Verðum að vera afar snöggir og skarpir í hugsun í leik okkar Hjörvar Ólafsson skrifar 2. júní 2018 10:45 Heimir Hallgrímsson gefur leikmönnum skipanir á æfingu íslenska liðsins á Laugardalsvelli í gær. Fréttablaðið/Eyþór Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur nýhafið lokahnykkinn í undirbúningi sínum fyrir lokakeppni heimsmeistaramótsins sem hefst í Rússlandi eftir tæpar tvær vikur. Hluti af þeim undirbúningi er leikur íslenska liðsins gegn Noregi á Laugardalsvellinum í kvöld. Leikurinn er næstsíðasti leikur liðsins fyrir stóru stundina, en Gana mætir á Laugardalsvöll á fimmtudagskvöldið. Heimir Hallgrímsson sat fyrir svörum blaðamanna á fundi í hádeginu í gær og þar fór hann yfir stöðuna á íslenska liðinu, hvernig hann hygðist nota leikina sem fram undan eru og hvað liðið væri að fara yfir á æfingunum fram að fyrsta leik á HM. „Það eru allir leikmenn liðsins leikfærir fyrir utan Aron Einar [Gunnarsson]. Aron Einar er á réttri leið í bataferli sínu og gæti mögulega spilað, en það væri ofboðslega óskynsamlegt. Gylfi Þór [Sigurðsson] er leikfær, en við höfum ekki tekið ákvörðun um það hvort og þá hversu mikið hann tekur þátt í leikjunum á móti Noregi og svo í leiknum gegn Gana,“ sagði Heimir um stöðuna á leikmannahópi íslenska liðsins. „Við munum nýta þessi leiki til þess að bæta okkur í að vera sneggri í því að taka ákvarðanir í leik okkar. Við erum að fara að mæta afar sterkum þjóðum á HM og þegar þú mætir jafn öflugum leikmönnum og bíða okkar þá þarftu að vera hraður í þinni ákvörðunartöku, en á sama tíma að taka skynsamlegar ákvarðanir,“ sagði Heimir aðspurður um hvað hann vildi fá út úr leikjunum á móti Noregi og Gana. „Leikmenn eru svo á mismunandi stað hvað varðar leikform og við munum taka mið af því þegar við ákveðum spiltíma leikmanna. Við munum fara yfir ýmis taktísk atriði og skerpa á okkar áherslum um leið og við erum að spila okkur í betra leikform. Fyrst og fremst erum við að leggja áherslu á það að vera skarpir og snarpir í okkar aðgerðum,“ sagði Heimir enn fremur þegar hann var spurður út í hvað hann vildi fá út úr leikjunum. „Vissulega verður sérstakt að mæta góðum vini mínum, Lars Lagerbäck, og liðin vita bæði upp á hár hvernig andstæðingurinn spilar. Það má segja að bæði lið séu að líta í spegil og leikurinn mun ekki vinnast á því að annar hvor aðilinn komi hinum á óvart. Það er heldur ekki aðalatriðið í leiknum á morgun. Við viljum bara góða frammistöðu og að leikmenn fái mikið út úr leiknum hvað það varðar að komast í gott leikform,“ sagði Heimir. „Við þurfum að læra marga hluti fram að móti og leikmenn eru að innbyrða mikið magn af upplýsingum á skömmum tíma. Það er hins vegar eitthvað sem þeir eru vanir að gera og ég hef engar áhyggjur af því að þeir höndli það ekki. Við erum að fara á stærra svið en við höfum farið áður á, en markmiðið er ávallt það sama, að bæta sig með hverri æfingu og hverjum leik,“ sagði Heimir um komandi verkefni hjá liðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Sú besta í heimi er ólétt Sport EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi er ólétt Dagskráin: Barist um sæti í Super Bowl og stórleikur Arsenal og Man Utd Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Alfons fer aftur til Hollands Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur nýhafið lokahnykkinn í undirbúningi sínum fyrir lokakeppni heimsmeistaramótsins sem hefst í Rússlandi eftir tæpar tvær vikur. Hluti af þeim undirbúningi er leikur íslenska liðsins gegn Noregi á Laugardalsvellinum í kvöld. Leikurinn er næstsíðasti leikur liðsins fyrir stóru stundina, en Gana mætir á Laugardalsvöll á fimmtudagskvöldið. Heimir Hallgrímsson sat fyrir svörum blaðamanna á fundi í hádeginu í gær og þar fór hann yfir stöðuna á íslenska liðinu, hvernig hann hygðist nota leikina sem fram undan eru og hvað liðið væri að fara yfir á æfingunum fram að fyrsta leik á HM. „Það eru allir leikmenn liðsins leikfærir fyrir utan Aron Einar [Gunnarsson]. Aron Einar er á réttri leið í bataferli sínu og gæti mögulega spilað, en það væri ofboðslega óskynsamlegt. Gylfi Þór [Sigurðsson] er leikfær, en við höfum ekki tekið ákvörðun um það hvort og þá hversu mikið hann tekur þátt í leikjunum á móti Noregi og svo í leiknum gegn Gana,“ sagði Heimir um stöðuna á leikmannahópi íslenska liðsins. „Við munum nýta þessi leiki til þess að bæta okkur í að vera sneggri í því að taka ákvarðanir í leik okkar. Við erum að fara að mæta afar sterkum þjóðum á HM og þegar þú mætir jafn öflugum leikmönnum og bíða okkar þá þarftu að vera hraður í þinni ákvörðunartöku, en á sama tíma að taka skynsamlegar ákvarðanir,“ sagði Heimir aðspurður um hvað hann vildi fá út úr leikjunum á móti Noregi og Gana. „Leikmenn eru svo á mismunandi stað hvað varðar leikform og við munum taka mið af því þegar við ákveðum spiltíma leikmanna. Við munum fara yfir ýmis taktísk atriði og skerpa á okkar áherslum um leið og við erum að spila okkur í betra leikform. Fyrst og fremst erum við að leggja áherslu á það að vera skarpir og snarpir í okkar aðgerðum,“ sagði Heimir enn fremur þegar hann var spurður út í hvað hann vildi fá út úr leikjunum. „Vissulega verður sérstakt að mæta góðum vini mínum, Lars Lagerbäck, og liðin vita bæði upp á hár hvernig andstæðingurinn spilar. Það má segja að bæði lið séu að líta í spegil og leikurinn mun ekki vinnast á því að annar hvor aðilinn komi hinum á óvart. Það er heldur ekki aðalatriðið í leiknum á morgun. Við viljum bara góða frammistöðu og að leikmenn fái mikið út úr leiknum hvað það varðar að komast í gott leikform,“ sagði Heimir. „Við þurfum að læra marga hluti fram að móti og leikmenn eru að innbyrða mikið magn af upplýsingum á skömmum tíma. Það er hins vegar eitthvað sem þeir eru vanir að gera og ég hef engar áhyggjur af því að þeir höndli það ekki. Við erum að fara á stærra svið en við höfum farið áður á, en markmiðið er ávallt það sama, að bæta sig með hverri æfingu og hverjum leik,“ sagði Heimir um komandi verkefni hjá liðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Sú besta í heimi er ólétt Sport EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi er ólétt Dagskráin: Barist um sæti í Super Bowl og stórleikur Arsenal og Man Utd Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Alfons fer aftur til Hollands Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sjá meira