Freyr um varnarleikinn: Besta sem ég hef séð í fótbolta yfir höfuð Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 18. júní 2018 09:00 Aron Einar fylgir Lionel Messi eftir en hann komst hvorki lönd né strönd gegn okkar mönnum. vísir/vilhelm Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, er yfirnjósnari íslenska karlalandsliðsins og hann hjálpaði til í leiknum í fyrradag þegar að strákarnir okkar gerðu 1-1 jafntefli við Argentínu. Freyr var ekki bara að leikgreina Argentínu í undirbúningi fyrir leikinn heldur sat hann einnig upp í stúku og sendi skilaboð niður til þjálfarateymisins á bekknum. Hann var í raun að leikgreina í beinni og allt gekk upp. „Varnarleikur okkar tók vopnin frá þeim. Við tókum allt svæðið á bakvið varnarlínuna okkar í burtu og hjálparvörnin var sennilega sú besta sem ég hef séð í fótbolta. Ekki bara í íslenskum fótbolta heldur í fótbolta yfir höfuð,“ segir Freyr sem lét heyra í sér í stúkunni. „Við vorum með þá en samt var ótrúlega stressandi að vera þarna uppi með yfirsýn yfir allt. Mér leið samt ótrúlega vel.“ Eins og það er fyrir leikmenn að spila vel er það ótrúlega gefandi fyrir þjálfara og leikgreinendur að sjá leikáætlanir heppnast svona vel. „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu. Það er alveg ótrúlega gaman þegar að þetta gengur upp og sem betur fer hefur þetta gengið ansi vel upp hjá okkur upp á síðkastið,“ segir Freyr.Ragnar Sigurðsson faðmar bróður sinn eftir leik.vísir/vilhelm„Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa þessu. Maður er stressaður um að allt sem maður hefur undirbúið verið afgreitt með einhverju óvæntu frá andstæðingnum en þá er gott að vera með plan A og plan B.“ Það er svo eitt að undirbúa leikina vel og annað að spila þá. Það eru eftir allt saman leikmennirnir sem þurfa að fylgja eftir planinu og berjast fyrir öllu sem í boði er. Og það gera okkar menn. „Þetta myndi samt aldrei ganga nema fyrir það að þessir strákar eru með svo rosalega mikla fótboltagreind. Þetta er ekkert eðlilegt og fyrir utan það hvað þeir eru rosalega duglegir. Þeir eru engum líkir,“ segir Freyr sem líður betur þegar að hann fær að vera í þjálfarahlutverkinu niður á hliðarlínunni. „Það er erfitt að vera þarna uppi en það góða við þetta er að ég má segja allt sem ég vil þegar að ég slekk á hljóðnemanum. Dómarinn getur ekkert sagt og ekki fjórði dómarinn heldur. Stundum er erfitt að ná sambandi strax niður á völl og þið vitið alveg hvernig ég er. Ég vil ná sambandi strax,“ segir Freyr Alexandersson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þjálfarateymi Íslands með þrjá aðstoðarmenn í stúkunni Strákarnir á bekknum hjá íslenska landsliðinu voru í góðu sambandi við menn í stúkunni meðan á leiknum gegn Argentínu stóð. 18. júní 2018 08:00 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, er yfirnjósnari íslenska karlalandsliðsins og hann hjálpaði til í leiknum í fyrradag þegar að strákarnir okkar gerðu 1-1 jafntefli við Argentínu. Freyr var ekki bara að leikgreina Argentínu í undirbúningi fyrir leikinn heldur sat hann einnig upp í stúku og sendi skilaboð niður til þjálfarateymisins á bekknum. Hann var í raun að leikgreina í beinni og allt gekk upp. „Varnarleikur okkar tók vopnin frá þeim. Við tókum allt svæðið á bakvið varnarlínuna okkar í burtu og hjálparvörnin var sennilega sú besta sem ég hef séð í fótbolta. Ekki bara í íslenskum fótbolta heldur í fótbolta yfir höfuð,“ segir Freyr sem lét heyra í sér í stúkunni. „Við vorum með þá en samt var ótrúlega stressandi að vera þarna uppi með yfirsýn yfir allt. Mér leið samt ótrúlega vel.“ Eins og það er fyrir leikmenn að spila vel er það ótrúlega gefandi fyrir þjálfara og leikgreinendur að sjá leikáætlanir heppnast svona vel. „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu. Það er alveg ótrúlega gaman þegar að þetta gengur upp og sem betur fer hefur þetta gengið ansi vel upp hjá okkur upp á síðkastið,“ segir Freyr.Ragnar Sigurðsson faðmar bróður sinn eftir leik.vísir/vilhelm„Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa þessu. Maður er stressaður um að allt sem maður hefur undirbúið verið afgreitt með einhverju óvæntu frá andstæðingnum en þá er gott að vera með plan A og plan B.“ Það er svo eitt að undirbúa leikina vel og annað að spila þá. Það eru eftir allt saman leikmennirnir sem þurfa að fylgja eftir planinu og berjast fyrir öllu sem í boði er. Og það gera okkar menn. „Þetta myndi samt aldrei ganga nema fyrir það að þessir strákar eru með svo rosalega mikla fótboltagreind. Þetta er ekkert eðlilegt og fyrir utan það hvað þeir eru rosalega duglegir. Þeir eru engum líkir,“ segir Freyr sem líður betur þegar að hann fær að vera í þjálfarahlutverkinu niður á hliðarlínunni. „Það er erfitt að vera þarna uppi en það góða við þetta er að ég má segja allt sem ég vil þegar að ég slekk á hljóðnemanum. Dómarinn getur ekkert sagt og ekki fjórði dómarinn heldur. Stundum er erfitt að ná sambandi strax niður á völl og þið vitið alveg hvernig ég er. Ég vil ná sambandi strax,“ segir Freyr Alexandersson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þjálfarateymi Íslands með þrjá aðstoðarmenn í stúkunni Strákarnir á bekknum hjá íslenska landsliðinu voru í góðu sambandi við menn í stúkunni meðan á leiknum gegn Argentínu stóð. 18. júní 2018 08:00 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Sjá meira
Þjálfarateymi Íslands með þrjá aðstoðarmenn í stúkunni Strákarnir á bekknum hjá íslenska landsliðinu voru í góðu sambandi við menn í stúkunni meðan á leiknum gegn Argentínu stóð. 18. júní 2018 08:00