Flúðaorka mun framleiða rafmagn úr jarðhita Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. júní 2018 20:00 Fulltrúar verkefnisins við jarðhitaholuna á jörðinni Kópsvatni í Hrunamannahreppi. Frá vinstri, Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri, Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti, Ragnar Sær Ragnarsson, framkvæmdastjóri Varmaorku og Ruben Havsed, markaðstjóri Climeon fyrirtækisins í Svíþjóð sem sér um tækjabúnaðinn. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil spenna er í Hrunamannahreppi fyrir nýju verkefni sem snýst um að framleiða rafmagn úr stórri jarðhitaholu á jörðinni Kópsvatni. Fyrirtækið Varmaorka sem stendur að verkefninu í samvinnu við heimamenn ætlar sér að reisa og starfrækja jarðhitavirkjanir á nokkrum stöðum á Íslandi. Holan gefur 116 gráðu heitt vatn og 45 sekúndulítra. Nú stendur til að fanga orku úr umframhita holunnar og framleiða rafmagn. Það er Flúðaorka og Varmaorka sem standa að verkefninu. „Við erum að tala um framleiðslu á rafmagni úr jarðhita úr lághita sem er nýjung á Íslandi, háhitinn hefur verið mest nýttur eins og flestir vita. Nú er tækifærið til að framleiða rafmagn á hverjum stað hjá heimamönnum en það er held ég eitthvað sem ansi margir hafa verið að bíða eftir. „Við erum að taka efsta hlutann, hita toppinn og framleiða rafmagn áður en þetta fer til húshitunar. Það er tækifæri sem ég held að fáir á Íslandi hafi áttað á sig á að yrði mögulegt. Nú er verið að gera þetta í fyrsta sinn úr lághitanum“, segir Ragnar Sær Ragnarsson, framkvæmdastjóri Varmaorku sem vinnur verkefnið í samvinnu við Flúðaorku og Hrunamannahrepp.Holan á Kópsvatni gefur gefur 116 gráðu heitt vatn og 45 sekúndulítra. Búnaðurinn frá sænska fyrirtækinu Climeon gerir kleift að fanga orku úr umframhita úr holunni.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonEn af hverju er ekki löngu búið að gera þetta? „Þessi tækni hefur ekki verið til. Við erum að vinna með Sænskum aðila sem að framleiða vélbúnað sem gerir þetta kleift og það er að byrja hér á Kópsvatni í Hrunamannahreppi“, segir Rangar enn fremur. Mikil spenna og eftirvænting er hjá heimamönnum vegna verkefnisins enda nóg af heitu vatni í sveitarfélaginu. „Við erum að selja vatnið til Flúðaorku og fáum þar náttúrulega tekjur. Svo er þetta vonandi fyrsta skrefið í það að við sjáum um meiri rafmagnsleiðslu í sveitarfélaginu, kannski bara fyrir allt sveitarfélagið. Þetta er mjög skemmtileg tækni og gaman að það skuli vera hægt að nýta hana hér“, segir Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps. Vonast er til að rafmagnsframleiðslan komi til að hefjast í haust en það rafmagn verður þá í fyrstu selt inn á kerfið hjá RARIK. Orkumál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Mikil spenna er í Hrunamannahreppi fyrir nýju verkefni sem snýst um að framleiða rafmagn úr stórri jarðhitaholu á jörðinni Kópsvatni. Fyrirtækið Varmaorka sem stendur að verkefninu í samvinnu við heimamenn ætlar sér að reisa og starfrækja jarðhitavirkjanir á nokkrum stöðum á Íslandi. Holan gefur 116 gráðu heitt vatn og 45 sekúndulítra. Nú stendur til að fanga orku úr umframhita holunnar og framleiða rafmagn. Það er Flúðaorka og Varmaorka sem standa að verkefninu. „Við erum að tala um framleiðslu á rafmagni úr jarðhita úr lághita sem er nýjung á Íslandi, háhitinn hefur verið mest nýttur eins og flestir vita. Nú er tækifærið til að framleiða rafmagn á hverjum stað hjá heimamönnum en það er held ég eitthvað sem ansi margir hafa verið að bíða eftir. „Við erum að taka efsta hlutann, hita toppinn og framleiða rafmagn áður en þetta fer til húshitunar. Það er tækifæri sem ég held að fáir á Íslandi hafi áttað á sig á að yrði mögulegt. Nú er verið að gera þetta í fyrsta sinn úr lághitanum“, segir Ragnar Sær Ragnarsson, framkvæmdastjóri Varmaorku sem vinnur verkefnið í samvinnu við Flúðaorku og Hrunamannahrepp.Holan á Kópsvatni gefur gefur 116 gráðu heitt vatn og 45 sekúndulítra. Búnaðurinn frá sænska fyrirtækinu Climeon gerir kleift að fanga orku úr umframhita úr holunni.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonEn af hverju er ekki löngu búið að gera þetta? „Þessi tækni hefur ekki verið til. Við erum að vinna með Sænskum aðila sem að framleiða vélbúnað sem gerir þetta kleift og það er að byrja hér á Kópsvatni í Hrunamannahreppi“, segir Rangar enn fremur. Mikil spenna og eftirvænting er hjá heimamönnum vegna verkefnisins enda nóg af heitu vatni í sveitarfélaginu. „Við erum að selja vatnið til Flúðaorku og fáum þar náttúrulega tekjur. Svo er þetta vonandi fyrsta skrefið í það að við sjáum um meiri rafmagnsleiðslu í sveitarfélaginu, kannski bara fyrir allt sveitarfélagið. Þetta er mjög skemmtileg tækni og gaman að það skuli vera hægt að nýta hana hér“, segir Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps. Vonast er til að rafmagnsframleiðslan komi til að hefjast í haust en það rafmagn verður þá í fyrstu selt inn á kerfið hjá RARIK.
Orkumál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira