Jóhann Berg: Eins gott að við verðum ekki þungir í næsta leik Anton Ingi Leifsson skrifar 7. júní 2018 22:31 Jóhann Berg Guðmundsson, vængmaður Íslands, segir að það hafi verið svekkjandi að missa leikinn gegn Gana niður í jafntefli en liðin skildu jöfn á Laugardalsvelli í kvöld, 2-2. „Þetta er svekkjandi. Við eigum að vinna svona leiki og við gerum það venjulega,” sagði Jóhann Berg í samtali við Arnar Björnsson í leikslok. „Þetta var mjög lélegur seinni hálfleikur eftir frábæran fyrir hálfleik. Seinni hálfleikurinn var bara alls ekki nógu góður,” en voru leikmenn Íslands þungir í seinni hálfleik? „Já, ég veit ekki afhverju það var. Svona er þetta og það er eins gott að við verðum ekki svona þungir í næsta leik. Það er alvöru leikur.” „Það er eina sem skiptir máli en auðvitað er þetta svekkjandi,” en níu dagar eru þangað til að flautað verður til leiks hjá Íslandi í Argentínu. „Frábær fyrri hálfleikur og seinni hálfleikurinn var lélegur. Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga fyrir stóru stundina.” Ísland tók sig ansi góðan tíma í innköst og föst leikatriði er líða fór á leikinn. Jóhann segir að þetta hafi ekki verið taktík heldur bara gerst í leiknum. „Þetta gerðist bara en við tókum tíma í þetta og stillum upp. Við viljum skora úr föstu leikatriðunum og kannski var þetta bara ekki nægilega mikill kraftur í síðari hálfleik. Varnarleikurinn var ekki nógu góður.” „Við erum svekktir í kvöld, á morgun er nýr dagur og svo á laugardaginn förum við til Rússlands. Þá byrjar alvaran,” sagði Jóhann að lokum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Twitter eftir jafnteflið: „Ég sem hélt að Gylfi væri svalastur á vellinum…” Ísland gerði 2-2 jafntefli við Gana á Laugardalsvelli í kvöld í síðasta vináttulandsleik liðsins áður en það heldur á HM í Rússlandi. 7. júní 2018 21:50 Aron Einar tók spretti eftir leik | Myndband Unnið er í því að koma landsliðsfyrirliðanum í stand fyrir HM. 7. júní 2018 22:18 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson, vængmaður Íslands, segir að það hafi verið svekkjandi að missa leikinn gegn Gana niður í jafntefli en liðin skildu jöfn á Laugardalsvelli í kvöld, 2-2. „Þetta er svekkjandi. Við eigum að vinna svona leiki og við gerum það venjulega,” sagði Jóhann Berg í samtali við Arnar Björnsson í leikslok. „Þetta var mjög lélegur seinni hálfleikur eftir frábæran fyrir hálfleik. Seinni hálfleikurinn var bara alls ekki nógu góður,” en voru leikmenn Íslands þungir í seinni hálfleik? „Já, ég veit ekki afhverju það var. Svona er þetta og það er eins gott að við verðum ekki svona þungir í næsta leik. Það er alvöru leikur.” „Það er eina sem skiptir máli en auðvitað er þetta svekkjandi,” en níu dagar eru þangað til að flautað verður til leiks hjá Íslandi í Argentínu. „Frábær fyrri hálfleikur og seinni hálfleikurinn var lélegur. Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga fyrir stóru stundina.” Ísland tók sig ansi góðan tíma í innköst og föst leikatriði er líða fór á leikinn. Jóhann segir að þetta hafi ekki verið taktík heldur bara gerst í leiknum. „Þetta gerðist bara en við tókum tíma í þetta og stillum upp. Við viljum skora úr föstu leikatriðunum og kannski var þetta bara ekki nægilega mikill kraftur í síðari hálfleik. Varnarleikurinn var ekki nógu góður.” „Við erum svekktir í kvöld, á morgun er nýr dagur og svo á laugardaginn förum við til Rússlands. Þá byrjar alvaran,” sagði Jóhann að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Twitter eftir jafnteflið: „Ég sem hélt að Gylfi væri svalastur á vellinum…” Ísland gerði 2-2 jafntefli við Gana á Laugardalsvelli í kvöld í síðasta vináttulandsleik liðsins áður en það heldur á HM í Rússlandi. 7. júní 2018 21:50 Aron Einar tók spretti eftir leik | Myndband Unnið er í því að koma landsliðsfyrirliðanum í stand fyrir HM. 7. júní 2018 22:18 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00
Twitter eftir jafnteflið: „Ég sem hélt að Gylfi væri svalastur á vellinum…” Ísland gerði 2-2 jafntefli við Gana á Laugardalsvelli í kvöld í síðasta vináttulandsleik liðsins áður en það heldur á HM í Rússlandi. 7. júní 2018 21:50
Aron Einar tók spretti eftir leik | Myndband Unnið er í því að koma landsliðsfyrirliðanum í stand fyrir HM. 7. júní 2018 22:18