Emil: Býst við stærra hlutverki núna en á EM Tómas Þór Þórðarson í Moskvu skrifar 15. júní 2018 09:30 Emil Hallfreðsson er líklegur í íslenska byrjunarliðið á móti Argentínu. vísir/vilhelm Emil Hallfreðsson, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, hefur á undanförnum misserum alltaf fengið stærra og stærra hlutverk í liðinu eftir að hann þurfti að dúsa mikið á bekknum og var í hreinskilni sagt ekki með stórt hlutverk. Emil, sem hóf feril sinn sem kantmaður, kom mjög oft inn á kantinn í leikjum þrátt fyrir að hann hættur að spila þá stöðu með félagsliði sínu fyrir löngu. Eðli málsins samkvæmt skilaði hann ekki alltaf jafngóðu starfi þar og í sinni stöðu sem er á miðjunni. Hafnfirðingurinn kom aðeins inn á í einum leik á EM fyrir tveimur árum en það var einmitt á vænginn á móti Ungverjalandi. Innkoman var ekkert sérstök og spilaði Emil ekki fleiri mínútur á mótinu. Eftir að hann fór að spila meira á miðjunni fóru hlutirnir að líta betur út hjá honum í landsliðinu.Emil Hallfreðsson kom við sögu í einum leik á EM en hugsar ekki mikið til baka.vísir/vilhelm„Mér hefur gengið mun betur eftir að ég fékk að spila á miðjunni undanfarin tvö ár. Ég spilaði ekki mikið á EM en það er bara eins og það var. Ég er löngu kominn yfir það og ekkert pælt í því í tvö ár,“ segir Emil sem er mjög líklegur til að vera í byrjunarliðinu á móti Argentínu, hvort sem að Aron Einar er meiddur eða ekki. „Staðan hjá mér núna er vissulega öðruvísi. Ég vona og býst við því að fá aðeins stærra hlutverk en á EM. Þetta er bara spennandi enda er maður fyrir löngu byrjaður að undirbúa sig fyrir þetta,“ segir hann. Það styttist í stóru stundina í Moskvu en strákarnir okkar ganga út á Spartak-völlinn klukkan 16.00 að staðartíma á laugardaginn og hefja leik á HM. Undirbúningur er á fullu hjá okkar mönnum. „Við erum búnir að taka nokkra fundi fyrir Argentínuleikinn og fórum yfir það aftur í gær. Við fórum létt yfir þá heima á Íslandi og svo aftur hérna. Menn eru orðnir innstillir á þann leik og hvernig við ætlum að fara í það verkefni,“ segir Emil Hallfreðsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir unnu sér inn fyrir frídeginum með erfiðri æfingu Ólafur Ingi Skúlason segir æfingarnar betri í Gelendzikh völlurinn er svo rosalega góður. 15. júní 2018 08:00 HM í dag: Flugvélamaturinn setur strik í reikninginn Fjölmiðlastrákarnir okkar eru komnir til Moskvu og það var lítið annað að gera en að byrja daginn á söng. 15. júní 2018 09:00 Góðkunningi Íslands blæs í flautuna í slagnum við Argentínu Dæmdi leik Íslands og Austurríkis á EM fyrir tveimur árum. 15. júní 2018 08:30 Bein útsending: Blaðamannafundur Arons og Heimis fyrir Argentínuleikinn Innan við sólarhringur í leikinn á Spartak leikvanginum. 15. júní 2018 10:15 Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira
Emil Hallfreðsson, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, hefur á undanförnum misserum alltaf fengið stærra og stærra hlutverk í liðinu eftir að hann þurfti að dúsa mikið á bekknum og var í hreinskilni sagt ekki með stórt hlutverk. Emil, sem hóf feril sinn sem kantmaður, kom mjög oft inn á kantinn í leikjum þrátt fyrir að hann hættur að spila þá stöðu með félagsliði sínu fyrir löngu. Eðli málsins samkvæmt skilaði hann ekki alltaf jafngóðu starfi þar og í sinni stöðu sem er á miðjunni. Hafnfirðingurinn kom aðeins inn á í einum leik á EM fyrir tveimur árum en það var einmitt á vænginn á móti Ungverjalandi. Innkoman var ekkert sérstök og spilaði Emil ekki fleiri mínútur á mótinu. Eftir að hann fór að spila meira á miðjunni fóru hlutirnir að líta betur út hjá honum í landsliðinu.Emil Hallfreðsson kom við sögu í einum leik á EM en hugsar ekki mikið til baka.vísir/vilhelm„Mér hefur gengið mun betur eftir að ég fékk að spila á miðjunni undanfarin tvö ár. Ég spilaði ekki mikið á EM en það er bara eins og það var. Ég er löngu kominn yfir það og ekkert pælt í því í tvö ár,“ segir Emil sem er mjög líklegur til að vera í byrjunarliðinu á móti Argentínu, hvort sem að Aron Einar er meiddur eða ekki. „Staðan hjá mér núna er vissulega öðruvísi. Ég vona og býst við því að fá aðeins stærra hlutverk en á EM. Þetta er bara spennandi enda er maður fyrir löngu byrjaður að undirbúa sig fyrir þetta,“ segir hann. Það styttist í stóru stundina í Moskvu en strákarnir okkar ganga út á Spartak-völlinn klukkan 16.00 að staðartíma á laugardaginn og hefja leik á HM. Undirbúningur er á fullu hjá okkar mönnum. „Við erum búnir að taka nokkra fundi fyrir Argentínuleikinn og fórum yfir það aftur í gær. Við fórum létt yfir þá heima á Íslandi og svo aftur hérna. Menn eru orðnir innstillir á þann leik og hvernig við ætlum að fara í það verkefni,“ segir Emil Hallfreðsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir unnu sér inn fyrir frídeginum með erfiðri æfingu Ólafur Ingi Skúlason segir æfingarnar betri í Gelendzikh völlurinn er svo rosalega góður. 15. júní 2018 08:00 HM í dag: Flugvélamaturinn setur strik í reikninginn Fjölmiðlastrákarnir okkar eru komnir til Moskvu og það var lítið annað að gera en að byrja daginn á söng. 15. júní 2018 09:00 Góðkunningi Íslands blæs í flautuna í slagnum við Argentínu Dæmdi leik Íslands og Austurríkis á EM fyrir tveimur árum. 15. júní 2018 08:30 Bein útsending: Blaðamannafundur Arons og Heimis fyrir Argentínuleikinn Innan við sólarhringur í leikinn á Spartak leikvanginum. 15. júní 2018 10:15 Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira
Strákarnir unnu sér inn fyrir frídeginum með erfiðri æfingu Ólafur Ingi Skúlason segir æfingarnar betri í Gelendzikh völlurinn er svo rosalega góður. 15. júní 2018 08:00
HM í dag: Flugvélamaturinn setur strik í reikninginn Fjölmiðlastrákarnir okkar eru komnir til Moskvu og það var lítið annað að gera en að byrja daginn á söng. 15. júní 2018 09:00
Góðkunningi Íslands blæs í flautuna í slagnum við Argentínu Dæmdi leik Íslands og Austurríkis á EM fyrir tveimur árum. 15. júní 2018 08:30
Bein útsending: Blaðamannafundur Arons og Heimis fyrir Argentínuleikinn Innan við sólarhringur í leikinn á Spartak leikvanginum. 15. júní 2018 10:15