Ísland og Argentína gerðu jafntefli, 1-1, í fyrsta leik liðanna á HM 2018 í Rússlandi en einn af sigurvegurum leiksins var bandaríska sjónvarpsstöðin FOX. Deadline greinir frá.
Leikur strákanna okkar gegn Messi og félögum hans var sá leikur sem flestir hafa horft á hingað til í Bandaríkjunum en að meðaltali horfðu 2,9 milljónir á allan leikinn.
Þegar streymisveita FOX er tekinn með horfðu að meðaltali 3,1 milljónir Bandaríkjamanna á leikinn en mest voru fjórar milljónir að horfa á leikinn vestanhafs.
Það hafa ekki fleiri horft á leik á ensku í bandarísku sjónvarpi síðan árið 2016 og gleðin því mikil hjá yfirmönnum FOX sem keyptu HM-réttinn dýrum dómum.
Töluvert fleiri horfa reglulega á fótboltaleiki á spænsku en ensku í Bandaríkjunum en mexíkóska landsliðið fær ævintýralegt áhorf þar í landi þegar að það spilar enda tugmilljónir Mexíkóa búsettir í Bandaríkjunum.
Áhuginn á HM virðist mikill í Bandaríjunum því áhorfið hjá FOX er 15 prósent meira núna en á riðlakeppnina fyrir fjórum árum og 59 prósent meira en í Suður-Afríku fyrir átta árum.
Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
Strákarnir okkar settu áhorfsmet í Bandaríkjunum

Tengdar fréttir

Dietmar Hamann: Ísland er komið á heimskortið
Fyrrverandi leikmaður Liverpool heillaðist af frammistöðu strákanna okkar á móti Argentínu.

Sumarmessan: Hjörvar tók Heimi á teppið fyrir seinar skiptingar
Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í seinni hálfleik í leik Íslands og Argentínu á laugardag. Vítaspyrnan var dæmd á meðan Íslendingar voru einum færri og er sérfræðingurinn Hjörvar Hafliðason ósáttur með skiptingar íslenska liðsins.

Patrice Evra: Ísland átti skilið að vinna Argentínu
Franski bakvörðurinn var mjög hrifinn af íslenska liðinu í leiknum á móti Messi og félögum.

Skjávarpavesen ástæðan fyrir fýlu Heimis
Þráðurinn er stuttur þegar mikið er undir, segir landsliðsþjálfarinn.

HM í dag: Sænskur njósnari, áhrifavaldurinn Rúrik og þynnka Englendinga á enda
Níundi þáttur er farinn í loftið.