Miðað við höfðatölu höfum við náð óeðlilega góðum árangri Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. júní 2018 10:30 Sara, Katrín Tanja og Annie Mist hafa allar komist á verðlaunapall á heimsleikunum undanfarin ár, þar af hafa Annie og Katrín unnið tvívegis en Evert er vongóður um að þessar þrjár geri atlögu að fyrsta sætinu í ágúst. Fréttablaðið/eyþór Ísland mun eiga einn tíunda af þátttakendum í keppninni um hraustustu konu heims á CrossFit-leikunum í Bandaríkjunum í ágúst en alls taka fjórar íslenskar konur þátt. Þá keppir Björgvin Karl Guðmundsson í karlaflokki ásamt því að tveir unglingar fara út og keppa í sínum aldursflokki, en þau eru á sextánda aldursári. Um er að ræða síðasta stig CrossFit-leikanna þar sem aðeins fjörutíu sterkustu einstaklingar heims komast að. Tvær íslenskar konur, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Annie Mist Þórisdóttir, stefna á gullið á ný en þær hafa báðar unnið keppnina tvívegis og með því hlotið titilinn hraustasta kona heims. Oddrún Eik Gylfadóttir keppir í fyrsta sinn í einstaklingsflokki en Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir keppir fjórða árið í röð og reynir að bæta besta árangur sinn sem er þriðja sætið.Óeðlilega góður árangur Rúmar átta vikur eru í að heimsleikarnir hefjist en keppt er í unglinga- og einstaklingsflokki, flokki aldraðra og liðakeppni. Fara þarf í gegn um tvær undankeppnir til að komast inn á leikana sjálfa. „Þetta eru átta undanriðlar, fyrsta keppnin er opin öllum í heiminum og þar voru 340.000 manns sem voru skráðir til leiks. Bestu einstaklingarnir úr þeim komast í keppni sem er kölluð Regionals sem kláraðist um helgina og þar komast einstaklingar inn á leikana sjálfa, nú síðast Oddrún um helgina sem varð fimmti Íslendingurinn. Það má áætla að það séu um 170.000 sem byrji þetta og 40 standi eftir á leikunum sjálfum,“ sagði Evert Víglundsson, þjálfari og einn eigenda CrossFit Reykjavík, þegar Fréttablaðið heyrði í honum. „Þetta er orðið margra milljarða krónu virði, CrossFit-vörumerkið, og risastórt úti um allan heim,“ segir Evert en aðeins Bandaríkin eiga fleiri þátttakendur á leikunum. „Það er í raun magnað, það er engin önnur þjóð en Bandaríkjamenn sem á jafn marga sem keppa á leikunum og þar ofan á erum við með meirihluta verðlaunanna líka, sérstaklega kvennamegin. Í raun er þetta óeðlilega góður árangur í þessum keppnum, sérstaklega ef litið er til þess að við erum í raun jafn mörg og íbúar í þorpi í Bandaríkjunum.“ Hann var nokkuð vongóður fyrir hönd íslenska keppnisfólksins um að komast á verðlaunapall. „Ég tel miklar líkur á því, sérstaklega í kvennaflokki þar sem Annie, Katrín og Sara eru líklegar til að berjast um toppsætin. Það eru meiri líkur þar en í karlaflokki. Mat Fraser, sem hefur unnið undanfarin tvö ár, virðist vera ósnertanlegur (e. alpha male).“ Þá keppa tveir Íslendingar í unglingaflokki í flokki 16-17 ára og því er ljóst að framtíðin er björt. Einnig er keppt í flokki sextugra og eldri sem er elsti flokkurinn á heimsleikunum. Aðrar íþróttir Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Sjá meira
Ísland mun eiga einn tíunda af þátttakendum í keppninni um hraustustu konu heims á CrossFit-leikunum í Bandaríkjunum í ágúst en alls taka fjórar íslenskar konur þátt. Þá keppir Björgvin Karl Guðmundsson í karlaflokki ásamt því að tveir unglingar fara út og keppa í sínum aldursflokki, en þau eru á sextánda aldursári. Um er að ræða síðasta stig CrossFit-leikanna þar sem aðeins fjörutíu sterkustu einstaklingar heims komast að. Tvær íslenskar konur, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Annie Mist Þórisdóttir, stefna á gullið á ný en þær hafa báðar unnið keppnina tvívegis og með því hlotið titilinn hraustasta kona heims. Oddrún Eik Gylfadóttir keppir í fyrsta sinn í einstaklingsflokki en Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir keppir fjórða árið í röð og reynir að bæta besta árangur sinn sem er þriðja sætið.Óeðlilega góður árangur Rúmar átta vikur eru í að heimsleikarnir hefjist en keppt er í unglinga- og einstaklingsflokki, flokki aldraðra og liðakeppni. Fara þarf í gegn um tvær undankeppnir til að komast inn á leikana sjálfa. „Þetta eru átta undanriðlar, fyrsta keppnin er opin öllum í heiminum og þar voru 340.000 manns sem voru skráðir til leiks. Bestu einstaklingarnir úr þeim komast í keppni sem er kölluð Regionals sem kláraðist um helgina og þar komast einstaklingar inn á leikana sjálfa, nú síðast Oddrún um helgina sem varð fimmti Íslendingurinn. Það má áætla að það séu um 170.000 sem byrji þetta og 40 standi eftir á leikunum sjálfum,“ sagði Evert Víglundsson, þjálfari og einn eigenda CrossFit Reykjavík, þegar Fréttablaðið heyrði í honum. „Þetta er orðið margra milljarða krónu virði, CrossFit-vörumerkið, og risastórt úti um allan heim,“ segir Evert en aðeins Bandaríkin eiga fleiri þátttakendur á leikunum. „Það er í raun magnað, það er engin önnur þjóð en Bandaríkjamenn sem á jafn marga sem keppa á leikunum og þar ofan á erum við með meirihluta verðlaunanna líka, sérstaklega kvennamegin. Í raun er þetta óeðlilega góður árangur í þessum keppnum, sérstaklega ef litið er til þess að við erum í raun jafn mörg og íbúar í þorpi í Bandaríkjunum.“ Hann var nokkuð vongóður fyrir hönd íslenska keppnisfólksins um að komast á verðlaunapall. „Ég tel miklar líkur á því, sérstaklega í kvennaflokki þar sem Annie, Katrín og Sara eru líklegar til að berjast um toppsætin. Það eru meiri líkur þar en í karlaflokki. Mat Fraser, sem hefur unnið undanfarin tvö ár, virðist vera ósnertanlegur (e. alpha male).“ Þá keppa tveir Íslendingar í unglingaflokki í flokki 16-17 ára og því er ljóst að framtíðin er björt. Einnig er keppt í flokki sextugra og eldri sem er elsti flokkurinn á heimsleikunum.
Aðrar íþróttir Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Sjá meira