Popúlistaflokkarnir loks teknir við völdum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. júní 2018 07:00 Luigi Di Maio, formaður Fimm stjörnu hreyfingarinnar, er nýr vinnumála- og iðnaðarráðherra Vísir/Getty Popúlistaflokkarnir taka við völdum á Ítalíu eftir þriggja mánaða stjórnarkreppu. Ætla ekki að kasta evrunni fyrir borð en vilja lækka skatta og vísa hálfri milljón óskráðra innflytjenda, sem eru mestmegnis flóttamenn, úr landi. Ný ríkisstjórn popúlistaflokkanna Fimmstjörnuhreyfingarinnar og Bandalagsins tók við völdum á Ítalíu í gær. Þar með lauk þriggja mánaða langri stjórnarkreppu. Flokkarnir hafa heitið skattalækkunum, tekjum fyrir atvinnulausa og fátæka og brottflutningi hálfrar milljónar flóttamanna, svo fátt eitt sé nefnt. Ljóst var að stjórnarmyndun yrði erfið þegar niðurstöður þingkosninga lágu fyrir í byrjun mars. Hvorki kosningabandalag hægri né vinstri flokka fékk hreinan meirihluta og spilaði Fimmstjörnuhreyfingin þar stórt hlutverk, enda flokkurinn frá stofnun barist gegn „hinni rótgrónu elítu“. Svo fór að þessir stærstu og mestu popúlistaflokkar Ítalíu hófu stjórnarmyndunarviðræður. Aðrir flokkar kosningabandalags hægri flokka, sem Bandalagið tilheyrði, sátu því eftir með sárt ennið. Stjórnarmyndun hefur þó ekki gengið snurðulaust fyrir sig. Fyrr í vikunni höfðu flokkarnir skilað ráðherralistanum til Sergios Mattarella forseta. Forsetinn neitaði þó að samþykkja fjármálaráðherrann vegna andstöðu við evruna og sagðist ætla að skipa starfsstjórn og fór fram á að boðað yrði til kosninga á ný. Popúlistaflokkarnir snöggreiddust, töldu Mattarella með þessu fara út fyrir valdsvið sitt. Í gær afhenti Giuseppe Conte, forsætisráðherraefni flokkanna, Mattarella svo nýjan ráðherralista með nýju fjármálaráðherraefni, Giovanni Tria, sem er hlynntur evrunni. Mattarella féllst á listann og lauk því mánaðalangri stjórnarkreppu. Fyrir liggur að hvorki Fimmstjörnuhreyfingin né Bandalagið eru hlynnt evrunni. Bandalagsmenn hafa verið harðir í þessari andstöðu sinni og hefur formaðurinn Matteo Salvini lýst því yfir að það hafi verið mistök að taka upp evru. Fimmstjörnuhreyfingin hefur áður sagst vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. En þótt evran sé ekki í uppáhaldi hjá þessari nýju ríkisstjórn lítur ekki út fyrir að gjaldmiðillinn sé á útleið á Ítalíu í bráð. Samkvæmt BBC vilja flokkarnir ekki yfirgefa evrusvæðið á kjörtímabilinu, vilja heldur einbeita sér að því að breyta því innan frá. Sé horft til annarra efnahagsmála vill hin nýja ríkisstjórn taka upp nærri hundrað þúsund króna mánaðarlegar greiðslur til fátækra og atvinnulausra og lækka tekjuskattinn. Tekjuskattþrepin verði tvö, fimmtán og tuttugu prósent. Hæsta skattþrepið nú er tæp fimmtíu prósent. Sterk afstaða Bandalagsmanna á móti innflytjendum fær að njóta sín í stjórnarsáttmálanum. Stjórnin ætlar nefnilega að setja í forgang að vísa hálfri milljón óskráðra innflytjenda úr landi. Um er nær eingöngu að ræða flóttamenn frá Afríku og Mið-Austurlöndum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Áframhaldandi óvissa í ítölskum stjórnmálum Hlutabréfamarkaðir hafa tekið dýfu og skuldakostnaður Ítalíu hækkað vegna pattstöðu sem upp er komin í stjórnmálum í landinu. 30. maí 2018 11:18 Popúlistar mynda ríkisstjórn á Ítalíu eftir allt saman Flokkarnir tveir sem mynda ríkisstjórnina eru báðir gagnrýnir á Evrópusambandið og evruna. 31. maí 2018 22:26 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira
Popúlistaflokkarnir taka við völdum á Ítalíu eftir þriggja mánaða stjórnarkreppu. Ætla ekki að kasta evrunni fyrir borð en vilja lækka skatta og vísa hálfri milljón óskráðra innflytjenda, sem eru mestmegnis flóttamenn, úr landi. Ný ríkisstjórn popúlistaflokkanna Fimmstjörnuhreyfingarinnar og Bandalagsins tók við völdum á Ítalíu í gær. Þar með lauk þriggja mánaða langri stjórnarkreppu. Flokkarnir hafa heitið skattalækkunum, tekjum fyrir atvinnulausa og fátæka og brottflutningi hálfrar milljónar flóttamanna, svo fátt eitt sé nefnt. Ljóst var að stjórnarmyndun yrði erfið þegar niðurstöður þingkosninga lágu fyrir í byrjun mars. Hvorki kosningabandalag hægri né vinstri flokka fékk hreinan meirihluta og spilaði Fimmstjörnuhreyfingin þar stórt hlutverk, enda flokkurinn frá stofnun barist gegn „hinni rótgrónu elítu“. Svo fór að þessir stærstu og mestu popúlistaflokkar Ítalíu hófu stjórnarmyndunarviðræður. Aðrir flokkar kosningabandalags hægri flokka, sem Bandalagið tilheyrði, sátu því eftir með sárt ennið. Stjórnarmyndun hefur þó ekki gengið snurðulaust fyrir sig. Fyrr í vikunni höfðu flokkarnir skilað ráðherralistanum til Sergios Mattarella forseta. Forsetinn neitaði þó að samþykkja fjármálaráðherrann vegna andstöðu við evruna og sagðist ætla að skipa starfsstjórn og fór fram á að boðað yrði til kosninga á ný. Popúlistaflokkarnir snöggreiddust, töldu Mattarella með þessu fara út fyrir valdsvið sitt. Í gær afhenti Giuseppe Conte, forsætisráðherraefni flokkanna, Mattarella svo nýjan ráðherralista með nýju fjármálaráðherraefni, Giovanni Tria, sem er hlynntur evrunni. Mattarella féllst á listann og lauk því mánaðalangri stjórnarkreppu. Fyrir liggur að hvorki Fimmstjörnuhreyfingin né Bandalagið eru hlynnt evrunni. Bandalagsmenn hafa verið harðir í þessari andstöðu sinni og hefur formaðurinn Matteo Salvini lýst því yfir að það hafi verið mistök að taka upp evru. Fimmstjörnuhreyfingin hefur áður sagst vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. En þótt evran sé ekki í uppáhaldi hjá þessari nýju ríkisstjórn lítur ekki út fyrir að gjaldmiðillinn sé á útleið á Ítalíu í bráð. Samkvæmt BBC vilja flokkarnir ekki yfirgefa evrusvæðið á kjörtímabilinu, vilja heldur einbeita sér að því að breyta því innan frá. Sé horft til annarra efnahagsmála vill hin nýja ríkisstjórn taka upp nærri hundrað þúsund króna mánaðarlegar greiðslur til fátækra og atvinnulausra og lækka tekjuskattinn. Tekjuskattþrepin verði tvö, fimmtán og tuttugu prósent. Hæsta skattþrepið nú er tæp fimmtíu prósent. Sterk afstaða Bandalagsmanna á móti innflytjendum fær að njóta sín í stjórnarsáttmálanum. Stjórnin ætlar nefnilega að setja í forgang að vísa hálfri milljón óskráðra innflytjenda úr landi. Um er nær eingöngu að ræða flóttamenn frá Afríku og Mið-Austurlöndum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Áframhaldandi óvissa í ítölskum stjórnmálum Hlutabréfamarkaðir hafa tekið dýfu og skuldakostnaður Ítalíu hækkað vegna pattstöðu sem upp er komin í stjórnmálum í landinu. 30. maí 2018 11:18 Popúlistar mynda ríkisstjórn á Ítalíu eftir allt saman Flokkarnir tveir sem mynda ríkisstjórnina eru báðir gagnrýnir á Evrópusambandið og evruna. 31. maí 2018 22:26 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira
Áframhaldandi óvissa í ítölskum stjórnmálum Hlutabréfamarkaðir hafa tekið dýfu og skuldakostnaður Ítalíu hækkað vegna pattstöðu sem upp er komin í stjórnmálum í landinu. 30. maí 2018 11:18
Popúlistar mynda ríkisstjórn á Ítalíu eftir allt saman Flokkarnir tveir sem mynda ríkisstjórnina eru báðir gagnrýnir á Evrópusambandið og evruna. 31. maí 2018 22:26