Þyrlur Gæslunnar endurnýjaðar langt á undan áætlun: „Stórt skref fram á við“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. júní 2018 18:30 Tvær af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar verða endurnýjaðar nú um áramótin, fjórum árum fyrr en áætlað var. Endurnýjunin er innan þess leigusamnings sem er í gildi og mun ekki hafa aukinn kostnað í för með sér. Forstjórinn segir gæsluna vera að stíga skref inn í framtíðina. Landhelgisgæslan tók á móti fyrstu þyrlunni TF-LÍF, sem er þeirrar tegundar sem notaðar er í dag, fyrir tuttugu og þremur árum. Síðan þá hefur þyrlu flotinn stækkað vegna aukinna verkefna og um langa hríð hafa þrjár þyrlur verið í flugflotanum, allar af gerðinni Super Puma. TF-LÍF er eina þyrlan í eigu gæslunnar en hinar tvær er í leigu frá Knud Axel Ugland Holding, samkvæmt útboði. Í maí bauðst að skipta út leigvélunum fyrir nýrri vélar og eftir umhugsun og skoðun hjá flugdeild Landhelgisgæslunnar, Ríkiskaupum og dómsmálaráðuneytinu var ákeðið að þekkjast boðið. „Þetta þýðir stórt skref fram á við. Við náum með þessu að koma okkur inn í nútímann og brúa þetta bil þangað til við fáum nýjar þyrlur,“ segir Georg K. Lárusson, forstjóri LandhelgisgæslunnarGeorg Kr. Lárusson er forstjóri Landhelgisgæslunnar.Tilboð frá leigusalanum Áætlað er að þyrlunar tvær komi til landsins um áramótin en þær eru af gerðinni Airbus H225 og eru með fullkomnustu leitar- og björgunarþyrlum sem völ er á. Báðar vélarnar voru framleiddar árið 2010 og hafa á bilinu 2-3000 flugtíma að baki. Til samanburðar eru hinar leiguvélarnar sem hér eru af árgerð 1992 og 2002. „Við höfum um langt árabil leitað leiða til að uppfæra þessar þyrlur sem við erum með eða hreinlega fá nýrri og okkur bauðst þetta í gegnum leigusalann okkar,“ segir Georg.Þyrlur Landhelgisgæslunnar eru komnar til ára sinna.Engin ástæða til að efast um öryggi þeirra Þyrlur af þessari tegund voru kyrrsettar um allan heim í kjölfar þyrluslyss í Noregi árið 2016. En framleiðandinn brást við með endurbótum og uppfylla vélarnar nú allar lofthæfi- og öryggiskröfur Flugöryggisstofnunar Evrópu.Er einhver ástæða til að efast um flughæfni eða öryggi þessara véla?„Þær hafa verið rannsakar ítarlega og þær eru undir mjög ströngu og miklu eftirliti þannig að ég tel að það séu engar þyrlur í heiminum jafnöruggar í augnablikinu og þessar vélar,“ segir Georg. Endurnýjun vélanna nú mun ekki hafa neinn aukakostnaði í för með sér umfram þann sem leigusamningurinn kveður á um. „Það sem að hjálpar verulega í þessu máli er að þyrlurnar eru mjög svipaðar. Þær eru nýrri en engu að síður þarf þjálfun og Airbus mun standa straum af þeirri þjálfun.“ Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Sjá meira
Tvær af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar verða endurnýjaðar nú um áramótin, fjórum árum fyrr en áætlað var. Endurnýjunin er innan þess leigusamnings sem er í gildi og mun ekki hafa aukinn kostnað í för með sér. Forstjórinn segir gæsluna vera að stíga skref inn í framtíðina. Landhelgisgæslan tók á móti fyrstu þyrlunni TF-LÍF, sem er þeirrar tegundar sem notaðar er í dag, fyrir tuttugu og þremur árum. Síðan þá hefur þyrlu flotinn stækkað vegna aukinna verkefna og um langa hríð hafa þrjár þyrlur verið í flugflotanum, allar af gerðinni Super Puma. TF-LÍF er eina þyrlan í eigu gæslunnar en hinar tvær er í leigu frá Knud Axel Ugland Holding, samkvæmt útboði. Í maí bauðst að skipta út leigvélunum fyrir nýrri vélar og eftir umhugsun og skoðun hjá flugdeild Landhelgisgæslunnar, Ríkiskaupum og dómsmálaráðuneytinu var ákeðið að þekkjast boðið. „Þetta þýðir stórt skref fram á við. Við náum með þessu að koma okkur inn í nútímann og brúa þetta bil þangað til við fáum nýjar þyrlur,“ segir Georg K. Lárusson, forstjóri LandhelgisgæslunnarGeorg Kr. Lárusson er forstjóri Landhelgisgæslunnar.Tilboð frá leigusalanum Áætlað er að þyrlunar tvær komi til landsins um áramótin en þær eru af gerðinni Airbus H225 og eru með fullkomnustu leitar- og björgunarþyrlum sem völ er á. Báðar vélarnar voru framleiddar árið 2010 og hafa á bilinu 2-3000 flugtíma að baki. Til samanburðar eru hinar leiguvélarnar sem hér eru af árgerð 1992 og 2002. „Við höfum um langt árabil leitað leiða til að uppfæra þessar þyrlur sem við erum með eða hreinlega fá nýrri og okkur bauðst þetta í gegnum leigusalann okkar,“ segir Georg.Þyrlur Landhelgisgæslunnar eru komnar til ára sinna.Engin ástæða til að efast um öryggi þeirra Þyrlur af þessari tegund voru kyrrsettar um allan heim í kjölfar þyrluslyss í Noregi árið 2016. En framleiðandinn brást við með endurbótum og uppfylla vélarnar nú allar lofthæfi- og öryggiskröfur Flugöryggisstofnunar Evrópu.Er einhver ástæða til að efast um flughæfni eða öryggi þessara véla?„Þær hafa verið rannsakar ítarlega og þær eru undir mjög ströngu og miklu eftirliti þannig að ég tel að það séu engar þyrlur í heiminum jafnöruggar í augnablikinu og þessar vélar,“ segir Georg. Endurnýjun vélanna nú mun ekki hafa neinn aukakostnaði í för með sér umfram þann sem leigusamningurinn kveður á um. „Það sem að hjálpar verulega í þessu máli er að þyrlurnar eru mjög svipaðar. Þær eru nýrri en engu að síður þarf þjálfun og Airbus mun standa straum af þeirri þjálfun.“
Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels