„Snillingurinn“ sem þjálfar Argentínu kom þjálfarateyminu ekkert á óvart Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 17. júní 2018 13:00 Jorge Sampaoli kolféll á prófinu gegn Íslandi í gær. vísir/getty Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að íslenska landsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við Argentínu á HM 2018 í fótbolta í gær. Leikurinn var nánast fullkomlega spilaður hjá okkar mönnum en leikskipulagið var frábært og framkvæmdin hjá strákunum í hæsta gæðaflokki. Argentínumenn komust lítt á leiðis gegn íslenska varnarmúrnum. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, er yfirnjósnari íslenska liðsins og hann sat upp í stúku og hjálpaði til við að leikgreina leikinn í beinni. Hann kom svo skilaboðum áleiðis niður á bekkinn.Freyr Alexandersson er yfirnjósnari íslenska liðsins.vísir/gettyBiðu eftir því óvænta Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, þykir mikið séní þegar kemur að leikskipulagi og leikfræði og því óttaðist íslenska þjálfarateymið að hann myndi finna upp hjóli á Spartak-vellinum í gær en svo var nú aldeilis ekki. Argentínumaðurinn féll á prófinu. „Leikurinn spilaðist eins og við bjuggumst við. Það var ekkert sem að kom okkur á óvart. Við Heimir vorum alltaf að bíða eftir þessu óvænta því það er alltaf talað um hvað Sampaoli sé mikill snillingur,“ segir Freyr en hann tók virkan þátt í æfingu íslenska landsliðsins í Kabardinka í dag. „Ég held að þetta snúist frekar um hvað hann getur verið óútreiknanlegur. Það bara kom ekki neitt,“ segir hann. Lionel Messi kom boltanum ekki í netið í gær þrátt fyrir að skjóta ellefu sinnum að marki. Íslensku strákarnir voru búnir að undirbúa sig vel fyrir að mæta einum besta leikmanni sögunnar og það skilaði sér.Lionel Messi var í gjörgæslu.vísir/gettyMest bara hissa „Við vorum búnir að fara vel yfir það, að Messi má aldrei fá yfir tíu metra á milli varnar og miðju og hvernig varnarlínan okkar og miðlínan unnu saman að því að loka því svæði var stórkostlegt. Svo var Heimir búinn að fara einstaklega vel yfir það hvernig menn eiga að standa á Messi. Það var meiriháttar að horfa á þetta,“ segir Freyr. Það þótti ákveðin vanvirðing og vanmat þegar að Sampaoli las upp byrjunarlið argentínska liðsins á blaðamannafundi degi fyrir leik og gaf þannig Heimi og hans mönnum meiri tíma til að undirbúa sig. „Ég var bara hissa. Ég vissi ekki hvort ég átti að túlka þetta sem hroka eða sjálfstraust hjá þeim. Þetta eru ekki vanaleg vinnubrögð. Ég athugaði það. Við vorum aðallega hissa en við vorum aftur á móti búnir að giska á þetta byrjunarlið þannig að þetta kom okkur ekki á óvart heldur skapaði okkur bara frekara svigrúm til að slaka á og vinna í öðrum hlutum,“ segir Freyr Alexandersson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu myndbandið frumlega sem strákarnir horfðu á fyrir Argentínuleikinn Áður en strákarnir okkar halda í leiki þá horfa þeir á peppmyndband sem Húsvíkingurinn Dagur Sveinn Dagbjartsson býr til. Það var farin ný og frumleg leið fyrir leikinn gegn Argentínu í gær. 17. júní 2018 10:00 Hannes: Pressan var öll á Messi enda að skjóta á 34 ára gamlan leikstjóra Hannes Þór Halldórsson fór pressulaus inn í eina af stærstu stundum lífs síns. 17. júní 2018 10:30 HM mögulega búið hjá Jóhanni Berg Fór á sjúkrahús í myndatöku í morgun. 17. júní 2018 09:55 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira
Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að íslenska landsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við Argentínu á HM 2018 í fótbolta í gær. Leikurinn var nánast fullkomlega spilaður hjá okkar mönnum en leikskipulagið var frábært og framkvæmdin hjá strákunum í hæsta gæðaflokki. Argentínumenn komust lítt á leiðis gegn íslenska varnarmúrnum. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, er yfirnjósnari íslenska liðsins og hann sat upp í stúku og hjálpaði til við að leikgreina leikinn í beinni. Hann kom svo skilaboðum áleiðis niður á bekkinn.Freyr Alexandersson er yfirnjósnari íslenska liðsins.vísir/gettyBiðu eftir því óvænta Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, þykir mikið séní þegar kemur að leikskipulagi og leikfræði og því óttaðist íslenska þjálfarateymið að hann myndi finna upp hjóli á Spartak-vellinum í gær en svo var nú aldeilis ekki. Argentínumaðurinn féll á prófinu. „Leikurinn spilaðist eins og við bjuggumst við. Það var ekkert sem að kom okkur á óvart. Við Heimir vorum alltaf að bíða eftir þessu óvænta því það er alltaf talað um hvað Sampaoli sé mikill snillingur,“ segir Freyr en hann tók virkan þátt í æfingu íslenska landsliðsins í Kabardinka í dag. „Ég held að þetta snúist frekar um hvað hann getur verið óútreiknanlegur. Það bara kom ekki neitt,“ segir hann. Lionel Messi kom boltanum ekki í netið í gær þrátt fyrir að skjóta ellefu sinnum að marki. Íslensku strákarnir voru búnir að undirbúa sig vel fyrir að mæta einum besta leikmanni sögunnar og það skilaði sér.Lionel Messi var í gjörgæslu.vísir/gettyMest bara hissa „Við vorum búnir að fara vel yfir það, að Messi má aldrei fá yfir tíu metra á milli varnar og miðju og hvernig varnarlínan okkar og miðlínan unnu saman að því að loka því svæði var stórkostlegt. Svo var Heimir búinn að fara einstaklega vel yfir það hvernig menn eiga að standa á Messi. Það var meiriháttar að horfa á þetta,“ segir Freyr. Það þótti ákveðin vanvirðing og vanmat þegar að Sampaoli las upp byrjunarlið argentínska liðsins á blaðamannafundi degi fyrir leik og gaf þannig Heimi og hans mönnum meiri tíma til að undirbúa sig. „Ég var bara hissa. Ég vissi ekki hvort ég átti að túlka þetta sem hroka eða sjálfstraust hjá þeim. Þetta eru ekki vanaleg vinnubrögð. Ég athugaði það. Við vorum aðallega hissa en við vorum aftur á móti búnir að giska á þetta byrjunarlið þannig að þetta kom okkur ekki á óvart heldur skapaði okkur bara frekara svigrúm til að slaka á og vinna í öðrum hlutum,“ segir Freyr Alexandersson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu myndbandið frumlega sem strákarnir horfðu á fyrir Argentínuleikinn Áður en strákarnir okkar halda í leiki þá horfa þeir á peppmyndband sem Húsvíkingurinn Dagur Sveinn Dagbjartsson býr til. Það var farin ný og frumleg leið fyrir leikinn gegn Argentínu í gær. 17. júní 2018 10:00 Hannes: Pressan var öll á Messi enda að skjóta á 34 ára gamlan leikstjóra Hannes Þór Halldórsson fór pressulaus inn í eina af stærstu stundum lífs síns. 17. júní 2018 10:30 HM mögulega búið hjá Jóhanni Berg Fór á sjúkrahús í myndatöku í morgun. 17. júní 2018 09:55 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira
Sjáðu myndbandið frumlega sem strákarnir horfðu á fyrir Argentínuleikinn Áður en strákarnir okkar halda í leiki þá horfa þeir á peppmyndband sem Húsvíkingurinn Dagur Sveinn Dagbjartsson býr til. Það var farin ný og frumleg leið fyrir leikinn gegn Argentínu í gær. 17. júní 2018 10:00
Hannes: Pressan var öll á Messi enda að skjóta á 34 ára gamlan leikstjóra Hannes Þór Halldórsson fór pressulaus inn í eina af stærstu stundum lífs síns. 17. júní 2018 10:30