Kattarþvottur Þórarinn Þórarinsson skrifar 15. júní 2018 07:00 Kettir eru merkilegar skepnur. Fara sínar eigin leiðir og ekki er á þá að treysta. Síst af öllu í stjórnmálum. Jóhanna Sigurðardóttir veit allt um það eftir að hafa staðið sveitt í því vonlausa puði að smala villiköttum. Hugarfar hundsins er miklu heppilegra þegar stjórnmál eru annars vegar. Flokkarnir og kerfið sem þeir hönnuðu og þrífast á byggir á leiðitömum, slefandi, húsbóndahollum rökkum sem gelta þegar eigandinn sigar þeim á óvininn en þegja þess á milli þegar góðri dúsu er kastað í skoltinn á þeim. Þótt kötturinn nenni ekki að hugsa um neitt nema sjálfan sig þá getur samt verið ómetanlegt að hafa svona eins og einn ómótstæðilegan tækifærissinna í liðinu. Þannig var blaðamannafundur nýs meirihluta í borgarstjórn í Breiðholtinu í vikunni veiðihársbreidd frá því að verða óbærilega klisjukenndur og hallærislegur ef hin fræga Breiðholtslæða Perla hefði ekki stolið senunni. Hún færði fókusinn, með ómótstæðilegum sjarma, af innantómum belgingi tapara í kosningum sem voru mættir til þess að berja sér á brjóst með sorglega lítið atkvæðamagn að baki sér. Og það eina sem Perla tók fyrir greiðann og þessa almannatengslabrellu sem er milljóna virði var knús frá lúserunum. Eitthvað sem þetta fólk mætti hafa í huga og læra af. Kannski væri ráð að knúsa kjósendur af og til og standa við að minnsta kosti eitt loforð um að opna túnfisksdós með 3.000 íbúðum fyrir fólk sem hefur ekki efni á því að borga 250.000 fyrir að leigja kjallaraholu? Breiðholtslæðan Perla og aðrir kettir eiga níu líf en sumir sem tóku hana í fang sér fyrir framan myndavélarnar eru búnir með öll sín pólitísku líf og geta tæpast stólað á svona kattarþvott. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Kettir eru merkilegar skepnur. Fara sínar eigin leiðir og ekki er á þá að treysta. Síst af öllu í stjórnmálum. Jóhanna Sigurðardóttir veit allt um það eftir að hafa staðið sveitt í því vonlausa puði að smala villiköttum. Hugarfar hundsins er miklu heppilegra þegar stjórnmál eru annars vegar. Flokkarnir og kerfið sem þeir hönnuðu og þrífast á byggir á leiðitömum, slefandi, húsbóndahollum rökkum sem gelta þegar eigandinn sigar þeim á óvininn en þegja þess á milli þegar góðri dúsu er kastað í skoltinn á þeim. Þótt kötturinn nenni ekki að hugsa um neitt nema sjálfan sig þá getur samt verið ómetanlegt að hafa svona eins og einn ómótstæðilegan tækifærissinna í liðinu. Þannig var blaðamannafundur nýs meirihluta í borgarstjórn í Breiðholtinu í vikunni veiðihársbreidd frá því að verða óbærilega klisjukenndur og hallærislegur ef hin fræga Breiðholtslæða Perla hefði ekki stolið senunni. Hún færði fókusinn, með ómótstæðilegum sjarma, af innantómum belgingi tapara í kosningum sem voru mættir til þess að berja sér á brjóst með sorglega lítið atkvæðamagn að baki sér. Og það eina sem Perla tók fyrir greiðann og þessa almannatengslabrellu sem er milljóna virði var knús frá lúserunum. Eitthvað sem þetta fólk mætti hafa í huga og læra af. Kannski væri ráð að knúsa kjósendur af og til og standa við að minnsta kosti eitt loforð um að opna túnfisksdós með 3.000 íbúðum fyrir fólk sem hefur ekki efni á því að borga 250.000 fyrir að leigja kjallaraholu? Breiðholtslæðan Perla og aðrir kettir eiga níu líf en sumir sem tóku hana í fang sér fyrir framan myndavélarnar eru búnir með öll sín pólitísku líf og geta tæpast stólað á svona kattarþvott.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun