Trump segist ekki þurfa mikinn undirbúning fyrir fundinn með Kim Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júní 2018 23:30 Shinzo Abe og Donald Trump héldu sameiginlegan blaðamannafund fyrir utan Hvíta húsið í dag. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki þurfa mikinn undirbúning í aðdraganda leiðtogafundar hans með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Ráðgjafar Trump eru sagðir hafa áhyggjur undirbúningi hans yrir fundinn. „Ég held að ég sé mjög vel undirbúinn en ég held að ég þurfi ekki mikinn undirbúning,“ sagði Trump á blaðamannafundi með Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, í dag. „Þetta snýst um viðhorf. Að maður sé tilbúinn til þess að láta hluti gerast.“ Nú styttist óðum í fund leiðtoganna tveggja en fundurinn verður haldinn 12. júní næstkomandi. Hafa ráðgjafar Trump reynt að undirbúa hann vel fyrir fundinn.Í frétt CNN segir að þeir hafi útbúið kynningarefni fyrir hann svo hann geti kynnt sér kjarnorkuáætlanir Norður-Kóreu og mat njósnastofnanna Bandaríkjanna á Kim Jong-un. Allt svo að Trump verði sem best undirbúinn fyrir fundinn.Sagður telja sig þekkja Norður-Kóreu vegna fyrri viðskipta í Asíu Segir einnig í frétt CNN að ráðgjafar hans hafi hins vegar áhyggjur af því að Trump sé ekki að meðtaka kynningarefnið og ætli sér að mæta á fundinn án þess að vera nógu vel undirbúinn, að þeirra matiTrump bætti þó við á blaðamannafundinum að hann hafi verið að undirbúa sig undir fundinn í lengri tíma, án þess þó að tiltaka í hverju sá undirbúningur hafi falist.Í frétt CNN er Trump sagður hafa hreykt sér af því við nána samstarfsmenn sína að hann búi yfir miklum skilning á Norður-Kóreu vegna fyrri viðskipta hans í Asíu. Þá hefur Trump lengi haldið því fram að hann sé einstakur samningamaður.Hvort það skilar sér í góðum samningi fyrir Bandaríkin, Norður-Kóreu eða heimsbyggðina verður að koma í ljós en ljóst er að fundurinn verður sögulegur, hvernig sem fer, eftir áratuga löng stirð samskipti milli ríkjanna tveggja. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Segir að Kim hafi grátbeðið um fundinn Rudy Guiliani, einn af lögfræðingum Donald Trump,forseta Bandaríkjanna, segir að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu hafi grátbeðið Trump að setja áætlaðan fund þeirra aftur á dagskrá. 6. júní 2018 21:02 Blendnar tilfinningar Suður-Kóreumanna í aðdraganda fundar Trump og Kim Fólk vonast til þess að fundurinn muni draga úr spennu á svæðinu og mögulega leiða til friðar. 7. júní 2018 12:19 Kim og Trump funda á fimm stjörnu hóteli Hinn sögulegi fundur Bandaríkjaforsetans Donald Trump og norður-kóreska leiðtogans Kim Jong-un mun fara fram á fimm stjörnu hóteli á singapúrsku eyjunni Sentosa. 6. júní 2018 06:49 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki þurfa mikinn undirbúning í aðdraganda leiðtogafundar hans með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Ráðgjafar Trump eru sagðir hafa áhyggjur undirbúningi hans yrir fundinn. „Ég held að ég sé mjög vel undirbúinn en ég held að ég þurfi ekki mikinn undirbúning,“ sagði Trump á blaðamannafundi með Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, í dag. „Þetta snýst um viðhorf. Að maður sé tilbúinn til þess að láta hluti gerast.“ Nú styttist óðum í fund leiðtoganna tveggja en fundurinn verður haldinn 12. júní næstkomandi. Hafa ráðgjafar Trump reynt að undirbúa hann vel fyrir fundinn.Í frétt CNN segir að þeir hafi útbúið kynningarefni fyrir hann svo hann geti kynnt sér kjarnorkuáætlanir Norður-Kóreu og mat njósnastofnanna Bandaríkjanna á Kim Jong-un. Allt svo að Trump verði sem best undirbúinn fyrir fundinn.Sagður telja sig þekkja Norður-Kóreu vegna fyrri viðskipta í Asíu Segir einnig í frétt CNN að ráðgjafar hans hafi hins vegar áhyggjur af því að Trump sé ekki að meðtaka kynningarefnið og ætli sér að mæta á fundinn án þess að vera nógu vel undirbúinn, að þeirra matiTrump bætti þó við á blaðamannafundinum að hann hafi verið að undirbúa sig undir fundinn í lengri tíma, án þess þó að tiltaka í hverju sá undirbúningur hafi falist.Í frétt CNN er Trump sagður hafa hreykt sér af því við nána samstarfsmenn sína að hann búi yfir miklum skilning á Norður-Kóreu vegna fyrri viðskipta hans í Asíu. Þá hefur Trump lengi haldið því fram að hann sé einstakur samningamaður.Hvort það skilar sér í góðum samningi fyrir Bandaríkin, Norður-Kóreu eða heimsbyggðina verður að koma í ljós en ljóst er að fundurinn verður sögulegur, hvernig sem fer, eftir áratuga löng stirð samskipti milli ríkjanna tveggja.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Segir að Kim hafi grátbeðið um fundinn Rudy Guiliani, einn af lögfræðingum Donald Trump,forseta Bandaríkjanna, segir að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu hafi grátbeðið Trump að setja áætlaðan fund þeirra aftur á dagskrá. 6. júní 2018 21:02 Blendnar tilfinningar Suður-Kóreumanna í aðdraganda fundar Trump og Kim Fólk vonast til þess að fundurinn muni draga úr spennu á svæðinu og mögulega leiða til friðar. 7. júní 2018 12:19 Kim og Trump funda á fimm stjörnu hóteli Hinn sögulegi fundur Bandaríkjaforsetans Donald Trump og norður-kóreska leiðtogans Kim Jong-un mun fara fram á fimm stjörnu hóteli á singapúrsku eyjunni Sentosa. 6. júní 2018 06:49 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira
Segir að Kim hafi grátbeðið um fundinn Rudy Guiliani, einn af lögfræðingum Donald Trump,forseta Bandaríkjanna, segir að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu hafi grátbeðið Trump að setja áætlaðan fund þeirra aftur á dagskrá. 6. júní 2018 21:02
Blendnar tilfinningar Suður-Kóreumanna í aðdraganda fundar Trump og Kim Fólk vonast til þess að fundurinn muni draga úr spennu á svæðinu og mögulega leiða til friðar. 7. júní 2018 12:19
Kim og Trump funda á fimm stjörnu hóteli Hinn sögulegi fundur Bandaríkjaforsetans Donald Trump og norður-kóreska leiðtogans Kim Jong-un mun fara fram á fimm stjörnu hóteli á singapúrsku eyjunni Sentosa. 6. júní 2018 06:49