Clattenburg og Neville gagnrýna VAR: Ekki víti á Hörð en átti að vera víti á Birki Má Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. júní 2018 21:30 Hörður Björgvin og Meza í teignum Vísir/getty Knattspyrnusérfræðingurinn Gary Nevill og fyrrum dómarinn Mark Clattenburg gagnrýndu notkun myndbandsdómara í leik Íslands og Argentínu á HM í fótbolta í dag, eða frekar notkunarleysi myndbandsdómaranna. Maximiliano Meza fékk dæmda vítaspyrnu eftir að hann féll í teignum eftir viðskipti við Hörð Björgvin Magnússon. Neville sagði það brot ekki vera víti eftir nánari skoðun. „Þetta leit út eins og víti, varnarmaðurinn er vitlausu megin við sóknarmanninn og við fyrstu sín heldur þú að þetta sé víti,“ sagði Neville sem var einn sérfræðinga í umfjöllun ITV um mótið. „Þegar það er horft nánar á atvikið, sem er hlutverk myndbandsdómgæslunnar, þá sérðu að hægri fótur Mesa fer í átt að Herði og býr til snertinguna, sem gerir þetta ekki víti í minum huga.“ Clattenburg, sem var einn besti dómari ensku úrvalsdeildarinnar áður en hann færði sig til Sádi-Arabíu, tók undir með Neville. „Mesa býr til snertinguna. Dómarinn hefði átt að fara út að hliðarlínu og skoða atvikið í skjánum þar. Ég skil ekki afhverju það var ekki gert, hafa þeir áhyggjur af því að þetta taki of langan tíma?“ Vítadómurinn kom ekki að sök þar sem Hannes Þór Halldórsson varði frá Lionel Messi og tryggði að niðurstaðan varð 1-1 jafntefli. Seinna í leiknum má Birkir Már Sævarsson telja sig heppinn að fá ekki dæmt á sig víti. Dómarinn Szymon Marciniak skammaði Cristian Pavon hins vegar fyrir leikaraskap. „Við fyrstu sín leit út fyrir að hann hefði tekið dýfu en það sést við endursýningar að Birkir fer í hægri fótinn á honum,“ sagði Henrik Larsson sem var með þeim í umfjöllun ITV. Clattenburg var mjög hissa á því að myndbandskerfið hefði ekki verið notað í þessu tilfelli og að Marciniak hefði ekki farið út að hliðarlínu og skoðað þetta. Hann tók fram að það má ekki snúa ákvörðunum við eftir að leikurinn hefur farið í gang aftur. Ef atvik á sér stað og leikurinn heldur áfram, það er boltinn fer ekki út af, má snúa ákvörðun við. Hins vegar má það ekki ef boltinn hefur farið útaf við atvikið og hann er farinn af stað aftur. Clattenburg vildi sjá Marciniak fara og skoða þetta atvik áður en leikurinn fór í gang að nýju. Hvað sem þessari gagnrýni þeirra líður þá kemur niðurstaðan út á það sama, Argentína fékk dæmda eina vítaspyrnu. Hún opnar hins vegar umræðuna um það hvernig og hvenær eigi að nota myndbandsdómgæslukerfið. Neville setti spurningamerki við hversu vel myndbandsdómararnir geta sinnt starfi sínu þar sem þeir sitja og horfa á skjá sem er skipt upp í hátt í tíu mismunandi sjónarhorn. Hvernig eiga þeir að geta tekið ákvörðun á aðeins 10 til 15 sekúndum? HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Knattspyrnusérfræðingurinn Gary Nevill og fyrrum dómarinn Mark Clattenburg gagnrýndu notkun myndbandsdómara í leik Íslands og Argentínu á HM í fótbolta í dag, eða frekar notkunarleysi myndbandsdómaranna. Maximiliano Meza fékk dæmda vítaspyrnu eftir að hann féll í teignum eftir viðskipti við Hörð Björgvin Magnússon. Neville sagði það brot ekki vera víti eftir nánari skoðun. „Þetta leit út eins og víti, varnarmaðurinn er vitlausu megin við sóknarmanninn og við fyrstu sín heldur þú að þetta sé víti,“ sagði Neville sem var einn sérfræðinga í umfjöllun ITV um mótið. „Þegar það er horft nánar á atvikið, sem er hlutverk myndbandsdómgæslunnar, þá sérðu að hægri fótur Mesa fer í átt að Herði og býr til snertinguna, sem gerir þetta ekki víti í minum huga.“ Clattenburg, sem var einn besti dómari ensku úrvalsdeildarinnar áður en hann færði sig til Sádi-Arabíu, tók undir með Neville. „Mesa býr til snertinguna. Dómarinn hefði átt að fara út að hliðarlínu og skoða atvikið í skjánum þar. Ég skil ekki afhverju það var ekki gert, hafa þeir áhyggjur af því að þetta taki of langan tíma?“ Vítadómurinn kom ekki að sök þar sem Hannes Þór Halldórsson varði frá Lionel Messi og tryggði að niðurstaðan varð 1-1 jafntefli. Seinna í leiknum má Birkir Már Sævarsson telja sig heppinn að fá ekki dæmt á sig víti. Dómarinn Szymon Marciniak skammaði Cristian Pavon hins vegar fyrir leikaraskap. „Við fyrstu sín leit út fyrir að hann hefði tekið dýfu en það sést við endursýningar að Birkir fer í hægri fótinn á honum,“ sagði Henrik Larsson sem var með þeim í umfjöllun ITV. Clattenburg var mjög hissa á því að myndbandskerfið hefði ekki verið notað í þessu tilfelli og að Marciniak hefði ekki farið út að hliðarlínu og skoðað þetta. Hann tók fram að það má ekki snúa ákvörðunum við eftir að leikurinn hefur farið í gang aftur. Ef atvik á sér stað og leikurinn heldur áfram, það er boltinn fer ekki út af, má snúa ákvörðun við. Hins vegar má það ekki ef boltinn hefur farið útaf við atvikið og hann er farinn af stað aftur. Clattenburg vildi sjá Marciniak fara og skoða þetta atvik áður en leikurinn fór í gang að nýju. Hvað sem þessari gagnrýni þeirra líður þá kemur niðurstaðan út á það sama, Argentína fékk dæmda eina vítaspyrnu. Hún opnar hins vegar umræðuna um það hvernig og hvenær eigi að nota myndbandsdómgæslukerfið. Neville setti spurningamerki við hversu vel myndbandsdómararnir geta sinnt starfi sínu þar sem þeir sitja og horfa á skjá sem er skipt upp í hátt í tíu mismunandi sjónarhorn. Hvernig eiga þeir að geta tekið ákvörðun á aðeins 10 til 15 sekúndum?
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00