Vilja að Ísland fordæmi harðræði Bandaríkjanna gagnvart flóttabörnum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 19. júní 2018 20:30 Utanríkismálanefnd Alþingis kemur saman eftir helgi til að ræða nýlegar fregnir frá Bandaríkjunum þess efnis að börn ólöglegra innflytjenda séu aðskilin frá foreldrum sínum við komuna til Bandaríkjanna. Greint hefur verið frá því að um 2000 börn hafi verið tekið frá foreldrum sínum undanfarna mánuði og hafa dvalið í flóttamannabúðum á meðan foreldrar þeirra eru sóttir til saka. Myndir sem hafa birst í fjölmiðlum vestanhafs hafa vakið mikla reiði. Hér á landi virðist sú reiði ekki staðið á sér en boðað hefur verið til mótmælagöngu frá Austurvelli að Bandaríska sendiráðinu á fimmtudag og undirskriftarlisti gegn aðgerðum Bandaríkjastjórnar gengur um á Facebook. Á Facebook viðburði mótmælagöngunnar segir: „Við ætlum að hittast á Austurvelli með kerti og mótmælaspjöld og ganga þaðan að bandaríska sendiráðinu. Við krefjumst þess að aðskilnaði barna og foreldra stoppi umsvifalaust. Og við krefjumst þess að mannúðlega sé komið fram við flóttafólk allsstaðar.“Nokkrir þingmenn hafa tekið undir kröfur þess efnis að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar er þeirra á meðal. „Ég krefst þess að við sendum Bandaríkjastjórn skýr skilaboð um að þetta er ekki í boði. Þetta er aldrei í boði sama hvaða innflytjendastefnu þú ætlar að framfylgja,“ segir hún. Hún bendir á að víða um heim sé brotið á réttindum flóttafólks en það sem geri aðgerðir Bandaríkjastjórnar sérlega ógeðfelldar er að þar koma sameinaðar fjölskyldur yfir landamærin þar sem þeim er kerfisbundið sundrað af hinu opinbera. Þá verði Ísland að láta í sér heyra þegar um er að ræða svo nána bandalagsþjóð. „Nú er um að ræða NATO þjóð. Þannig að ég held að við eigum að fá aðrar NATO þjóðir til dæmis með okkur í lið til að fordæma aðgerðir Bandaríkjastjórnar. Að fjarlægja lítil börn frá foreldrum sínum er algerlega óforsvaranlegt.“ Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Alþingi Donald Trump Tengdar fréttir Forsetinn kennir Demókrötum um að fjölskyldum er sundrað Hörð stefna bandarískra yfirvalda gegn ólöglegum innflytjendum hefur haft aðskilnað minnst tvö þúsund barna frá foreldrum sínum í för með sér. Trump segir engar breytingar verða gerðar á innflytjendalögum nema fjárheimildir fáist til að reisa vegg milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Biblían notuð sem rökstuðningur 18. júní 2018 06:00 Mikil reiði vegna stefnu um börn ólöglegra innflytjenda Mikil reiði hefur blossað upp í Bandaríkjunum vegna nýrrar stefnu um að taka megi börn frá ólöglegum innflytjendum og vista þau í flóttamannabúðum á meðan foreldrarnir fara í gegnum dómskerfið. 18. júní 2018 23:13 Melania blandar sér í deilur um innflytjendafjölskyldur Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, vill að lát verði á aðgerðum lögreglu sem beinast gegn fjölskyldum ólögregla innflytjenda við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. 17. júní 2018 23:28 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Utanríkismálanefnd Alþingis kemur saman eftir helgi til að ræða nýlegar fregnir frá Bandaríkjunum þess efnis að börn ólöglegra innflytjenda séu aðskilin frá foreldrum sínum við komuna til Bandaríkjanna. Greint hefur verið frá því að um 2000 börn hafi verið tekið frá foreldrum sínum undanfarna mánuði og hafa dvalið í flóttamannabúðum á meðan foreldrar þeirra eru sóttir til saka. Myndir sem hafa birst í fjölmiðlum vestanhafs hafa vakið mikla reiði. Hér á landi virðist sú reiði ekki staðið á sér en boðað hefur verið til mótmælagöngu frá Austurvelli að Bandaríska sendiráðinu á fimmtudag og undirskriftarlisti gegn aðgerðum Bandaríkjastjórnar gengur um á Facebook. Á Facebook viðburði mótmælagöngunnar segir: „Við ætlum að hittast á Austurvelli með kerti og mótmælaspjöld og ganga þaðan að bandaríska sendiráðinu. Við krefjumst þess að aðskilnaði barna og foreldra stoppi umsvifalaust. Og við krefjumst þess að mannúðlega sé komið fram við flóttafólk allsstaðar.“Nokkrir þingmenn hafa tekið undir kröfur þess efnis að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar er þeirra á meðal. „Ég krefst þess að við sendum Bandaríkjastjórn skýr skilaboð um að þetta er ekki í boði. Þetta er aldrei í boði sama hvaða innflytjendastefnu þú ætlar að framfylgja,“ segir hún. Hún bendir á að víða um heim sé brotið á réttindum flóttafólks en það sem geri aðgerðir Bandaríkjastjórnar sérlega ógeðfelldar er að þar koma sameinaðar fjölskyldur yfir landamærin þar sem þeim er kerfisbundið sundrað af hinu opinbera. Þá verði Ísland að láta í sér heyra þegar um er að ræða svo nána bandalagsþjóð. „Nú er um að ræða NATO þjóð. Þannig að ég held að við eigum að fá aðrar NATO þjóðir til dæmis með okkur í lið til að fordæma aðgerðir Bandaríkjastjórnar. Að fjarlægja lítil börn frá foreldrum sínum er algerlega óforsvaranlegt.“
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Alþingi Donald Trump Tengdar fréttir Forsetinn kennir Demókrötum um að fjölskyldum er sundrað Hörð stefna bandarískra yfirvalda gegn ólöglegum innflytjendum hefur haft aðskilnað minnst tvö þúsund barna frá foreldrum sínum í för með sér. Trump segir engar breytingar verða gerðar á innflytjendalögum nema fjárheimildir fáist til að reisa vegg milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Biblían notuð sem rökstuðningur 18. júní 2018 06:00 Mikil reiði vegna stefnu um börn ólöglegra innflytjenda Mikil reiði hefur blossað upp í Bandaríkjunum vegna nýrrar stefnu um að taka megi börn frá ólöglegum innflytjendum og vista þau í flóttamannabúðum á meðan foreldrarnir fara í gegnum dómskerfið. 18. júní 2018 23:13 Melania blandar sér í deilur um innflytjendafjölskyldur Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, vill að lát verði á aðgerðum lögreglu sem beinast gegn fjölskyldum ólögregla innflytjenda við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. 17. júní 2018 23:28 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Forsetinn kennir Demókrötum um að fjölskyldum er sundrað Hörð stefna bandarískra yfirvalda gegn ólöglegum innflytjendum hefur haft aðskilnað minnst tvö þúsund barna frá foreldrum sínum í för með sér. Trump segir engar breytingar verða gerðar á innflytjendalögum nema fjárheimildir fáist til að reisa vegg milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Biblían notuð sem rökstuðningur 18. júní 2018 06:00
Mikil reiði vegna stefnu um börn ólöglegra innflytjenda Mikil reiði hefur blossað upp í Bandaríkjunum vegna nýrrar stefnu um að taka megi börn frá ólöglegum innflytjendum og vista þau í flóttamannabúðum á meðan foreldrarnir fara í gegnum dómskerfið. 18. júní 2018 23:13
Melania blandar sér í deilur um innflytjendafjölskyldur Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, vill að lát verði á aðgerðum lögreglu sem beinast gegn fjölskyldum ólögregla innflytjenda við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. 17. júní 2018 23:28