Vísa burt hælisleitanda því hann var neyddur til að vinna fyrir skæruliða Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2018 11:05 Innflytjendadómstólar í Bandaríkjunum starfa undir dómsmálaráðuneyti landsins. Vísir/Getty Áfrýjunardómstóll í innflytjendamálum í Bandaríkjunum úrskurðaði í gær að kona frá El Salvador verði að yfirgefa landið. Skæruliðar rændu konunni og neyddu hana til að vinna fyrir sig fyrir tæpum þrjátíu árum. Það telur dómstólinn jafngilda því að konan tengist hryðjuverkahópi. Konunni var rænt í heimalandinu árið 1990. Skæruliðarnir hótuðu að drepa hana ef hún eldaði ekki og þrifi fyrir þá. Þeir neyddu hana einnig til að horfa á þegar þeir létu eiginmann hennar, sem var liðþjálfi í stjórnarhernum, grafa sína eigin gröf áður en hann var drepinn, að því er segir í skjölum málsins. Þessi „störf“ konunnar fyrir skæruliðana taldi innflytjendadómstóllinn jafngilda því að hefði veitt samtökum sem bandarísks stjórnvöld skilgreina sem hryðjuverkahóp „efnislega aðstoð“. Þar með ætti hún ekki rétt á hæli í Bandaríkjunum eða að láta stöðva brottvísun sína.Engin undanþága vegna nauðungarvinnu Konan komst ólöglega til Bandaríkjanna árið 1991 en fékk síðar tímabundið landvistarleyfi vegna náttúruhamfara í heimalandinu. Hún yfirgaf Bandaríkin um tíma en kom þangað aftur árið 2004. Yfirvöld reyndu að vísa henni úr landi og hefur mál hennar þvælst um í dómskerfinu í áraraðir, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Dómurinn klofnaði í máli konunnar. Tveir dómendur töldu að senda ætti hana úr landi en einn skilaði séráliti. Annar dómendanna sem mynduðu meirihlutann sagði að engin undanþága væri í lögunum um nauðgunarvinnu fyrir hryðjuverkasamtök. Dómandinn sem skilaði séráliti gagnrýndi félaga sína harðlega og sagði störf konunnar fyrir skæruliðana hafi verið svo smáleg að þau féllu ekki undir skilgreiningu á „efnislegri aðstoð“. Konan getur enn áfrýjað niðurstöðunni til alríkisdómstóls eða reynt að sannfæra Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, um að grípa inn í mál hennar. Blóðugt borgarastríð geisaði í El Salvador frá 1979 til 1992. Þar börðust nokkrar sveitir vinstrisinnaðra skæruliða gegn herforingjastjórn sem naut stuðnings Bandaríkjastjórnar. Bandaríkin El Salvador Flóttamenn Mið-Ameríka Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Áfrýjunardómstóll í innflytjendamálum í Bandaríkjunum úrskurðaði í gær að kona frá El Salvador verði að yfirgefa landið. Skæruliðar rændu konunni og neyddu hana til að vinna fyrir sig fyrir tæpum þrjátíu árum. Það telur dómstólinn jafngilda því að konan tengist hryðjuverkahópi. Konunni var rænt í heimalandinu árið 1990. Skæruliðarnir hótuðu að drepa hana ef hún eldaði ekki og þrifi fyrir þá. Þeir neyddu hana einnig til að horfa á þegar þeir létu eiginmann hennar, sem var liðþjálfi í stjórnarhernum, grafa sína eigin gröf áður en hann var drepinn, að því er segir í skjölum málsins. Þessi „störf“ konunnar fyrir skæruliðana taldi innflytjendadómstóllinn jafngilda því að hefði veitt samtökum sem bandarísks stjórnvöld skilgreina sem hryðjuverkahóp „efnislega aðstoð“. Þar með ætti hún ekki rétt á hæli í Bandaríkjunum eða að láta stöðva brottvísun sína.Engin undanþága vegna nauðungarvinnu Konan komst ólöglega til Bandaríkjanna árið 1991 en fékk síðar tímabundið landvistarleyfi vegna náttúruhamfara í heimalandinu. Hún yfirgaf Bandaríkin um tíma en kom þangað aftur árið 2004. Yfirvöld reyndu að vísa henni úr landi og hefur mál hennar þvælst um í dómskerfinu í áraraðir, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Dómurinn klofnaði í máli konunnar. Tveir dómendur töldu að senda ætti hana úr landi en einn skilaði séráliti. Annar dómendanna sem mynduðu meirihlutann sagði að engin undanþága væri í lögunum um nauðgunarvinnu fyrir hryðjuverkasamtök. Dómandinn sem skilaði séráliti gagnrýndi félaga sína harðlega og sagði störf konunnar fyrir skæruliðana hafi verið svo smáleg að þau féllu ekki undir skilgreiningu á „efnislegri aðstoð“. Konan getur enn áfrýjað niðurstöðunni til alríkisdómstóls eða reynt að sannfæra Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, um að grípa inn í mál hennar. Blóðugt borgarastríð geisaði í El Salvador frá 1979 til 1992. Þar börðust nokkrar sveitir vinstrisinnaðra skæruliða gegn herforingjastjórn sem naut stuðnings Bandaríkjastjórnar.
Bandaríkin El Salvador Flóttamenn Mið-Ameríka Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira