Fótbolti

Frederik: Getur verið vitur eftir á

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frederik Schram.
Frederik Schram. vísir/Anton
Frederik Schram, markvörður Íslands gegn Noregi í kvöld, sagðist sjá eftir því að hafa reynt að sóla Joshua King í öðru marki Noregs í kvöld.

Kári sendi boltann til baka á Schram og King pressaði Schram sem varð til þess að markvörðurinn tapaði boltanum og King skoraði í autt markið. Schram var svekktur í leikslok.

„Þetta var ekki það sem ég vonaðist eftir. Þegar þú sem markvörður gerir mistök geturu kíkt á töfluna og talið þau,” sagði Frederik í leikslok.

„Í dag var þetta ekki eins og ég vonaðist eftir en svoleiðis er það stundum. Markverðir eru í ábyrgðarhlutverki og allir gera mistök en þú verður að sýna að þú sért nægilega sterkur að koma til baka. Ég kem sterkari til baka.”

„Þegar ég geri mistök eins og þessi þá geturu verið vitur eftir á. Ég hefði getað komið þessu í innkast en mér fannst vera of nálægt mér svo hefði ég sparkað í fyrsta þá hefði ég getað skotið boltanum beint í hann.”

„Ég breytti því um ákvörðun og þá gerast stundum hlutir eins og þessir. Þannig er það bara,” en hvað ætlar hann að gera til þess að koma sér aftur á rétta sporið?

„Allir gera mistök. Ég geri svo miklar kröfur á sjálfan mig það það er ekki hægt að vera svekktari en ég er núna. Ég veit hvað ég get og er góður markvörður en því miður sýndi ég ekki eins mikið og ég vildi í dag. Ég kem sterkari til baka.”


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×