Clattenburg og Neville gagnrýna VAR: Ekki víti á Hörð en átti að vera víti á Birki Má Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. júní 2018 21:30 Hörður Björgvin og Meza í teignum Vísir/getty Knattspyrnusérfræðingurinn Gary Nevill og fyrrum dómarinn Mark Clattenburg gagnrýndu notkun myndbandsdómara í leik Íslands og Argentínu á HM í fótbolta í dag, eða frekar notkunarleysi myndbandsdómaranna. Maximiliano Meza fékk dæmda vítaspyrnu eftir að hann féll í teignum eftir viðskipti við Hörð Björgvin Magnússon. Neville sagði það brot ekki vera víti eftir nánari skoðun. „Þetta leit út eins og víti, varnarmaðurinn er vitlausu megin við sóknarmanninn og við fyrstu sín heldur þú að þetta sé víti,“ sagði Neville sem var einn sérfræðinga í umfjöllun ITV um mótið. „Þegar það er horft nánar á atvikið, sem er hlutverk myndbandsdómgæslunnar, þá sérðu að hægri fótur Mesa fer í átt að Herði og býr til snertinguna, sem gerir þetta ekki víti í minum huga.“ Clattenburg, sem var einn besti dómari ensku úrvalsdeildarinnar áður en hann færði sig til Sádi-Arabíu, tók undir með Neville. „Mesa býr til snertinguna. Dómarinn hefði átt að fara út að hliðarlínu og skoða atvikið í skjánum þar. Ég skil ekki afhverju það var ekki gert, hafa þeir áhyggjur af því að þetta taki of langan tíma?“ Vítadómurinn kom ekki að sök þar sem Hannes Þór Halldórsson varði frá Lionel Messi og tryggði að niðurstaðan varð 1-1 jafntefli. Seinna í leiknum má Birkir Már Sævarsson telja sig heppinn að fá ekki dæmt á sig víti. Dómarinn Szymon Marciniak skammaði Cristian Pavon hins vegar fyrir leikaraskap. „Við fyrstu sín leit út fyrir að hann hefði tekið dýfu en það sést við endursýningar að Birkir fer í hægri fótinn á honum,“ sagði Henrik Larsson sem var með þeim í umfjöllun ITV. Clattenburg var mjög hissa á því að myndbandskerfið hefði ekki verið notað í þessu tilfelli og að Marciniak hefði ekki farið út að hliðarlínu og skoðað þetta. Hann tók fram að það má ekki snúa ákvörðunum við eftir að leikurinn hefur farið í gang aftur. Ef atvik á sér stað og leikurinn heldur áfram, það er boltinn fer ekki út af, má snúa ákvörðun við. Hins vegar má það ekki ef boltinn hefur farið útaf við atvikið og hann er farinn af stað aftur. Clattenburg vildi sjá Marciniak fara og skoða þetta atvik áður en leikurinn fór í gang að nýju. Hvað sem þessari gagnrýni þeirra líður þá kemur niðurstaðan út á það sama, Argentína fékk dæmda eina vítaspyrnu. Hún opnar hins vegar umræðuna um það hvernig og hvenær eigi að nota myndbandsdómgæslukerfið. Neville setti spurningamerki við hversu vel myndbandsdómararnir geta sinnt starfi sínu þar sem þeir sitja og horfa á skjá sem er skipt upp í hátt í tíu mismunandi sjónarhorn. Hvernig eiga þeir að geta tekið ákvörðun á aðeins 10 til 15 sekúndum? HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Fótbolti Fleiri fréttir Hittust á Íslandi og keyptu Mbuemo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Sjá meira
Knattspyrnusérfræðingurinn Gary Nevill og fyrrum dómarinn Mark Clattenburg gagnrýndu notkun myndbandsdómara í leik Íslands og Argentínu á HM í fótbolta í dag, eða frekar notkunarleysi myndbandsdómaranna. Maximiliano Meza fékk dæmda vítaspyrnu eftir að hann féll í teignum eftir viðskipti við Hörð Björgvin Magnússon. Neville sagði það brot ekki vera víti eftir nánari skoðun. „Þetta leit út eins og víti, varnarmaðurinn er vitlausu megin við sóknarmanninn og við fyrstu sín heldur þú að þetta sé víti,“ sagði Neville sem var einn sérfræðinga í umfjöllun ITV um mótið. „Þegar það er horft nánar á atvikið, sem er hlutverk myndbandsdómgæslunnar, þá sérðu að hægri fótur Mesa fer í átt að Herði og býr til snertinguna, sem gerir þetta ekki víti í minum huga.“ Clattenburg, sem var einn besti dómari ensku úrvalsdeildarinnar áður en hann færði sig til Sádi-Arabíu, tók undir með Neville. „Mesa býr til snertinguna. Dómarinn hefði átt að fara út að hliðarlínu og skoða atvikið í skjánum þar. Ég skil ekki afhverju það var ekki gert, hafa þeir áhyggjur af því að þetta taki of langan tíma?“ Vítadómurinn kom ekki að sök þar sem Hannes Þór Halldórsson varði frá Lionel Messi og tryggði að niðurstaðan varð 1-1 jafntefli. Seinna í leiknum má Birkir Már Sævarsson telja sig heppinn að fá ekki dæmt á sig víti. Dómarinn Szymon Marciniak skammaði Cristian Pavon hins vegar fyrir leikaraskap. „Við fyrstu sín leit út fyrir að hann hefði tekið dýfu en það sést við endursýningar að Birkir fer í hægri fótinn á honum,“ sagði Henrik Larsson sem var með þeim í umfjöllun ITV. Clattenburg var mjög hissa á því að myndbandskerfið hefði ekki verið notað í þessu tilfelli og að Marciniak hefði ekki farið út að hliðarlínu og skoðað þetta. Hann tók fram að það má ekki snúa ákvörðunum við eftir að leikurinn hefur farið í gang aftur. Ef atvik á sér stað og leikurinn heldur áfram, það er boltinn fer ekki út af, má snúa ákvörðun við. Hins vegar má það ekki ef boltinn hefur farið útaf við atvikið og hann er farinn af stað aftur. Clattenburg vildi sjá Marciniak fara og skoða þetta atvik áður en leikurinn fór í gang að nýju. Hvað sem þessari gagnrýni þeirra líður þá kemur niðurstaðan út á það sama, Argentína fékk dæmda eina vítaspyrnu. Hún opnar hins vegar umræðuna um það hvernig og hvenær eigi að nota myndbandsdómgæslukerfið. Neville setti spurningamerki við hversu vel myndbandsdómararnir geta sinnt starfi sínu þar sem þeir sitja og horfa á skjá sem er skipt upp í hátt í tíu mismunandi sjónarhorn. Hvernig eiga þeir að geta tekið ákvörðun á aðeins 10 til 15 sekúndum?
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Fótbolti Fleiri fréttir Hittust á Íslandi og keyptu Mbuemo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Sjá meira
Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00