Lítið talað um Ísland á blaðamannafundi Argentínumanna Henry Birgr Gunnarsson í Moskvu skrifar 15. júní 2018 16:45 Sampaoli á fundinum í dag. vísir/getty Landsliðsþjálfari Argentínu, Jorge Sampaoli, tilkynnti mjög óvænt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Íslandi á blaðamannafundi sínum áðan. Fundurinn snérist ekki mikið um Ísland. Fyrstur til að spyrja var blaðamaður frá Bangladess sem vildi vita af hverju Messi mætti aldrei á blaðamannafundi með landsliðinu. „Ég ákveð þessa hluti ekki. Þú verður að spyrja einhverja aðra en mig," sagði Sampaoli augljóslega frekar pirraður á spurningunni. Hann segir það fullkomlega eðlilegt að tilkynna liðið sólarhring fyrir leik. „Við höfum ekkert að fela. Vitum hvaða liði við viljum spila og það hefur verið að æfa samna. Liðið er mjög sterkt og góð samheldni hjá okkur. Liðið er tilbúið og mun sýna það í leiknum." Ein af örfáum spurningum um Ísland snérist um hæðarmuninn en íslenska liðið er mun hávaxnari og getur því vel ógnað í föstum leikatriðum. „Við reynum að bæta upp fyrir hæðarmuninn á öðrum sviðum. Það er auðvitað erfitt að undirbúa sig fyrir svona en við verðum að draga úr möguleikum Íslands í leiknum," sagði þjálfarinn en hvað veit hann um íslenska liðið? „Ég veit að þeirra besti maður er að jafna sig eftir meiðsli. Ég veit líka að það verður erfitt að spila við þá. Við megum ekki hugsa um að pressan sé of mikil á okkur heldur verðum við að setja þá undir pressu." Þjálfarinn gaf engan afslátt þegar kom að því að peppa sinn besta leikmann, Lionel Messi, upp. „Messi líður vel og er í toppformi. Hann getur ekki beðið eftir því að byrja að reyna að uppfylla sinn draum á þessu móti. Hann á ekki að vera undir neinni pressu því maður eins og hann gerir alla hamingjusama með spilamennsku sinni. Hann er snillingur," sagði þjálfarinn með stjörnuglampa. Flestir telja að þetta verði síðasta HM hjá Messi en ekki þjálfarinn. „Nei, ég held hann komi aftur á HM. Hann er snillingur spilar svo vel. Það er engin ástæða til þess að halda að hann komi ekki aftur eftir fjögur ár."Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Landsliðsþjálfari Argentínu, Jorge Sampaoli, tilkynnti mjög óvænt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Íslandi á blaðamannafundi sínum áðan. Fundurinn snérist ekki mikið um Ísland. Fyrstur til að spyrja var blaðamaður frá Bangladess sem vildi vita af hverju Messi mætti aldrei á blaðamannafundi með landsliðinu. „Ég ákveð þessa hluti ekki. Þú verður að spyrja einhverja aðra en mig," sagði Sampaoli augljóslega frekar pirraður á spurningunni. Hann segir það fullkomlega eðlilegt að tilkynna liðið sólarhring fyrir leik. „Við höfum ekkert að fela. Vitum hvaða liði við viljum spila og það hefur verið að æfa samna. Liðið er mjög sterkt og góð samheldni hjá okkur. Liðið er tilbúið og mun sýna það í leiknum." Ein af örfáum spurningum um Ísland snérist um hæðarmuninn en íslenska liðið er mun hávaxnari og getur því vel ógnað í föstum leikatriðum. „Við reynum að bæta upp fyrir hæðarmuninn á öðrum sviðum. Það er auðvitað erfitt að undirbúa sig fyrir svona en við verðum að draga úr möguleikum Íslands í leiknum," sagði þjálfarinn en hvað veit hann um íslenska liðið? „Ég veit að þeirra besti maður er að jafna sig eftir meiðsli. Ég veit líka að það verður erfitt að spila við þá. Við megum ekki hugsa um að pressan sé of mikil á okkur heldur verðum við að setja þá undir pressu." Þjálfarinn gaf engan afslátt þegar kom að því að peppa sinn besta leikmann, Lionel Messi, upp. „Messi líður vel og er í toppformi. Hann getur ekki beðið eftir því að byrja að reyna að uppfylla sinn draum á þessu móti. Hann á ekki að vera undir neinni pressu því maður eins og hann gerir alla hamingjusama með spilamennsku sinni. Hann er snillingur," sagði þjálfarinn með stjörnuglampa. Flestir telja að þetta verði síðasta HM hjá Messi en ekki þjálfarinn. „Nei, ég held hann komi aftur á HM. Hann er snillingur spilar svo vel. Það er engin ástæða til þess að halda að hann komi ekki aftur eftir fjögur ár."Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira