Óvæntu úrslitin í gær eru til umræðu og sömuleiðis óvæntur 300 þúsunda fylgjendahópur Rúriks Gíslasonar á Instagram. Sænskur njósnari var tekinn í nefið af Suður-Kóreu sem vita að Evrópubúarnir þekkja Asíubúa ekki í sundur, eins og hann sjálfur komst að máli.
Englendingar hefja keppni í dag gegn Túnis og reyna að hrista af sér Nice-þynnkuna. Þjálfari Túnisa sá leikinn í Nice 2016 en segir Englendinga miklu miklu betri núna. Það þurfi bara að klippa á tengingun Dele Alli og Harry Kane. Sjáum til hvort Kane taki hornin.
Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.