Pólitískur og rökfræðilegur ómöguleiki Þórlindur Kjartansson skrifar 1. júní 2018 07:00 Bandarísku flugmennirnir á ítölsku eynni Pianosa í seinni heimsstyrjöldinni þurftu að glíma við ýmiss konar harðræði og fáránleika. Þetta er að minnsta kosti uppleggið í skáldsögu eftir Joseph Heller. Þar segir einmitt frá hinni frægu reglu „Catch-22“.Enginn heilvita maður Söguhetjan Yossarian var einn af þessum flugmönnum sem þurftu í sífellu að sendast yfir hafið til þess að varpa sprengjum á óvinaherinn. Þetta var hættuleg iðja því óvinurinn var lítt hrifinn af sprengjuregninu og reyndi því af öllum mætti að skjóta sprengjuvélarnar niður. Yossarian tók þessar árásir mjög persónulega og vildi ólmur losna undan því að vera sendur í þessar sprengjuferðir. Eitt skiptið sem oftar fer hann til læknisins á herstöðinni og heimtar að fá uppáskrift um að hann sé óhæfur til að fljúga fleiri sprengjuleiðangra. Læknirinn harðneitar og bregður flugmaðurinn á það ráð að segjast vera geðbilaður, og spyr lækninn hvort hann þurfi ekki að setja geðbilaða menn í flugbann. Læknirinn staðfestir að sér beri skylda til þess. „Það er regla sem segir að ég verði að setja hvern þann í flugbann sem er veikur á geði.“ Þá hvetur Yossarian lækninn til þess að spyrja aðra í herdeildinni og að þeir muni allir staðfesta að hann sé geðbilaður. Þessu þverneitar læknirinn og segir að ekkert mark sé takandi á hinum flugmönnunum af því þeir séu allir snarbilaðir á geði. Yossarian spyr þá hvort hann þurfi ekki að setja þá alla í flugbann, og læknirinn segist vissulega mundi þurfa að gera það, en það sé hluti af reglunni að menn þurfi að biðja um að vera settir í flugbann. „En af hverju biður enginn um að vera settur í flugbann“ spyr Yossarian. „Það er vegna þess að þeir eru allir bilaðir,“ svarar læknirinn. Og til þess að fullkomna fáránleikann þá segir læknirinn að hver sá sem reynir að komast undan herþjónustu með því að segjast vera geðbilaður sé augljóslega heill á geði því einungis sá sem er bilaður á geði myndi kjósa að gegna herþjónustu ef hann gæti komist hjá því. Og þetta er hin fræga regla „Catch-22“. Steingrímur í bobba Þegar upp koma fáránlegar aðstæður, einkum í tengslum við opinbera stjórnsýslu og skriffinnsku, þá er gjarnan talað um „Catch-22“ ástand. Og nú er píratinn Björn Leví Gunnarsson búinn að koma Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, í þannig stöðu. Björn Leví sendi nefnilega forsetanum fyrirspurn þar sem óskað var eftir skriflegu svari við spurningunni: „Hvaða óskráðu reglur og hefðir gilda um störf þingmanna?“ og vitaskuld er óskað eftir skriflegu svari. Ef Steingrímur J. Sigfússon svarar fyrirspurninni þá hefur hann um leið skrásett hinar óskráðu reglur og eru þær þá að sjálfsögðu ekki lengur óskráðar heldur skráðar og eru þá samkvæmt skilgreiningu ekki lengur nothæft svar við fyrirspurninni. Það gildir um þetta viðfangsefni Steingríms hið sama og um þögnina, sem hverfur um leið og hún er nefnd. Kurteisi eða valdboð Þessi heimspekilega gildra er þó ekki aðeins áhugaverð út frá hinni skemmtilegu rökleysu sem hún býður upp á heldur endurspeglar hún kröfuna um að til séu skráðar reglur og ferlar um allt mögulegt. Það má jafnvel greina ákveðna tortryggni í garð „óskráðra reglna“ eins og þær séu leyndarmál sem einungis innvígðum og innmúruðum er sagt frá—en svo eru aðrir skammaðir fyrir að kunna ekki að hegða sér í samræmi við þær. En raunin er sú að langstærstur hluti af þeim reglum sem við fylgjum í lífinu eru óskráðar. Það er til dæmis engin skráð regla eða lög sem bannar manni að borða bæði næstsíðustu og síðustu pönnukökuna á disknum; það er bara dónalegt. Það er heldur engin skráð regla sem fyrirskipar að knattspyrnulið hendi boltanum aftur til mótherjans ef boltinn var settur úr leik til að hlúa að meiðslum; annað þykir einfaldlega ódrengilegt. Og það mun vera óskráð regla á Alþingi að þegar þingmaður flytur sína fyrstu ræðu þá sé honum sýnd sú miskunn að ekki sé komið upp til andsvara. Þessar óskráðu reglur hafa einmitt vægi í samfélaginu af því að þær byggjast á dómgreind fólks, kurteisi og drengskap, en ekki valdboði. Ef þær væru hins vegar skráðar þá væri ekki lengur nein dyggð fólgin í að fylgja þeim og það yrði hætt við að þær yrðu misnotaðar. Á öllum heimilum, skólum og vinnustöðum gilda ýmiss konar samskiptareglur og hefðir sem þróast smám saman í takt við þarfir og tíðaranda. Og það gildir svipað um þessar reglur, eins og reglu læknisins á Pianosa, að um leið og reynt er að skrá rökrétta og gagnlega óskráða reglu þá er líklegt að hún umbreytist í ógagnlega og órökrétta