Sádar hóta að beita síkröftugra herliði sínu gegn Katar Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 2. júní 2018 09:51 Sádar verja miklu hærra hlutfalli þjóðarframleiðslu til hernaðar en nokkurt annað ríki heims. Meira að segja Ísraelsmenn komast ekki í hálfkvist við Sáda í þeim efnum. Vísir/Getty Salman konungur Sádí-Arabíu hótar nágrönnum sínum í Katar stríði ef þeir taka við sendingum fullkominna loftvarnarflauga frá Rússlandi. Í samtali við franska dagblaðið Le Monde segist Salman hafa djúpar áhyggjur af fyrirhugaðri sölu S-400 loftvarnarkerfisins til Katara. Sádar hafa ásamt bandamönnum sínum í Egyptalandi, Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmunum haldið Katar í herkví í tæpt ár. Þeir saka stjórnvöld í Katar um að ganga erinda Írana og styðja hryðjuverkastarfsemi. Það verður að teljast nokkuð grátbroslegt miðað við það gríðarstóra hlutverk sem Sádar hafa sjálfir leikið í nútímasögu hryðjuverka. Í raun snýst deilan um átök tveggja valdablokka við Persaflóann og ótta Sáda við að Íran styrki stöðu sína á þeirra kostnað. Það endurspeglast í kröfum Sáda og bandamanna. Þeir hóta að halda Katar í herkví um komandi framtíð nema ríkisstjórn Katars leggi niður gervihnattasjónvarpsstöðina Al Jazeera og loki tyrkneskri herstöð. Sádar líta á Al Jazeera sem hættulega áróðursvél gegn konungsveldinu og tyrknesku herstöðina sem ögrun við vaxandi hervald þeirra við Persaflóa. Ef litið er á hernaðarútgjöld Sádí-Arabíu verður myndin enn skýrari. Sádar hafa stóraukið hernaðarútgjöld sín síðustu ár og heija nú umfangsmikið stríð í Jemen auk þess að hafa íhlutast umtalsvert í borgarastríðinu í Sýrlandi. Það er liður í áætlun þeirra um að verða óumdeilt pólitískt og hernaðarlegt stórveldi Persaflóans og Miðausturlanda almennt. Á kostnað Írans. Sádar flytja nú inn meira magn hergagna en nokkurt annað ríki heims. Enn meira sláandi er sú staðreynd að eftir mikla hernaðaruppbyggingu síðustu ára er Sádí-Arabía það ríki sem eyðir langstærstu hlutfalli þjóðarframleiðslu sinnar í hernað. Meira en tíu prósent af vergri þjóðarframleiðslu Sáda, sem er umtalsverð þökk sé gjöfulum olíulindum, rennur beint til hernaðarútgjalda. Ísrael, sem er í öðru sæti á heimslistanum en tróndi lengi á toppnum, ver helmingi minna hlutfalli eða rétt rúmum fimm prósentum vergrar þjóðarframleiðslu til að viðhalda hernaðarmætti sínum sem er einn sá mesti í heimi. Fjárfestingar Sáda á sviði hernaðar eru því til þess fallnar að breyta valdajafnvægi Miðausturlanda til lengri tíma og vekja ótta Írana, Katara og annarra fjandmanna Sáda um að þeim sé alvara með hótunum sínum um beinan hernað í Persaflóa. Barein Katar Sádi-Arabía Jemen Tengdar fréttir Sádar skutu niður sjö eldflaugar frá Jemen Einn maður lét lífið þegar hann varð fyrir braki úr einni eldflauginni. 26. mars 2018 11:19 Í köldu stríði Íranar og Sádi-Arabar hafa í áratugaraðir tekist á um völdin í Mið-Austurlöndum. Sífellt hitnar í kolunum. Styðja sína hliðina hvorir í Sýrlandi og Jemen. 7. apríl 2018 11:00 Hernaðarútgjöld heimsins ekki verið hærri frá kalda stríði Framlög til varnarmála aukast enn á heimsvísu á milli ára og hafa ekki verið eins há frá lokum kalda stríðsins. Þetta kemur fram í nýrri samantekt SIPRI, Stochholm International Peace Research Institute. 2. maí 2018 11:03 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Salman konungur Sádí-Arabíu hótar nágrönnum sínum í Katar stríði ef þeir taka við sendingum fullkominna loftvarnarflauga frá Rússlandi. Í samtali við franska dagblaðið Le Monde segist Salman hafa djúpar áhyggjur af fyrirhugaðri sölu S-400 loftvarnarkerfisins til Katara. Sádar hafa ásamt bandamönnum sínum í Egyptalandi, Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmunum haldið Katar í herkví í tæpt ár. Þeir saka stjórnvöld í Katar um að ganga erinda Írana og styðja hryðjuverkastarfsemi. Það verður að teljast nokkuð grátbroslegt miðað við það gríðarstóra hlutverk sem Sádar hafa sjálfir leikið í nútímasögu hryðjuverka. Í raun snýst deilan um átök tveggja valdablokka við Persaflóann og ótta Sáda við að Íran styrki stöðu sína á þeirra kostnað. Það endurspeglast í kröfum Sáda og bandamanna. Þeir hóta að halda Katar í herkví um komandi framtíð nema ríkisstjórn Katars leggi niður gervihnattasjónvarpsstöðina Al Jazeera og loki tyrkneskri herstöð. Sádar líta á Al Jazeera sem hættulega áróðursvél gegn konungsveldinu og tyrknesku herstöðina sem ögrun við vaxandi hervald þeirra við Persaflóa. Ef litið er á hernaðarútgjöld Sádí-Arabíu verður myndin enn skýrari. Sádar hafa stóraukið hernaðarútgjöld sín síðustu ár og heija nú umfangsmikið stríð í Jemen auk þess að hafa íhlutast umtalsvert í borgarastríðinu í Sýrlandi. Það er liður í áætlun þeirra um að verða óumdeilt pólitískt og hernaðarlegt stórveldi Persaflóans og Miðausturlanda almennt. Á kostnað Írans. Sádar flytja nú inn meira magn hergagna en nokkurt annað ríki heims. Enn meira sláandi er sú staðreynd að eftir mikla hernaðaruppbyggingu síðustu ára er Sádí-Arabía það ríki sem eyðir langstærstu hlutfalli þjóðarframleiðslu sinnar í hernað. Meira en tíu prósent af vergri þjóðarframleiðslu Sáda, sem er umtalsverð þökk sé gjöfulum olíulindum, rennur beint til hernaðarútgjalda. Ísrael, sem er í öðru sæti á heimslistanum en tróndi lengi á toppnum, ver helmingi minna hlutfalli eða rétt rúmum fimm prósentum vergrar þjóðarframleiðslu til að viðhalda hernaðarmætti sínum sem er einn sá mesti í heimi. Fjárfestingar Sáda á sviði hernaðar eru því til þess fallnar að breyta valdajafnvægi Miðausturlanda til lengri tíma og vekja ótta Írana, Katara og annarra fjandmanna Sáda um að þeim sé alvara með hótunum sínum um beinan hernað í Persaflóa.
Barein Katar Sádi-Arabía Jemen Tengdar fréttir Sádar skutu niður sjö eldflaugar frá Jemen Einn maður lét lífið þegar hann varð fyrir braki úr einni eldflauginni. 26. mars 2018 11:19 Í köldu stríði Íranar og Sádi-Arabar hafa í áratugaraðir tekist á um völdin í Mið-Austurlöndum. Sífellt hitnar í kolunum. Styðja sína hliðina hvorir í Sýrlandi og Jemen. 7. apríl 2018 11:00 Hernaðarútgjöld heimsins ekki verið hærri frá kalda stríði Framlög til varnarmála aukast enn á heimsvísu á milli ára og hafa ekki verið eins há frá lokum kalda stríðsins. Þetta kemur fram í nýrri samantekt SIPRI, Stochholm International Peace Research Institute. 2. maí 2018 11:03 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Sádar skutu niður sjö eldflaugar frá Jemen Einn maður lét lífið þegar hann varð fyrir braki úr einni eldflauginni. 26. mars 2018 11:19
Í köldu stríði Íranar og Sádi-Arabar hafa í áratugaraðir tekist á um völdin í Mið-Austurlöndum. Sífellt hitnar í kolunum. Styðja sína hliðina hvorir í Sýrlandi og Jemen. 7. apríl 2018 11:00
Hernaðarútgjöld heimsins ekki verið hærri frá kalda stríði Framlög til varnarmála aukast enn á heimsvísu á milli ára og hafa ekki verið eins há frá lokum kalda stríðsins. Þetta kemur fram í nýrri samantekt SIPRI, Stochholm International Peace Research Institute. 2. maí 2018 11:03