Lífið

Ísland sagt Instagram-vænasti staður heims

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Bláa lónið er talinn einn Instagram-vænasti áfangastaður landsins.
Bláa lónið er talinn einn Instagram-vænasti áfangastaður landsins. Instagram
Ástralska útgáfa dægurmálarisans Cosmopolitan telur Ísland vera myndrænasta land heims. Enginn annar staður á jörðinni sé jafn „Instrgram-vænn“ eins og blaðið kemst að orði.

Glanstímaritið ráðleggur því lesendum sínum að halda til Íslands vilji þeir sanka að sér „lækum“ á samfélagsmiðlum. Að mati blaðsins eru það fimm myndefni sem lesendur ættu helst að reyna að fanga vilji þeir fara á flug á Instgram: Norðurljósin, Bláa lónið, Skaftafell, Vatnajökulsþjóðgarð og svartar strendur Suðurlands.

Í umfjöllun blaðsins er hvert og eitt myndefni útskýrt og tekin dæmi af fallegum Instragram-myndum. Þannig sé til að mynda mikilvægt að koma sér út fyrir bæjarmörkin vilji lesendur ná mynd af norðurljósunum og hafi þeir áhuga á íshellakönnun ættu þeir að koma að vetrarlagi.

Hér má nálgast umfjöllun blaðsins og að neðan má sjá nokkrar myndir sem Cosmopolitan þykir til marks um samfélagsmiðlafegurð landsins.


Tengdar fréttir

Ísland best á heildina litið að mati TripAdvisor

Ísland er efst á blaði í þremur flokkum í nýrri könnun ferðasíðunnar Tripadvisor. Ísland er best á heildina litið sem og þegar kemur að veitingastöðum og upplifunum að mati Tripadvisor.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×