Búið að semja um myndun nýs meirihluta á Akranesi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. júní 2018 13:24 Sjálfstæðisflokkurinn var með hreinan meirihluta á Akranesi á síðasta kjörtímabili. Vísir/GVA Samfylkingin og Framsókn og frjálsir á Akranesi hafa gengið frá málefnasamningi um myndun nýs meirihluta á Akranesi. Samningurinn verður lagður fyrir félagsmenn í kvöld. Sævar Freyr Þráinsson mun áfram verða bæjarstjóri sveitarfélagsins. Elsa Lára Arnarsdóttir oddviti Framsóknar og áháðra staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Framsókn og frjálsir og Samfylkingin eru búin að ganga frá samningi sín á milli um meirihlutasamstarf. Það eru félagsfundir hjá báðum félögunum klukkan átta í kvöld og þá verður samningurinn lagður fyrir félagsmenn. Þá kemur í ljós hvað verður.“ Kjörnir bæjarfulltrúar flokkanna á Akranesi hafa fundað saman síðustu daga. Búist er við að samningurinn verði undirritaður fljótlega. „Við höfum verið í sambandi við okkar fólk og höfum landað málefnasamningi sem að við erum öll sátt við, mjög sátt við. Hann verður borinn undir félagsmenn í kvöld og ef samþykki fæst þá verður skrifað undir.“ Elsa segir að það sé vilji beggja flokka að Sævar Freyr verði áfram bæjarstjóri og það sé komið samkomulag um það við hann sjálfan.Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóriSkjáskot/Stöð2Áhersla á fjölskyldur Sjálfstæðisflokkurinn var í hreinum meirihluta á síðasta kjörtímabili og hlaut 41,4 prósent í kosningunum um síðustu helgi og missti því einn bæjarfulltrúa. Samfylkingin hlaut 31,2 prósent atkvæða og Framsóknarflokkurinn 21,8 prósent. Níu manns skipa bæjarstjórn á Akranesi. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra menn inn, Samfylkingin þrjá og Framsókn tvo. Miðflokkurinn hlaut aðeins 5,7 prósent atkvæða og náði ekki manni inn. Því var ljóst strax að mynda þyrfti nýjan meirihluta á Skaganum en Elsa Lára segir að umræðurnar síðustu daga hafi gengið mjög vel og flokkarnir náðu vel saman um stærstu málefnin. „Við leggjum mjög mikla áherslu á Akranes sem fjölskylduvænt samfélag. Það er að horfa inn í menntamál, inn í dagvistunarmál, inn í velferðarmálin. Auk þess leggjum við mikla áherslu á atvinnumál því ef við eigum að eiga inni fyrir uppbyggingu og sækja fram í velferðar- og fjölskyldumálum þá þarf atvinnan að vera til staðar.“Bæjarfulltrúar á AkranesiVísir/GvendurLíkar stefnuskrár Hún segir að enginn ágreiningur hafi komið upp á milli fulltrúa flokkanna tveggja. „Þetta hefur í rauninni bara gengið ótrúlega vel og við höfum verið mjög samstíga í öllum málum og búin að þurfa mjög erfið mál í þessu. Stefnuskrárnar voru allar mjög líkar og mjög líkar hjá okkur báðum og málefnasamningurinn endurspeglar þau atriði.“ Aðspurð hvort samstarf með Sjálfstæðisflokki hafi komið til greina svarar Elsa: „Við kölluðum þau á fund okkar og buðum þeim ákveðin sæti en þau ákváðu að taka það ekki og þar við situr bara.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15 Lokatölur frá Akranesi: Mynda þarf nýjan meirihluta á Skaganum Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur á Akranesi en náði ekki hreinum meirihluta. 27. maí 2018 01:16 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Samfylkingin og Framsókn og frjálsir á Akranesi hafa gengið frá málefnasamningi um myndun nýs meirihluta á Akranesi. Samningurinn verður lagður fyrir félagsmenn í kvöld. Sævar Freyr Þráinsson mun áfram verða bæjarstjóri sveitarfélagsins. Elsa Lára Arnarsdóttir oddviti Framsóknar og áháðra staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Framsókn og frjálsir og Samfylkingin eru búin að ganga frá samningi sín á milli um meirihlutasamstarf. Það eru félagsfundir hjá báðum félögunum klukkan átta í kvöld og þá verður samningurinn lagður fyrir félagsmenn. Þá kemur í ljós hvað verður.“ Kjörnir bæjarfulltrúar flokkanna á Akranesi hafa fundað saman síðustu daga. Búist er við að samningurinn verði undirritaður fljótlega. „Við höfum verið í sambandi við okkar fólk og höfum landað málefnasamningi sem að við erum öll sátt við, mjög sátt við. Hann verður borinn undir félagsmenn í kvöld og ef samþykki fæst þá verður skrifað undir.“ Elsa segir að það sé vilji beggja flokka að Sævar Freyr verði áfram bæjarstjóri og það sé komið samkomulag um það við hann sjálfan.Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóriSkjáskot/Stöð2Áhersla á fjölskyldur Sjálfstæðisflokkurinn var í hreinum meirihluta á síðasta kjörtímabili og hlaut 41,4 prósent í kosningunum um síðustu helgi og missti því einn bæjarfulltrúa. Samfylkingin hlaut 31,2 prósent atkvæða og Framsóknarflokkurinn 21,8 prósent. Níu manns skipa bæjarstjórn á Akranesi. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra menn inn, Samfylkingin þrjá og Framsókn tvo. Miðflokkurinn hlaut aðeins 5,7 prósent atkvæða og náði ekki manni inn. Því var ljóst strax að mynda þyrfti nýjan meirihluta á Skaganum en Elsa Lára segir að umræðurnar síðustu daga hafi gengið mjög vel og flokkarnir náðu vel saman um stærstu málefnin. „Við leggjum mjög mikla áherslu á Akranes sem fjölskylduvænt samfélag. Það er að horfa inn í menntamál, inn í dagvistunarmál, inn í velferðarmálin. Auk þess leggjum við mikla áherslu á atvinnumál því ef við eigum að eiga inni fyrir uppbyggingu og sækja fram í velferðar- og fjölskyldumálum þá þarf atvinnan að vera til staðar.“Bæjarfulltrúar á AkranesiVísir/GvendurLíkar stefnuskrár Hún segir að enginn ágreiningur hafi komið upp á milli fulltrúa flokkanna tveggja. „Þetta hefur í rauninni bara gengið ótrúlega vel og við höfum verið mjög samstíga í öllum málum og búin að þurfa mjög erfið mál í þessu. Stefnuskrárnar voru allar mjög líkar og mjög líkar hjá okkur báðum og málefnasamningurinn endurspeglar þau atriði.“ Aðspurð hvort samstarf með Sjálfstæðisflokki hafi komið til greina svarar Elsa: „Við kölluðum þau á fund okkar og buðum þeim ákveðin sæti en þau ákváðu að taka það ekki og þar við situr bara.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15 Lokatölur frá Akranesi: Mynda þarf nýjan meirihluta á Skaganum Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur á Akranesi en náði ekki hreinum meirihluta. 27. maí 2018 01:16 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15
Lokatölur frá Akranesi: Mynda þarf nýjan meirihluta á Skaganum Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur á Akranesi en náði ekki hreinum meirihluta. 27. maí 2018 01:16