Katrín og kjarnorka í síðustu Víglínunni fram á haust Heimir Már Pétursson skrifar 9. júní 2018 10:00 Eftir að loks tókst að mynda ríkisstjórn eftir nokkuð brölt í desember síðast liðnum og önnur konan í lýðveldissögunni tók við embætti forsætisráðherra, hefur það ekki verið tekið út með sældinni einni hjá Katrínu Jakobsdóttur að sitja í oddvitasætinu við stjórnarborðið með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Var það fyrir stjórnkænsku hennar eða afl stjórnarandstöðunnar sem samkomulag náðist um að falla frá frumvarpi meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um lækkun veiðigjalda? Svarið ræðst væntanlega af pólitískum sjónarhóli hvers og eins. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Katrínu til sín í Víglínuna á Stöð 2 og Vísi í hádeginu til að ræða þessi mál og fleiri.En það er ekki bara margt öðruvísi en áður á taflborði íslenskra stjórnmála því margt er á skjön í alþjóðastjórnmálum þessi misserin. Í Hvíta húsinu situr nú einn furðulegasti forseti sem þar hefur setið. Maður sem hefur blásið reyk yfir mörk lyginnar og sannleikans og virðist á yfirborðinu alla vega vera meira upptekinn af sjálfum sér en nánast öllu sem við kemur öðru fólki á jörðinni. Donald Trump heldur nú til sögulegs fundar með forseta Norður Kóreu á þriðjudag þar sem leiðtogarnir munu ræða kjarnorkumál en ríkin eiga formlega enn í stríði eftir vopnahlé í Kóreustríðinu árið 1953. Fáir Íslendingar þekkja sögu vígbúnaðarkapphlaups og kjarnorkuvopna betur en Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóða- og öryggismálum til margra ára hjá forsætis- og utanríkisráðuneyti og kennari í þessum málum við Háskóla Íslands í um tuttugu ár. Albert mætir í síðustu Víglínuþátt sumarsins til að ræða þessi mál. En þátturinn verður næst á dagskrá í byrjun september. Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20. Víglínan Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Innlent Fleiri fréttir Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Sjá meira
Eftir að loks tókst að mynda ríkisstjórn eftir nokkuð brölt í desember síðast liðnum og önnur konan í lýðveldissögunni tók við embætti forsætisráðherra, hefur það ekki verið tekið út með sældinni einni hjá Katrínu Jakobsdóttur að sitja í oddvitasætinu við stjórnarborðið með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Var það fyrir stjórnkænsku hennar eða afl stjórnarandstöðunnar sem samkomulag náðist um að falla frá frumvarpi meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um lækkun veiðigjalda? Svarið ræðst væntanlega af pólitískum sjónarhóli hvers og eins. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Katrínu til sín í Víglínuna á Stöð 2 og Vísi í hádeginu til að ræða þessi mál og fleiri.En það er ekki bara margt öðruvísi en áður á taflborði íslenskra stjórnmála því margt er á skjön í alþjóðastjórnmálum þessi misserin. Í Hvíta húsinu situr nú einn furðulegasti forseti sem þar hefur setið. Maður sem hefur blásið reyk yfir mörk lyginnar og sannleikans og virðist á yfirborðinu alla vega vera meira upptekinn af sjálfum sér en nánast öllu sem við kemur öðru fólki á jörðinni. Donald Trump heldur nú til sögulegs fundar með forseta Norður Kóreu á þriðjudag þar sem leiðtogarnir munu ræða kjarnorkumál en ríkin eiga formlega enn í stríði eftir vopnahlé í Kóreustríðinu árið 1953. Fáir Íslendingar þekkja sögu vígbúnaðarkapphlaups og kjarnorkuvopna betur en Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóða- og öryggismálum til margra ára hjá forsætis- og utanríkisráðuneyti og kennari í þessum málum við Háskóla Íslands í um tuttugu ár. Albert mætir í síðustu Víglínuþátt sumarsins til að ræða þessi mál. En þátturinn verður næst á dagskrá í byrjun september. Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20.
Víglínan Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Innlent Fleiri fréttir Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Sjá meira