Marcelo pirraður út í umræðuna eftir Meistaradeildarsigur Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2018 14:45 Marcelo og Sergio Ramos með Meistaradeildarbikarinn. Vísir/Getty Brasilíumaðurinn Marcelo vann á dögunum Meistaradeildina þriðja árið í röð með Real Madrid en hann er ekki sáttur með umræðuna eftir leikinn. Í stað þess að lofsyngja einstakan árangur Real Madrid liðsins þá finnst Marcelo að blaðamenn og aðrir hafi leitað uppi það neikvæða við sigur spænska liðsins. Umfjöllunin hefur vissulega snúist mikið í kringum meiðsli Liverpool-manna og tuddaskap fyrirliða Real Madrid. Marcelo ræddi þetta á blaðamannafundi með brasilíska landsliðinu en bakvörðurinn er á leiðinni á HM í Rússlandi eins og íslenska landsliðið. Markvörðurinn Loris Karius gerði skelfileg mistök í leiknum og stórstjarna Liverpool-liðsins, Mo Salah, fór meiddur og grátandi af velli. Sergio Ramos fékk síðan á sig mikla gagnrýni fyrir að gefa Karius olnbogaskot og snúa síðan Mo Salah niður þegar Egyptinn meiddist. 'We win three Champions League trophies in a row... but people talk more about the collision with Loris Karius' Marcelo says people should appreciate Real Madrid's achievement. pic.twitter.com/qEFp9zR4J5 — ESPN FC (@ESPNFC) June 8, 2018 „Það pirrar mig að þegar við vinnum Meistaradeildina þriðja árið í röð og menn eru að segja að það sé vegna þess að einn leikmaður lenti í árekstri við markvörð þeirra eða að einn leikmaður þeirra þurfti að fara af velli eða að þeir fengu ekki vítaspyrnu sem þeir áttu að fá,“ segir Marcelo eins og sjá má hér fyrir ofan. Marcelo hélt áfram: „Mér finnst að fólk eiga að gefa okkur meira hrós. Real Madrid hefur unnið þessa þrjá titla á eigin verðleikum. Það er aftur á móti meira rætt um áreksturinn við Loris Karius en mörkin þrjú sem við skoruðum í leiknum,“ sagði Marcelo. „Við unnum Meistaradeildina og allir voru að kenna markverðinum um tapið. Greyið markvörðurinn þurfti að taka alla sökina fyrir allt liðið,“ sagði Marcelo hálf hlæjandi. HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Sjá meira
Brasilíumaðurinn Marcelo vann á dögunum Meistaradeildina þriðja árið í röð með Real Madrid en hann er ekki sáttur með umræðuna eftir leikinn. Í stað þess að lofsyngja einstakan árangur Real Madrid liðsins þá finnst Marcelo að blaðamenn og aðrir hafi leitað uppi það neikvæða við sigur spænska liðsins. Umfjöllunin hefur vissulega snúist mikið í kringum meiðsli Liverpool-manna og tuddaskap fyrirliða Real Madrid. Marcelo ræddi þetta á blaðamannafundi með brasilíska landsliðinu en bakvörðurinn er á leiðinni á HM í Rússlandi eins og íslenska landsliðið. Markvörðurinn Loris Karius gerði skelfileg mistök í leiknum og stórstjarna Liverpool-liðsins, Mo Salah, fór meiddur og grátandi af velli. Sergio Ramos fékk síðan á sig mikla gagnrýni fyrir að gefa Karius olnbogaskot og snúa síðan Mo Salah niður þegar Egyptinn meiddist. 'We win three Champions League trophies in a row... but people talk more about the collision with Loris Karius' Marcelo says people should appreciate Real Madrid's achievement. pic.twitter.com/qEFp9zR4J5 — ESPN FC (@ESPNFC) June 8, 2018 „Það pirrar mig að þegar við vinnum Meistaradeildina þriðja árið í röð og menn eru að segja að það sé vegna þess að einn leikmaður lenti í árekstri við markvörð þeirra eða að einn leikmaður þeirra þurfti að fara af velli eða að þeir fengu ekki vítaspyrnu sem þeir áttu að fá,“ segir Marcelo eins og sjá má hér fyrir ofan. Marcelo hélt áfram: „Mér finnst að fólk eiga að gefa okkur meira hrós. Real Madrid hefur unnið þessa þrjá titla á eigin verðleikum. Það er aftur á móti meira rætt um áreksturinn við Loris Karius en mörkin þrjú sem við skoruðum í leiknum,“ sagði Marcelo. „Við unnum Meistaradeildina og allir voru að kenna markverðinum um tapið. Greyið markvörðurinn þurfti að taka alla sökina fyrir allt liðið,“ sagði Marcelo hálf hlæjandi.
HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Sjá meira