reglugerðarþvælu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Bandarísku flugmennirnir á ítölsku eynni Pianosa í seinni heimsstyrjöldinni þurftu að glíma við ýmiss konar harðræði og fáránleika. Þetta er að minnsta kosti uppleggið í skáldsögu eftir Joseph Heller. Þar segir einmitt frá hinni frægu reglu „Catch-22“.Enginn heilvita maður Söguhetjan Yossarian var einn af þessum flugmönnum sem þurftu í sífellu að sendast yfir hafið til þess að varpa sprengjum á óvinaherinn. Þetta var hættuleg iðja því óvinurinn var lítt hrifinn af sprengjuregninu og reyndi því af öllum mætti að skjóta sprengjuvélarnar niður. Yossarian tók þessar árásir mjög persónulega og vildi ólmur losna undan því að vera sendur í þessar sprengjuferðir. Eitt skiptið sem oftar fer hann til læknisins á herstöðinni og heimtar að fá uppáskrift um að hann sé óhæfur til að fljúga fleiri sprengjuleiðangra. Læknirinn harðneitar og bregður flugmaðurinn á það ráð að segjast vera geðbilaður, og spyr lækninn hvort hann þurfi ekki að setja geðbilaða menn í flugbann. Læknirinn staðfestir að sér beri skylda til þess. „Það er regla sem segir að ég verði að setja hvern þann í flugbann sem er veikur á geði.“ Þá hvetur Yossarian lækninn til þess að spyrja aðra í herdeildinni og að þeir muni allir staðfesta að hann sé geðbilaður. Þessu þverneitar læknirinn og segir að ekkert mark sé takandi á hinum flugmönnunum af því þeir séu allir snarbilaðir á geði. Yossarian spyr þá hvort hann þurfi ekki að setja þá alla í flugbann, og læknirinn segist vissulega mundi þurfa að gera það, en það sé hluti af reglunni að menn þurfi að biðja um að vera settir í flugbann. „En af hverju biður enginn um að vera settur í flugbann“ spyr Yossarian. „Það er vegna þess að þeir eru allir bilaðir,“ svarar læknirinn. Og til þess að fullkomna fáránleikann þá segir læknirinn að hver sá sem reynir að komast undan herþjónustu með því að segjast vera geðbilaður sé augljóslega heill á geði því einungis sá sem er bilaður á geði myndi kjósa að gegna herþjónustu ef hann gæti komist hjá því. Og þetta er hin fræga regla „Catch-22“. Steingrímur í bobba Þegar upp koma fáránlegar aðstæður, einkum í tengslum við opinbera stjórnsýslu og skriffinnsku, þá er gjarnan talað um „Catch-22“ ástand. Og nú er píratinn Björn Leví Gunnarsson búinn að koma Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, í þannig stöðu. Björn Leví sendi nefnilega forsetanum fyrirspurn þar sem óskað var eftir skriflegu svari við spurningunni: „Hvaða óskráðu reglur og hefðir gilda um störf þingmanna?“ og vitaskuld er óskað eftir skriflegu svari. Ef Steingrímur J. Sigfússon svarar fyrirspurninni þá hefur hann um leið skrásett hinar óskráðu reglur og eru þær þá að sjálfsögðu ekki lengur óskráðar heldur skráðar og eru þá samkvæmt skilgreiningu ekki lengur nothæft svar við fyrirspurninni. Það gildir um þetta viðfangsefni Steingríms hið sama og um þögnina, sem hverfur um leið og hún er nefnd. Kurteisi eða valdboð Þessi heimspekilega gildra er þó ekki aðeins áhugaverð út frá hinni skemmtilegu rökleysu sem hún býður upp á heldur endurspeglar hún kröfuna um að til séu skráðar reglur og ferlar um allt mögulegt. Það má jafnvel greina ákveðna tortryggni í garð „óskráðra reglna“ eins og þær séu leyndarmál sem einungis innvígðum og innmúruðum er sagt frá—en svo eru aðrir skammaðir fyrir að kunna ekki að hegða sér í samræmi við þær. En raunin er sú að langstærstur hluti af þeim reglum sem við fylgjum í lífinu eru óskráðar. Það er til dæmis engin skráð regla eða lög sem bannar manni að borða bæði næstsíðustu og síðustu pönnukökuna á disknum; það er bara dónalegt. Það er heldur engin skráð regla sem fyrirskipar að knattspyrnulið hendi boltanum aftur til mótherjans ef boltinn var settur úr leik til að hlúa að meiðslum; annað þykir einfaldlega ódrengilegt. Og það mun vera óskráð regla á Alþingi að þegar þingmaður flytur sína fyrstu ræðu þá sé honum sýnd sú miskunn að ekki sé komið upp til andsvara. Þessar óskráðu reglur hafa einmitt vægi í samfélaginu af því að þær byggjast á dómgreind fólks, kurteisi og drengskap, en ekki valdboði. Ef þær væru hins vegar skráðar þá væri ekki lengur nein dyggð fólgin í að fylgja þeim og það yrði hætt við að þær yrðu misnotaðar. Á öllum heimilum, skólum og vinnustöðum gilda ýmiss konar samskiptareglur og hefðir sem þróast smám saman í takt við þarfir og tíðaranda. Og það gildir svipað um þessar reglur, eins og reglu læknisins á Pianosa, að um leið og reynt er að skrá rökrétta og gagnlega óskráða reglu þá er líklegt að hún umbreytist í ógagnlega og órökrétta reglugerðarþvælu.
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun