Hver á að borga hótelið fyrir Kim Jong-un? Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júní 2018 23:30 Embættismaður á vegum Norður-Kóreu færð Donald Trump bréf frá Kim Jong-un í vikunni. Vísir/Getty Nú þegar allt lítur út að verði af leiðtogafundi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu sitja embættismenn ríkjanna nú á rökstólum til þess að undirbúa fundinn. Meðal þess sem rætt hefur verið er hver eigi að greiða fyrir hótelgistingu leiðtoga Norður-Kóreu. Eftir að hafa tilkynnt nokkuð óvænt í fyrri viku um að ekkert yrði af fundinum tilkynnti Trump á föstudag að stefnt væri að því að halda fundinn sögulega þann 12. júní næstkomandi í Singapore.Washington Post greinir frá því í kvöld að vegna þess hversu viðskiptaþvinganir Vesturveldanna og annarra ríkja hafi leikið Norður-Kóreu grátt hafi Kim Jong-un farið fram á það að annað ríki greiði fyrir hótelherbergi hans í Singapore á meðan fundinum stendur. Bandaríska blaðið greinir frá því að Kim hafi krafist þess að gista í svítu á hinu fimm stjörnu Fullerton-hóteli í Singapore, þar sem nóttin kostar sex þúsund dollara, um 600 þúsund krónur. Eru embættismenn Bandaríkjanna sagðir vera tilbúnir til þess að verða við þeirri ósk en einnig sé til skoðunar að yfirvöld í Singapore greiði reikninginn. Þá hafa ICAN-samtökin sem helga sig baráttunni gegn kjarnorkuvopnavá boðist til þess að greiða reikninginn með hluta verðlaunafésins sem samtökin fengu þegar þau hlutu friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári. Enn á eftir að ákveða nákvæma staðsetningu fyrir fund leiðtoganna tveggja en talið er að helst sé verið að horfa til hótels á eyjunni Sentosa, undan ströndum Singapore. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump hættur við að hætta við fundinn með Kim Forsetinn tilkynnti þetta eftir að sendifulltrúi Norður-Kóreu afhenti honum bréf frá Kim Jong-un. 1. júní 2018 18:59 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Erlent Fleiri fréttir Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Sjá meira
Nú þegar allt lítur út að verði af leiðtogafundi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu sitja embættismenn ríkjanna nú á rökstólum til þess að undirbúa fundinn. Meðal þess sem rætt hefur verið er hver eigi að greiða fyrir hótelgistingu leiðtoga Norður-Kóreu. Eftir að hafa tilkynnt nokkuð óvænt í fyrri viku um að ekkert yrði af fundinum tilkynnti Trump á föstudag að stefnt væri að því að halda fundinn sögulega þann 12. júní næstkomandi í Singapore.Washington Post greinir frá því í kvöld að vegna þess hversu viðskiptaþvinganir Vesturveldanna og annarra ríkja hafi leikið Norður-Kóreu grátt hafi Kim Jong-un farið fram á það að annað ríki greiði fyrir hótelherbergi hans í Singapore á meðan fundinum stendur. Bandaríska blaðið greinir frá því að Kim hafi krafist þess að gista í svítu á hinu fimm stjörnu Fullerton-hóteli í Singapore, þar sem nóttin kostar sex þúsund dollara, um 600 þúsund krónur. Eru embættismenn Bandaríkjanna sagðir vera tilbúnir til þess að verða við þeirri ósk en einnig sé til skoðunar að yfirvöld í Singapore greiði reikninginn. Þá hafa ICAN-samtökin sem helga sig baráttunni gegn kjarnorkuvopnavá boðist til þess að greiða reikninginn með hluta verðlaunafésins sem samtökin fengu þegar þau hlutu friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári. Enn á eftir að ákveða nákvæma staðsetningu fyrir fund leiðtoganna tveggja en talið er að helst sé verið að horfa til hótels á eyjunni Sentosa, undan ströndum Singapore.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump hættur við að hætta við fundinn með Kim Forsetinn tilkynnti þetta eftir að sendifulltrúi Norður-Kóreu afhenti honum bréf frá Kim Jong-un. 1. júní 2018 18:59 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Erlent Fleiri fréttir Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Sjá meira
Trump hættur við að hætta við fundinn með Kim Forsetinn tilkynnti þetta eftir að sendifulltrúi Norður-Kóreu afhenti honum bréf frá Kim Jong-un. 1. júní 2018 18:59