Enski boltinn

Guardiola fékk tveggja leikja bann og Liverpool sektað

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guardiola lætur dómarana heyra það.
Guardiola lætur dómarana heyra það. vísir/getty
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann í Meistaradeild Evrópu en hann var rekinn af velli í síðari leiknum gegn Liverpool.

Einn leikur er skilorðsbundinn en Guardiola hraunaði yfir dómarana í síðari leiknum gegn Liverpool í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Í kjölfarið var hann sendur upp í stúku.

UEFA hefur einnig sektað Liverpool um 20 þúsund evrur eftir að liðið lagði rútu City í rúst fyrir fyrri leik liðanna. Einnig var Liverpool sektað fyrir að kveikja á blysum í leikjunum gegn City og Roma.

Sektin var þó ögn meiri sem Zenit frá Pétursborg fékk. Þeir fengu sekt upp á rúmar 61 þúsund evrur fyrir háttsemi stuðningsmanna í viðureign liðsins gegn Red Bull Leipzig í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Stuðningsmenn Zenit voru með rasmisma söngva í garð leikmanna Leipzig og spilar Zenit einnig næsta heimaleik sinn fyrir luktum dyrum vegna hegðun stuðningsmanna liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×