Eldfimt ástand í Jórdaníu eftir fjölmennustu mótmæla í áraraðir Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 3. júní 2018 18:01 Jórdaníu hefur til þess að mestu sloppið við þau átök og róstur sem einkenna mörg grannríki þeirra fyrir botni Miðjarðarhafs Vísir/Getty Öldungadeild jórdanska þingsins kom saman á neyðarfundi í dag eftir langfjölmennustu mótmæli sem sést hafa í landinu í áráraðir. Mótmælendur krefjast þess að ríkisstjórnin segi af sér og hætti við að fylgja fyrirmælum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um niðurskurð og skattahækkanir. Um þrjú þúsund manns reyndu að komast alla leið að forsætisráðuneytinu í Amman en komust ekki langt vegna mikils viðbúnaðar óeyrðarlögreglu. Mótmælin hófust á miðvikudaginn þegar verkalýðsfélög hvöttu almenning til að rísa upp gegn óstjórn og fátækt. Öryggissveitir hafa verið fjölmennar i höfuðborginni og beitt táragasi nokkrum sinnum en lítið hefur verið um hörð átök. Einn mótmælandi sem sjónvarpsstöðin Al Jazeera ræddi við sagði þó að þetta gæti ekki haldið svona áfram lengi. Á milli mótmæla væri fólk að róta í ruslatunnum og gámum til að finna mat fyrir sig og börnin sín. Kaupmáttur almennings í Jórdaníu fer hratt lækkandi, atvinnuleysi er mikið og matvæla og aðrar nauðsynjar hækka sífellt í verði. Eldsneytisverð hefur hækkað fimm sinnum það sem af er þessu ári og rafmagn er 55% dýrara en það var í febrúar. Atvinnuleysi er 19% og fimmtungur þjóðarinnar er undir fátæktarmörkum. Þær tillögur AGS að hækka skatta, afnema niðurgreiðslur og draga úr þjónustu hafa skiljanlega mælst afar illa fyrir meðal almennings við þessar aðstæður. Jórdanía Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Öldungadeild jórdanska þingsins kom saman á neyðarfundi í dag eftir langfjölmennustu mótmæli sem sést hafa í landinu í áráraðir. Mótmælendur krefjast þess að ríkisstjórnin segi af sér og hætti við að fylgja fyrirmælum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um niðurskurð og skattahækkanir. Um þrjú þúsund manns reyndu að komast alla leið að forsætisráðuneytinu í Amman en komust ekki langt vegna mikils viðbúnaðar óeyrðarlögreglu. Mótmælin hófust á miðvikudaginn þegar verkalýðsfélög hvöttu almenning til að rísa upp gegn óstjórn og fátækt. Öryggissveitir hafa verið fjölmennar i höfuðborginni og beitt táragasi nokkrum sinnum en lítið hefur verið um hörð átök. Einn mótmælandi sem sjónvarpsstöðin Al Jazeera ræddi við sagði þó að þetta gæti ekki haldið svona áfram lengi. Á milli mótmæla væri fólk að róta í ruslatunnum og gámum til að finna mat fyrir sig og börnin sín. Kaupmáttur almennings í Jórdaníu fer hratt lækkandi, atvinnuleysi er mikið og matvæla og aðrar nauðsynjar hækka sífellt í verði. Eldsneytisverð hefur hækkað fimm sinnum það sem af er þessu ári og rafmagn er 55% dýrara en það var í febrúar. Atvinnuleysi er 19% og fimmtungur þjóðarinnar er undir fátæktarmörkum. Þær tillögur AGS að hækka skatta, afnema niðurgreiðslur og draga úr þjónustu hafa skiljanlega mælst afar illa fyrir meðal almennings við þessar aðstæður.
Jórdanía Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira