Hafnar sjálf aukagreiðslum sem borgarfulltrúi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 18. júní 2018 19:37 Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík, segir launagreiðslur stjórnenda í Reykjavík út í hött. Vísir/Vilhelm Í tillögu Sósíalistaflokksins sem tekin verður fyrir á borgarstjórnarfundi á morgun segir að borgarstarfsmenn fái í raun tvöföld laun með því að fá þóknun fyrir fundarsetu og undirbúning í vinnutíma. Fréttastofa hefur tekið saman tvö raunsönn dæmi um möguleg heildarlaun borgarfulltrúa, eins og sést hér á myndunum.Í öðru dæminu hækka grunnlaun úr tæplega 700 þúsund í 966 þúsund, sá borgarfulltrúi er formaður í einni nefnd, varamaður í borgarráði og fær fastan starfskostnað. Fastur starfskostnaður á að dekka persónulega útgjöld, svo sem áskrift að fjölmiðlum. Að auki situr hann í stjórn Sorpu, sem er í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Í hinu dæminu er borgarfulltrúinn formaður í borgarstjórnarflokki sínum, situr í borgarráði, er forseti borgarstjórnar, fær starfskostnað greiddan og situr í hafnarstjórn Faxaflóahafna sem rekin er af fimm sveitarfélögum. Sá borgarfulltrúi er með ríflega 1,4 milljónir króna í mánaðarlaun.Að auki fá allir borgarfulltrúar tölvu og síma til afnota, niðurgreiðslu á símreikningi og nettengingu.Grunnlaunin alveg nógu há Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segir borgarfulltrúa með 700 þúsund króna grunnlaun ekki þurfa álagsgreiðslur. „Launin sem þessir kjörnu fulltrúar eru með til að byrja með ná vel yfir það sem þarf að gera, varðandi undirbúning og setu á fundum," segir hún. Einnig að 700 þúsund krónur séu há laun, sérstaklega þegar miðað er við aðra starfsmenn borgarinnar, sem séu með skammarlega lág laun.Sanna Magdalena Mörtudóttir.Vísir„Þessir hópar þurfa að hafa mikið fyrir því að fá kjarabætur, hækkun á launum. En svo er þetta talið sjálfsagt, þessar álagsgreiðslur sem okkur Sósialistum finnst út í hött. Jafnvel þótt tillagan verði ekki samþykkt ætlar Sanna ekki að þiggja aukagreiðslur frá borginni. „Við vorum reyndar á námskeiði í síðustu viku og þar kom fram að við megum ekki afþakka laun en maður getur alltaf komið þeim í hendur þeirra sem þurfa frekar á peningunum að halda," segir Sanna Magdalena Mörtudóttir. Tengdar fréttir Vill banna laun fyrir fundarsetu Sanna Magdalena, borgarfulltrúi sósíalista, ætlar að leggja fram tillögu um að banna stjórnendum borgarinnar að þiggja laun fyrir fundarsetu. 17. júní 2018 12:57 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Í tillögu Sósíalistaflokksins sem tekin verður fyrir á borgarstjórnarfundi á morgun segir að borgarstarfsmenn fái í raun tvöföld laun með því að fá þóknun fyrir fundarsetu og undirbúning í vinnutíma. Fréttastofa hefur tekið saman tvö raunsönn dæmi um möguleg heildarlaun borgarfulltrúa, eins og sést hér á myndunum.Í öðru dæminu hækka grunnlaun úr tæplega 700 þúsund í 966 þúsund, sá borgarfulltrúi er formaður í einni nefnd, varamaður í borgarráði og fær fastan starfskostnað. Fastur starfskostnaður á að dekka persónulega útgjöld, svo sem áskrift að fjölmiðlum. Að auki situr hann í stjórn Sorpu, sem er í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Í hinu dæminu er borgarfulltrúinn formaður í borgarstjórnarflokki sínum, situr í borgarráði, er forseti borgarstjórnar, fær starfskostnað greiddan og situr í hafnarstjórn Faxaflóahafna sem rekin er af fimm sveitarfélögum. Sá borgarfulltrúi er með ríflega 1,4 milljónir króna í mánaðarlaun.Að auki fá allir borgarfulltrúar tölvu og síma til afnota, niðurgreiðslu á símreikningi og nettengingu.Grunnlaunin alveg nógu há Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segir borgarfulltrúa með 700 þúsund króna grunnlaun ekki þurfa álagsgreiðslur. „Launin sem þessir kjörnu fulltrúar eru með til að byrja með ná vel yfir það sem þarf að gera, varðandi undirbúning og setu á fundum," segir hún. Einnig að 700 þúsund krónur séu há laun, sérstaklega þegar miðað er við aðra starfsmenn borgarinnar, sem séu með skammarlega lág laun.Sanna Magdalena Mörtudóttir.Vísir„Þessir hópar þurfa að hafa mikið fyrir því að fá kjarabætur, hækkun á launum. En svo er þetta talið sjálfsagt, þessar álagsgreiðslur sem okkur Sósialistum finnst út í hött. Jafnvel þótt tillagan verði ekki samþykkt ætlar Sanna ekki að þiggja aukagreiðslur frá borginni. „Við vorum reyndar á námskeiði í síðustu viku og þar kom fram að við megum ekki afþakka laun en maður getur alltaf komið þeim í hendur þeirra sem þurfa frekar á peningunum að halda," segir Sanna Magdalena Mörtudóttir.
Tengdar fréttir Vill banna laun fyrir fundarsetu Sanna Magdalena, borgarfulltrúi sósíalista, ætlar að leggja fram tillögu um að banna stjórnendum borgarinnar að þiggja laun fyrir fundarsetu. 17. júní 2018 12:57 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Vill banna laun fyrir fundarsetu Sanna Magdalena, borgarfulltrúi sósíalista, ætlar að leggja fram tillögu um að banna stjórnendum borgarinnar að þiggja laun fyrir fundarsetu. 17. júní 2018 12:57