðmundur Gíslason og bauð hann farþega velkomna fram í vél til að ræða málin ef svo bar undir. Þá óskaði hann liðinu góðs gengis og það sama gerðu flugfreyjur Icelandair við lendingu. Hópurinn bíður eftir að fara upp í rútuna sem flytur þá á hótelið. Vísir/VilhelmFyrst frá borði voru Guðni Bergsson, formaður KSÍ, Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ og Magnús Gylfason, formaður landsliðsnefndar. Í kjölfarið komu Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði og Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari. Þar á eftir aðrir leikmenn og svo starfsfólk KSÍ. Þegar út var komið ræddu þeir Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson við rússneska fjölmiðla. Því næst fór hópurinn í rútu sem fer með þá á hótel. Guðni Bergsson sagði í samtali við Stöð 2 ferðalagið hafa verið ánægjulegt. Guðni, landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi, sagðist vissulega vilja vera í því hlutverki að vera að fara að spila á mótinu en þetta væri það besta í stöðunni. Að myndatöku lokinni héldu landsliðsmenn upp í rútu merkta íslenska liðinu í bak og fyrir og ekið var áleiðis á hótel liðsins. Á morgun er á dagskrá opin æfing hjá íslenska liðinu hér í Gelindzhik þar sem von er á nokkur hundruð manns.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira