Breska ríkisstjórnin kemur sér saman um Brexit-baktryggingu Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2018 14:38 Davis lagði hart að May forsætisráðherra að kveða skýrt á um tímamörk fyrir varaáætlun ef samningar nást ekki við ESB um viðskipti eftir Brexit. Vísir/Getty Tillaga um tímabundið framhald tollasamstarfs Breta og Evrópusambandsins eftir útgöngu Bretlands úr sambandinu var kynnt í dag eftir fundi Theresu May forsætisráðherra og David Davis, Evrópumálaráðherra ríkisstjórnar hennar. Um varaáætlun er að ræða ef Bretar og ESB ná ekki saman um tollamál fyrir útgönguna á næsta ári. Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu í lok mars á næsta ári. Lítið hefur hins vegar miðað í viðræðum um hvernig viðskiptum á milli þeirra verður háttað eftir útgönguna. Það hefur vakið áhyggjur um að koma þyrfti á hörðu landamæraeftirliti á landamærum Írlands, sem er í ESB, og Norður-Írlands sem er hluti af Bretlandi. Slík landamæri eru jafnvel talin geta ýft upp gömul sár á Norður-Írlandi og ógnað friði þar. Bæði bresk stjórnvöld og fulltrúar Evrópusambandsins hafa því talið brýnt að hafa einhvers konar varaáætlun náist samningar ekki. Breska ríkisstjórnin hefur unnið að tillögu sem fæli það í sér að tollar yrðu óbreyttir frá því sem nú eftir desember árið 2020 þegar 21 mánaðar aðlögunartíma eftir Brexit lýkur, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þær hugmyndir hafa hins vegar lagst illa í harðlínu útgöngusinna á Bretlandi. Þeir óttast að Bretland gæti þannig verið bundið tollabandalagi ESB um ókominn tíma og gæti ekki gert eigin fríverslunarsamninga. Bretar yrðu einnig áfram undir lögsögu Evrópudómstólsins. Davis Evrópumálaráðherra gerði kröfu um skýrt yrði kveðið á um tímaramma í varaáætlun af þessu tagi. Vangaveltur höfðu verið uppi um að Davis segði jafnvel af sér yrði May ekki við kröfum hans. Eftir fundi hans og May var tillaga kynnt í dag þar sem gert er ráð fyrir að áætlunin renni út í árslok 2021. Aðlögunartímabilið eftir Brexit yrði þannig í reynd framlengt um eitt ár. Forsenda þess er að fyrir þann tíma liggi fyrir samningur um framtíðarfyrirkomulag tolla á milli Bretlands og ESB. Brexit Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Tillaga um tímabundið framhald tollasamstarfs Breta og Evrópusambandsins eftir útgöngu Bretlands úr sambandinu var kynnt í dag eftir fundi Theresu May forsætisráðherra og David Davis, Evrópumálaráðherra ríkisstjórnar hennar. Um varaáætlun er að ræða ef Bretar og ESB ná ekki saman um tollamál fyrir útgönguna á næsta ári. Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu í lok mars á næsta ári. Lítið hefur hins vegar miðað í viðræðum um hvernig viðskiptum á milli þeirra verður háttað eftir útgönguna. Það hefur vakið áhyggjur um að koma þyrfti á hörðu landamæraeftirliti á landamærum Írlands, sem er í ESB, og Norður-Írlands sem er hluti af Bretlandi. Slík landamæri eru jafnvel talin geta ýft upp gömul sár á Norður-Írlandi og ógnað friði þar. Bæði bresk stjórnvöld og fulltrúar Evrópusambandsins hafa því talið brýnt að hafa einhvers konar varaáætlun náist samningar ekki. Breska ríkisstjórnin hefur unnið að tillögu sem fæli það í sér að tollar yrðu óbreyttir frá því sem nú eftir desember árið 2020 þegar 21 mánaðar aðlögunartíma eftir Brexit lýkur, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þær hugmyndir hafa hins vegar lagst illa í harðlínu útgöngusinna á Bretlandi. Þeir óttast að Bretland gæti þannig verið bundið tollabandalagi ESB um ókominn tíma og gæti ekki gert eigin fríverslunarsamninga. Bretar yrðu einnig áfram undir lögsögu Evrópudómstólsins. Davis Evrópumálaráðherra gerði kröfu um skýrt yrði kveðið á um tímaramma í varaáætlun af þessu tagi. Vangaveltur höfðu verið uppi um að Davis segði jafnvel af sér yrði May ekki við kröfum hans. Eftir fundi hans og May var tillaga kynnt í dag þar sem gert er ráð fyrir að áætlunin renni út í árslok 2021. Aðlögunartímabilið eftir Brexit yrði þannig í reynd framlengt um eitt ár. Forsenda þess er að fyrir þann tíma liggi fyrir samningur um framtíðarfyrirkomulag tolla á milli Bretlands og ESB.
Brexit Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira