Besta veðrið á miðvikudag Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. júní 2018 11:00 Allir í bátana! Það er spáð 8-16 stiga hita á miðvikudag. Fréttablaðið/Ernir Útlit er fyrir að besti dagur vikunnar þegar litið er til veðurs verði miðvikudagurinn. Veðurfræðingur segir sumarið hafa verið heldur dapurt suðvestanlands en að höfuðborgarbúar verði að vona það besta, enda einungis tæpar þrjár vikur liðnar af júnímánuði. „Í dag er norðanátt og það rignir á norðausturlandi og svalt veður, en það er þurrt hérna sunnan heiða og hið sæmilegasta veður í dag. Einhverjar sólarglennur og alveg þokkalegur hiti,“ segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. „Svo ef við kíkjum aðeins áfram þá er á morgun hins vegar útlit fyrir að það verði einhver rigning á sunnanverðu landinu. Skýjað og svalt veður. Ef spár ganga eftir þá ætti miðvikudagurinn að vera skásti dagur vikunnar með sól víða um land, þurrviðri og sól víða.“Er þessu rigningarveðri þá að linna? „Nei eiginlega því miður ekki. Seinni partinn á fimmtudag eða fimmtudagskvöld þá er aftur komin rigning hérna væntanlega á suðvestur og vesturlandi og einhver væta allavega restina af vikunni.“ Höfuðborgarbúar hafa margir kveinkað sér vegna veðurs það sem af er sumri, enda hefur sólin lítið látið sjá sig á suðvesturhorninu. Haraldur segir þó að enn sé ekki öll vön úti. „Júní er náttúrulega rétt rúmlega hálfnaður og fyrsta vikan var mjög góð á norðausturlandi. Annars er þetta búið að vera í slöku meðallagi með hitann og sólarlítið hérna suðvestanlands. Þannig að þetta er já, frekar dapurt sem af er. En það eru nú bara búnar tæpar þrjár vikur af sumri. Við verðum að vona það besta bara.“Veðurhorfur á landinu Norðlæg átt með morgninum, víða 8-13 m/s í dag. Rigning N- og A-lands og hiti 4 til 9 stig, en rofar til sunnan heiða og hiti 10 til 17 stig. Bætir í vind SA-til undir kvöld. Minnkandi norðlæg átt á morgun og styttir að mestu upp fyrir norðan, en vestlægari S-lands og væta með köflum. Kólnar heldur, einkum um landið S-vert.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag: Vestlæg átt 3-10 m/s og víða bjart veður. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast S-lands.Á fimmtudag: Suðvestan 8-13 og léttskýjað á A-verðu landinu, en þykknar upp V-til og fer að rigna seinni partinn. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á A-landi.Á föstudag: Suðlæg átt og dálítil rigning SV- og V-lands, en bjart með köflum á NA- og A-landi. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast NA-til.Á laugardag: Suðlæg átt og rigning, en úrkomulítið NA-lands. Hiti breytist lítið.Á sunnudag: Suðvestlæg átt og dálítil væta, en léttir til um landið A-vert. Veður Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira
Útlit er fyrir að besti dagur vikunnar þegar litið er til veðurs verði miðvikudagurinn. Veðurfræðingur segir sumarið hafa verið heldur dapurt suðvestanlands en að höfuðborgarbúar verði að vona það besta, enda einungis tæpar þrjár vikur liðnar af júnímánuði. „Í dag er norðanátt og það rignir á norðausturlandi og svalt veður, en það er þurrt hérna sunnan heiða og hið sæmilegasta veður í dag. Einhverjar sólarglennur og alveg þokkalegur hiti,“ segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. „Svo ef við kíkjum aðeins áfram þá er á morgun hins vegar útlit fyrir að það verði einhver rigning á sunnanverðu landinu. Skýjað og svalt veður. Ef spár ganga eftir þá ætti miðvikudagurinn að vera skásti dagur vikunnar með sól víða um land, þurrviðri og sól víða.“Er þessu rigningarveðri þá að linna? „Nei eiginlega því miður ekki. Seinni partinn á fimmtudag eða fimmtudagskvöld þá er aftur komin rigning hérna væntanlega á suðvestur og vesturlandi og einhver væta allavega restina af vikunni.“ Höfuðborgarbúar hafa margir kveinkað sér vegna veðurs það sem af er sumri, enda hefur sólin lítið látið sjá sig á suðvesturhorninu. Haraldur segir þó að enn sé ekki öll vön úti. „Júní er náttúrulega rétt rúmlega hálfnaður og fyrsta vikan var mjög góð á norðausturlandi. Annars er þetta búið að vera í slöku meðallagi með hitann og sólarlítið hérna suðvestanlands. Þannig að þetta er já, frekar dapurt sem af er. En það eru nú bara búnar tæpar þrjár vikur af sumri. Við verðum að vona það besta bara.“Veðurhorfur á landinu Norðlæg átt með morgninum, víða 8-13 m/s í dag. Rigning N- og A-lands og hiti 4 til 9 stig, en rofar til sunnan heiða og hiti 10 til 17 stig. Bætir í vind SA-til undir kvöld. Minnkandi norðlæg átt á morgun og styttir að mestu upp fyrir norðan, en vestlægari S-lands og væta með köflum. Kólnar heldur, einkum um landið S-vert.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag: Vestlæg átt 3-10 m/s og víða bjart veður. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast S-lands.Á fimmtudag: Suðvestan 8-13 og léttskýjað á A-verðu landinu, en þykknar upp V-til og fer að rigna seinni partinn. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á A-landi.Á föstudag: Suðlæg átt og dálítil rigning SV- og V-lands, en bjart með köflum á NA- og A-landi. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast NA-til.Á laugardag: Suðlæg átt og rigning, en úrkomulítið NA-lands. Hiti breytist lítið.Á sunnudag: Suðvestlæg átt og dálítil væta, en léttir til um landið A-vert.
Veður Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira