Kínverjar hökkuðu sig inn í viðkvæm gögn bandaríska sjóhersins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júní 2018 23:30 Kínverjar hafa lagt áherslu á uppbyggingu sjóhersins. Vísir/Getty Tölvuþrjótar á vegum kínverskra yfirvalda brutu sér leið inn í tölvur verktaka á vegum bandaríska sjóhersins. Þar komust þeir yfir viðkvæm gögn sem tengjast kafbátahernaði sjóhersins, þar á meðal áætlunum um nýja og háleynilega tegund flugskeyta sem ætlaðar eru kafbátum.Washington Post greinir frá og hefur eftir heimildarmönnum sínum innan bandaríska stjórnkerfisins. Innbrotin áttu sér stað í janúar og febrúar og eru þau nú rannsökuð af sjóhernum með aðstoð bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. Alls komust hakkararnir yfir 641 gígabæt af gögnum sem meðal annars tengjast leynilegu verkefni sem nefnt er Sea Dragon eða Sædrekinn. Washington Post samþykkti hins vegar beiðni sjóhersins um að greina ekki í smáatriðum frá verkefninu þar sem slíkt gæti ógnað þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Í frétt Post segir að innbrotin sé hluti af áætlunum Kínverja um að hefta hernaðarlega framþróun bandaríska hersins á sama tíma og Kínverjar stefni að því að auka styrk sinn og áhrif í Suðaustur-Asíu. Kínversk hernaðaryfirvöld hafa undanfarin ár beint sjónum sínum í auknum mæli að framþróun í kafbátahernaði og er áhersla á það sagt vera ein af þremur megináherslum hersins þegar kemur að því að nálgast hernaðastyrk Bandaríkjanna. Þá segir einnig að vegna fréttar Post hafi Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, farið fram á innri skoðun á því hvernig netöryggi væri háttað á meðal þeirra fjölmörgu verktaka sem starfa fyrir varnarmálaráðuneytið og bandaríska herinn.Hér að neðan má sjá myndband frá Washington Post þar sem farið er yfir hernaðaruppbyggingu kínverska sjóhersins undanfarin ár. Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08 Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn vegna Taívan Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. 29. apríl 2018 23:49 Ætla að standa í hárinu á Kína Bandaríkin munu standa í hárinu á Kínverjum varðandi hervæðingu þeirra í Suður-Kínahafi. 29. maí 2018 23:47 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Tölvuþrjótar á vegum kínverskra yfirvalda brutu sér leið inn í tölvur verktaka á vegum bandaríska sjóhersins. Þar komust þeir yfir viðkvæm gögn sem tengjast kafbátahernaði sjóhersins, þar á meðal áætlunum um nýja og háleynilega tegund flugskeyta sem ætlaðar eru kafbátum.Washington Post greinir frá og hefur eftir heimildarmönnum sínum innan bandaríska stjórnkerfisins. Innbrotin áttu sér stað í janúar og febrúar og eru þau nú rannsökuð af sjóhernum með aðstoð bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. Alls komust hakkararnir yfir 641 gígabæt af gögnum sem meðal annars tengjast leynilegu verkefni sem nefnt er Sea Dragon eða Sædrekinn. Washington Post samþykkti hins vegar beiðni sjóhersins um að greina ekki í smáatriðum frá verkefninu þar sem slíkt gæti ógnað þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Í frétt Post segir að innbrotin sé hluti af áætlunum Kínverja um að hefta hernaðarlega framþróun bandaríska hersins á sama tíma og Kínverjar stefni að því að auka styrk sinn og áhrif í Suðaustur-Asíu. Kínversk hernaðaryfirvöld hafa undanfarin ár beint sjónum sínum í auknum mæli að framþróun í kafbátahernaði og er áhersla á það sagt vera ein af þremur megináherslum hersins þegar kemur að því að nálgast hernaðastyrk Bandaríkjanna. Þá segir einnig að vegna fréttar Post hafi Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, farið fram á innri skoðun á því hvernig netöryggi væri háttað á meðal þeirra fjölmörgu verktaka sem starfa fyrir varnarmálaráðuneytið og bandaríska herinn.Hér að neðan má sjá myndband frá Washington Post þar sem farið er yfir hernaðaruppbyggingu kínverska sjóhersins undanfarin ár.
Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08 Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn vegna Taívan Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. 29. apríl 2018 23:49 Ætla að standa í hárinu á Kína Bandaríkin munu standa í hárinu á Kínverjum varðandi hervæðingu þeirra í Suður-Kínahafi. 29. maí 2018 23:47 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08
Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn vegna Taívan Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. 29. apríl 2018 23:49
Ætla að standa í hárinu á Kína Bandaríkin munu standa í hárinu á Kínverjum varðandi hervæðingu þeirra í Suður-Kínahafi. 29. maí 2018 23:47