„Íslenska liðið er hæfileikalaust og ofmetið og má fokka sér“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. júní 2018 15:00 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í íslenska landsliðinu fá ekki góðar kveðjur frá Hollandi. Vísir/Andri Marinó The Guardian birtir skemmtilega grein á heimasíðu sinni dag þar sem stuðningsmenn þeirra þjóða sem ekki komust á HM eru spurðir með hverjum þeir ætla að halda í Rússlandi og hvaða liði þeir halda á móti. Eins og búast mátti við eru margir sem ætla að halda með Íslandi. Þar má nefna Katalóníu, Færeyjar, Gana, Ítalíu og Norður-Írland. „Ég held með Íslandi. Það er ekki hægt annað en að halda með þjóð sem telur ekki fleiri en 335.000 keppa á stærsta sviðinu,“ segir ítalski stuðningsmaðurinn og sá katalónski er einnig hrifinn. „Ég held með Íslandi og Argentínu. Íslenska liðið var magnað í undankeppninni en ég býst ekki við að það vinni HM. Þegar að það dettur út held ég með Argentínu út af Messi. Ég er frá Barcelona.“Þessi dagur var erfiðari fyrir Hollendinga en við héldum greinilega.vísir/gettyFæreyski stuðningsmaðurinn segist halda með Íslandi því það eru frændur sínir og Ganverjinn hreifst af frammistöðu og baráttuanda íslensku strákanna á EM 2016. Það er aðeins einn stuðningsmaður sem segist halda á móti Íslandi og það er Hollendingurinn. Hollendingar eru greinilega enn í sárum eftir skellina tvo sem þeir fengu í undankeppni EM 2016 gegn Íslandi en hollenska liðið var skilið eftir í riðlakeppninni. „Ísland má fokka sér. Fyrir tveimur árum heilluðustu allir af hvað þeir voru flottir og heiðarlegir á velli og allar fjölskyldurnar þeirra voru í stúkunni og eitthvað,“ segir sá hollenski og heldur reiður áfram: „Það voru allir heillaðir af hversu mikið þeir lögðu á sig og hversu mikil liðsheild þetta var. En, þetta lið er algjörlega hæfileikalaust, ofmetið og pirrandi. Út með það“ segir stuðningsmaður Hollands. Pirringur þess hollenska verður líklega ekkert minni þegar að strákarnir okkar ganga út á völlinn í Moskvu 16. júní til leiks á móti Argentínu en hollenska landsliðið verður heima að þessu sinni. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Sjá meira
The Guardian birtir skemmtilega grein á heimasíðu sinni dag þar sem stuðningsmenn þeirra þjóða sem ekki komust á HM eru spurðir með hverjum þeir ætla að halda í Rússlandi og hvaða liði þeir halda á móti. Eins og búast mátti við eru margir sem ætla að halda með Íslandi. Þar má nefna Katalóníu, Færeyjar, Gana, Ítalíu og Norður-Írland. „Ég held með Íslandi. Það er ekki hægt annað en að halda með þjóð sem telur ekki fleiri en 335.000 keppa á stærsta sviðinu,“ segir ítalski stuðningsmaðurinn og sá katalónski er einnig hrifinn. „Ég held með Íslandi og Argentínu. Íslenska liðið var magnað í undankeppninni en ég býst ekki við að það vinni HM. Þegar að það dettur út held ég með Argentínu út af Messi. Ég er frá Barcelona.“Þessi dagur var erfiðari fyrir Hollendinga en við héldum greinilega.vísir/gettyFæreyski stuðningsmaðurinn segist halda með Íslandi því það eru frændur sínir og Ganverjinn hreifst af frammistöðu og baráttuanda íslensku strákanna á EM 2016. Það er aðeins einn stuðningsmaður sem segist halda á móti Íslandi og það er Hollendingurinn. Hollendingar eru greinilega enn í sárum eftir skellina tvo sem þeir fengu í undankeppni EM 2016 gegn Íslandi en hollenska liðið var skilið eftir í riðlakeppninni. „Ísland má fokka sér. Fyrir tveimur árum heilluðustu allir af hvað þeir voru flottir og heiðarlegir á velli og allar fjölskyldurnar þeirra voru í stúkunni og eitthvað,“ segir sá hollenski og heldur reiður áfram: „Það voru allir heillaðir af hversu mikið þeir lögðu á sig og hversu mikil liðsheild þetta var. En, þetta lið er algjörlega hæfileikalaust, ofmetið og pirrandi. Út með það“ segir stuðningsmaður Hollands. Pirringur þess hollenska verður líklega ekkert minni þegar að strákarnir okkar ganga út á völlinn í Moskvu 16. júní til leiks á móti Argentínu en hollenska landsliðið verður heima að þessu sinni.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Sjá meira