Afstýrum stórslysi á Ströndum Tómas Guðbjartsson skrifar 19. júní 2018 07:00 Fyrirhuguð Hvalárvirkjun hefur mikið verið til umræðu undanfarið, enda vægast sagt umdeild framkvæmd. Ástæðan er sú að með virkjun er verið að fórna stórkostlegri íslenskri náttúru í hendur HS Orku – jarðhitafyrirtækis í meirihlutaeigu umdeildra kanadískra fjárfesta. Auk þess er ávinningur virkjunar vægast sagt óljós fyrir Vestfirðinga og þá ekki síst íbúa Árneshrepps. Þótt svæðið upp af Ófeigsfirði sé afskekkt þá er náttúran þarna einstök, ekki síst fossarnir. Fáir hafa séð þessa fossa með eigin augum sem endurspeglast í þeirri staðreynd að flestir þeirra eru nafnlausir. Það sló mig að ekki voru til almennilegar ljósmyndir af fossunum sem skýrðu af hverju þeir og stórkostleg náttúran í kring hafa ekki fengið að njóta vafans í ákvarðanatöku um virkjun. Síðastliðið haust réðumst við Ólafur Már Björnsson augnlæknir því í útgáfu Fossadagatals þar sem við birtum eigin ljósmyndir af öllum helstu fossunum. Undirtektir voru frábærar og myndirnar hafa birst víða, m.a. í flestum fjölmiðlum. Enn eru þó einstaklingar sem efast um náttúruauðæfin sem eru undir, ekki síst á Vestfjörðum. Því hef ég ákveðið að gefa út á eigin kostnað plakat með stórkostlegri mynd RAX af fossinum Drynjanda. Plakatið ætla ég að gefa öllum Vestfirðingum en einnig alþingismönnum, ráðherrum og forsvarsmönnum HS Orku. Með plakatinu fylgir kort af fyrirhuguðu virkjanasvæði sem sýnir stærð víðernanna sem raskast við virkjun og hvar helstu fossana er að finna. Með þessu framtaki vonast ég til að opna augu sem flestra Íslendinga fyrir þeim miklu verðmætum sem felast í ósnortinni náttúru svæðins og hverju er fórnað við virkjun.xxxxxDrynjandi = „Gullfoss“ Drynjandi er einhver tilkomumesti foss Vestfjarða, enda á hæð við Hallgrímskirkjuturn. Hann mun þurrkast upp verði af virkjun (rennslið verður aðeins 2%) og drunurnar, sem hann dregur nafn sitt af, hverfa. Sömu örlög bíða ógrynnis annarra fossa á fyrirhuguðu virkjanasvæði sem margir eru einstakar náttúruperlur. Að þurrka upp Drynjanda og raska ósnortnu umhverfi hans yrði óafturkræft stórslys. Enda er ég sannfærður um að hann geti skapað íbúum Árneshrepps og Vestfjarða mun meiri tekjur ósnortinn en virkjaður. Vert er að hafa í huga að á síðustu öld stóð til að virkja Gullfoss, Dettifoss, Goðafoss og Dynjanda. Í dag dytti engum slíkt í hug, enda náttúruperlur sem glatt hafa milljónir ferðamanna og skapað okkur Íslendingum gríðarlegar tekjur. Fossarnir upp af Ófeigs- og Eyvindarfirði eru sömuleiðis sannkallaðir „Gullfossar“ þar sem Drynjandi og Rjúkandifoss eru fremstir meðal jafninga. Vonandi berum við Íslendingar gæfu til að forða þeim frá eyðingu fyrir komandi kynslóðir – í stað stundargróða.Höfundur er læknir og náttúruverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tómas Guðbjartsson Umhverfismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Gleðilegt 2007! Reynir Böðvarsson Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Fyrirhuguð Hvalárvirkjun hefur mikið verið til umræðu undanfarið, enda vægast sagt umdeild framkvæmd. Ástæðan er sú að með virkjun er verið að fórna stórkostlegri íslenskri náttúru í hendur HS Orku – jarðhitafyrirtækis í meirihlutaeigu umdeildra kanadískra fjárfesta. Auk þess er ávinningur virkjunar vægast sagt óljós fyrir Vestfirðinga og þá ekki síst íbúa Árneshrepps. Þótt svæðið upp af Ófeigsfirði sé afskekkt þá er náttúran þarna einstök, ekki síst fossarnir. Fáir hafa séð þessa fossa með eigin augum sem endurspeglast í þeirri staðreynd að flestir þeirra eru nafnlausir. Það sló mig að ekki voru til almennilegar ljósmyndir af fossunum sem skýrðu af hverju þeir og stórkostleg náttúran í kring hafa ekki fengið að njóta vafans í ákvarðanatöku um virkjun. Síðastliðið haust réðumst við Ólafur Már Björnsson augnlæknir því í útgáfu Fossadagatals þar sem við birtum eigin ljósmyndir af öllum helstu fossunum. Undirtektir voru frábærar og myndirnar hafa birst víða, m.a. í flestum fjölmiðlum. Enn eru þó einstaklingar sem efast um náttúruauðæfin sem eru undir, ekki síst á Vestfjörðum. Því hef ég ákveðið að gefa út á eigin kostnað plakat með stórkostlegri mynd RAX af fossinum Drynjanda. Plakatið ætla ég að gefa öllum Vestfirðingum en einnig alþingismönnum, ráðherrum og forsvarsmönnum HS Orku. Með plakatinu fylgir kort af fyrirhuguðu virkjanasvæði sem sýnir stærð víðernanna sem raskast við virkjun og hvar helstu fossana er að finna. Með þessu framtaki vonast ég til að opna augu sem flestra Íslendinga fyrir þeim miklu verðmætum sem felast í ósnortinni náttúru svæðins og hverju er fórnað við virkjun.xxxxxDrynjandi = „Gullfoss“ Drynjandi er einhver tilkomumesti foss Vestfjarða, enda á hæð við Hallgrímskirkjuturn. Hann mun þurrkast upp verði af virkjun (rennslið verður aðeins 2%) og drunurnar, sem hann dregur nafn sitt af, hverfa. Sömu örlög bíða ógrynnis annarra fossa á fyrirhuguðu virkjanasvæði sem margir eru einstakar náttúruperlur. Að þurrka upp Drynjanda og raska ósnortnu umhverfi hans yrði óafturkræft stórslys. Enda er ég sannfærður um að hann geti skapað íbúum Árneshrepps og Vestfjarða mun meiri tekjur ósnortinn en virkjaður. Vert er að hafa í huga að á síðustu öld stóð til að virkja Gullfoss, Dettifoss, Goðafoss og Dynjanda. Í dag dytti engum slíkt í hug, enda náttúruperlur sem glatt hafa milljónir ferðamanna og skapað okkur Íslendingum gríðarlegar tekjur. Fossarnir upp af Ófeigs- og Eyvindarfirði eru sömuleiðis sannkallaðir „Gullfossar“ þar sem Drynjandi og Rjúkandifoss eru fremstir meðal jafninga. Vonandi berum við Íslendingar gæfu til að forða þeim frá eyðingu fyrir komandi kynslóðir – í stað stundargróða.Höfundur er læknir og náttúruverndarsinni
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar