Stjórnarandstaðan fagnar tímabundnum sigri í veiðigjaldamálinu Heimir Már Pétursson skrifar 8. júní 2018 14:21 Oddný Harðardóttir er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Vísir/Anton Alþingi mun ljúka störfum snemma í næstu viku eftir að samkomulag tókst milli flokka á þingi um afgreiðslu mála fyrir sumarhlé. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir mestu muna um að tekist hafi að koma í veg fyrir lækkun veiðigjalda, en einnig var samið um að hver flokkur stjórnarandstöðunnar fái eitt af sínum forgangsmálum afgreidd. Þingflokksformenn og formenn flokka á Alþingi hafa setið á fundum alla þessa viku til að ná samkomulagi um hvaða mál verði afgreidd fyrir þinghlé og náðu loks niðurstöðu seint í gærkvöldi. Samkvæmt starfsáætlun átti þingi að ljúka í gær en nú er sennilegt að það dragist jafnvel fram á þriðjudag í næstu viku. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar er ánægðust með að tekist hafi að stöðva frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda upp á tæpa þrjá milljarða í upphafi næsta fiskveiðiárs hinn 1. september. „Það var gengið að öllum okkar kröfum varðandi það mál. En þótt við höfum komið í veg fyrir að útgerðin fengi tæpa þrjá milljarða í afslátt núna er deilunni ekki lokið. Henni er frestað til haustsins og ég hef áhyggjur af þessum tóni sem þau voru að slá, stjórnarmeirihlutinn, í þessu auðlindamáli,” segir Oddný.Stjórnarandstaðan ekki með í ráðum Helstu rök stjórnarmeirihlutans fyrir lækkun veiðigjaldanna voru að koma til móts við smærri og meðalstórar útgerðir vegna versnandi afkomu þeirra og að færa viðmið gjaldsins, það er að segja aflaverðmætið, nær þeim tíma sem gjöldin eru lögð á. En í dag nær viðmiðið allt að þrjú ár aftur í tímann.Er Það ekki eðlilegt markmið í sjálfu sér? „Jú, það er eðlilegt að skoða það en við í stjórnarandstöðunni höfum ekki fengið að koma að samningu þessa nýja frumvarps. Við vitum ekki hvað stjórnarmeirihlutinn hefur í huga. En við höfðum áhyggjur af því þegar þau ætluðu að þröngva hér í gegn afslætti fyrir stórútgerðina; að það verði eitthvað áþann veg sem nýja frumvarpið ber í sér,” segir þingflokksformaðurinn. Venja hefur skapast fyrir því á undanförnum kjörtímabilum að stjórnarandstöðuflokkar fái afgreidd eitt til tvö af forgangsmálum sínum hver flokkur og gert er ráð fyrir því í samkomulaginu frá því í gærkvöldi. „Samfylkingin fær breytingu á barnalögum á dagskrá, Miðflokkurinn fær mál um vexti og verðtryggingu á dagskrá, borgaralaunin hjá Pírötum, skattfrelsi uppbóta á lífeyri frá Flokki fólksins og Viðreisn fær þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta,” segir Oddný. Það þýði ekki að samkomulag sé um að öll þessi mál verði samþykkt en þau komist á dagskrá og fái afgreiðslu. Mörg smærri mál verða afgreidd fyrir þinghlé en einnig nokkur stórmál eins og frumvarp um persónuvernd og fjármálaáætlun en áætlað er að umræðum um hana ljúki um hádegisbil. „Ef allt gengur snuðrulaust og vinna í nefndum gengur vel um helgina ættum við að geta lokið hér störfum á mánudag eða þriðjudag. En síðan verðum við auðvitað bara að sjá til. Það er ekki búið fyrr en það er búið,” segir Oddný G. Harðardóttir. Alþingi Tengdar fréttir Leggur til óbreytt fyrirkomulag veiðigjalda til áramóta Nái tillaga Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, fram að ganga á Alþingi varðandi veiðigjöld á útgerðarfyrirtæki verður kerfið eins og það er núna framlengt til áramóta. Þetta herma heimildir Vísis en Katrín lagði þessa lausn til á Alþingi í dag. 5. júní 2018 23:23 Líkur á breyttu veiðigjaldafrumvarpi Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Alþingi funduðu stíft í bakherbergjum þingsins í gær til að ná sáttum um þinglok. Veiðigjaldafrumvarpið gæti tekið breytingum til að friða stjórnarandstöðuna. Þingflokkarnir stefna á að ná samkomulagi um þinglok í dag. 6. júní 2018 06:00 Frumvarp um lækkun veiðigjalda Alþingi veitti frumvarpi til laga um lækkun veiðgjalda flýtimeðferð á dögunum. 7. júní 2018 07:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Alþingi mun ljúka störfum snemma í næstu viku eftir að samkomulag tókst milli flokka á þingi um afgreiðslu mála fyrir sumarhlé. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir mestu muna um að tekist hafi að koma í veg fyrir lækkun veiðigjalda, en einnig var samið um að hver flokkur stjórnarandstöðunnar fái eitt af sínum forgangsmálum afgreidd. Þingflokksformenn og formenn flokka á Alþingi hafa setið á fundum alla þessa viku til að ná samkomulagi um hvaða mál verði afgreidd fyrir þinghlé og náðu loks niðurstöðu seint í gærkvöldi. Samkvæmt starfsáætlun átti þingi að ljúka í gær en nú er sennilegt að það dragist jafnvel fram á þriðjudag í næstu viku. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar er ánægðust með að tekist hafi að stöðva frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda upp á tæpa þrjá milljarða í upphafi næsta fiskveiðiárs hinn 1. september. „Það var gengið að öllum okkar kröfum varðandi það mál. En þótt við höfum komið í veg fyrir að útgerðin fengi tæpa þrjá milljarða í afslátt núna er deilunni ekki lokið. Henni er frestað til haustsins og ég hef áhyggjur af þessum tóni sem þau voru að slá, stjórnarmeirihlutinn, í þessu auðlindamáli,” segir Oddný.Stjórnarandstaðan ekki með í ráðum Helstu rök stjórnarmeirihlutans fyrir lækkun veiðigjaldanna voru að koma til móts við smærri og meðalstórar útgerðir vegna versnandi afkomu þeirra og að færa viðmið gjaldsins, það er að segja aflaverðmætið, nær þeim tíma sem gjöldin eru lögð á. En í dag nær viðmiðið allt að þrjú ár aftur í tímann.Er Það ekki eðlilegt markmið í sjálfu sér? „Jú, það er eðlilegt að skoða það en við í stjórnarandstöðunni höfum ekki fengið að koma að samningu þessa nýja frumvarps. Við vitum ekki hvað stjórnarmeirihlutinn hefur í huga. En við höfðum áhyggjur af því þegar þau ætluðu að þröngva hér í gegn afslætti fyrir stórútgerðina; að það verði eitthvað áþann veg sem nýja frumvarpið ber í sér,” segir þingflokksformaðurinn. Venja hefur skapast fyrir því á undanförnum kjörtímabilum að stjórnarandstöðuflokkar fái afgreidd eitt til tvö af forgangsmálum sínum hver flokkur og gert er ráð fyrir því í samkomulaginu frá því í gærkvöldi. „Samfylkingin fær breytingu á barnalögum á dagskrá, Miðflokkurinn fær mál um vexti og verðtryggingu á dagskrá, borgaralaunin hjá Pírötum, skattfrelsi uppbóta á lífeyri frá Flokki fólksins og Viðreisn fær þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta,” segir Oddný. Það þýði ekki að samkomulag sé um að öll þessi mál verði samþykkt en þau komist á dagskrá og fái afgreiðslu. Mörg smærri mál verða afgreidd fyrir þinghlé en einnig nokkur stórmál eins og frumvarp um persónuvernd og fjármálaáætlun en áætlað er að umræðum um hana ljúki um hádegisbil. „Ef allt gengur snuðrulaust og vinna í nefndum gengur vel um helgina ættum við að geta lokið hér störfum á mánudag eða þriðjudag. En síðan verðum við auðvitað bara að sjá til. Það er ekki búið fyrr en það er búið,” segir Oddný G. Harðardóttir.
Alþingi Tengdar fréttir Leggur til óbreytt fyrirkomulag veiðigjalda til áramóta Nái tillaga Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, fram að ganga á Alþingi varðandi veiðigjöld á útgerðarfyrirtæki verður kerfið eins og það er núna framlengt til áramóta. Þetta herma heimildir Vísis en Katrín lagði þessa lausn til á Alþingi í dag. 5. júní 2018 23:23 Líkur á breyttu veiðigjaldafrumvarpi Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Alþingi funduðu stíft í bakherbergjum þingsins í gær til að ná sáttum um þinglok. Veiðigjaldafrumvarpið gæti tekið breytingum til að friða stjórnarandstöðuna. Þingflokkarnir stefna á að ná samkomulagi um þinglok í dag. 6. júní 2018 06:00 Frumvarp um lækkun veiðigjalda Alþingi veitti frumvarpi til laga um lækkun veiðgjalda flýtimeðferð á dögunum. 7. júní 2018 07:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Leggur til óbreytt fyrirkomulag veiðigjalda til áramóta Nái tillaga Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, fram að ganga á Alþingi varðandi veiðigjöld á útgerðarfyrirtæki verður kerfið eins og það er núna framlengt til áramóta. Þetta herma heimildir Vísis en Katrín lagði þessa lausn til á Alþingi í dag. 5. júní 2018 23:23
Líkur á breyttu veiðigjaldafrumvarpi Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Alþingi funduðu stíft í bakherbergjum þingsins í gær til að ná sáttum um þinglok. Veiðigjaldafrumvarpið gæti tekið breytingum til að friða stjórnarandstöðuna. Þingflokkarnir stefna á að ná samkomulagi um þinglok í dag. 6. júní 2018 06:00
Frumvarp um lækkun veiðigjalda Alþingi veitti frumvarpi til laga um lækkun veiðgjalda flýtimeðferð á dögunum. 7. júní 2018 07:00