Heimsbyggðin hvött til þess að halda með Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. júní 2018 14:00 Karlalandsliðið í knattspyrnu mætti Gana í síðasta leik sínum fyrir Heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Vísir/Vilhelm Ef þú veist ekki með hvaða liði þú átt að halda með á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu ættirðu að halda með Íslandi. Þetta eru skilaboð þó nokkra fjölmiðla sem fjallað hafa um þátttöku Íslands á HM að undanförnu.Bandaríski vefmiðillinn Quartz birti í dag heilmikla grein þar sem farið er yfir ástæður þess af hverju þeir sem eigi ekki lið á HM eigi að halda með Íslandi. Þar er sama gamla sagan um uppruna árangurs Íslands rakin, fjöldi þjálfara miðað við höfðatölu, sparkvellirnir og innanhúsvellirnir auk þess sem farið er yfir árangurs Íslands á EM 2016. Þá er samband Heimis Hallgrímssonar, þjálfara liðsins, og Tólfunar rakið stuttlega og svo er það rúsínan í pylsuendanum, hver vilji ekki heyra í „brjálaða lýsandanum“ lýsa leikjum Íslands en sá lýsandi er að sjálfsögðu Guðmundur Benediktsson.Washington Post er hrifið af íslenska liðinu Bandaríska stórblaðið Washington Post virðist einnig vera hrifið af Íslandi og að undanförnu hafa birst nokkrar greinar þar sem fjallað er um Ísland og af hverju svo margir muni halda með þeim á Íslandi.Í grein sem birtist í gær segir að líkurnar séu klárlega ekki með Íslandi í liði, það skipti hins vegar ekki máli þar sem allar líkur séu á því að áhorfendur muni falla fyrir Strákunum okkar engu að síður. Þar, eins og í grein Quartz, er stuttlega farið yfir af hverju líkur séu á því að flestir muni falla fyrir Íslandi. Minnst er á fyrra starf Heimis, af hverju liðsandi liðsins sé mikilvægari en einstaklingarnir í liðinu auk þess sem að stuttlega er fjallað um Gylfa Þór Sigurðsson.HÚHvisir/vilhelm„Það er erfitt að segja að liðið spili fallegan fótbolta en það er eitthvað við liðið og stuðningsmennina sem gerir það að verkum að horfa á landsliðið er ótrúlega gaman,“ er skrifað í blaðið. Þar segir einnig að ef þú viljir halda með liði sem er að fara að sigra mótið sé ekki sniðugt að velja Ísland, en viljir þú halda með heilli þjóð þá sé Ísland rétta valið.Í annarri grein sem birtist einnig í gær er lesendum svo ráðlagt með hvaða liði þeir eigi að halda á HM, sé þeirra lið ekki að fara að taka þátt. Er þessu sérstaklega beint til Bandaríkjamanna enda bandaríska liðið ekki að fara að taka þátt. Næstefst á blaði er lið Íslands og er ástæða þess sögð að þrátt fyrir fámennið sé landsliðið afar gott knattspyrnulið.Ófrumlegt að halda með Íslandi? Íslenska landsliðið er svo efst á blaði tískuritsins Esquire þar sem farið er yfir með hvaða liði skuli halda á HM.Þar, eins og í hinum greinunum, er farið stuttlega yfir sögu Íslands í knattspyrnuheiminum. Svo virðist sem að Ísland sé efst á blaði hjá tímaritinu aðallega vegna þess að slæmt sé að vera ekki í sama liði og Hafþór Júlíus Björnsson, sterkasti maður heims.Ekki eru þó allir fjölmiðlar sammála um að Ísland sé málið á HM. Þannig segir í grein USA Today frá því í gær að afar ófrumlegt sé að halda með Íslandi.„Leeeeeeeiiiiðiiiinlegt. Hvað er svona gaman við það að hoppa upp á vagninn sem allir eru á. Sýndu smá frumleika,“ segir í greininni. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu ferðamannaparadísina þar sem landsliðið dvelur Sól, sól, skín á mig. 14. júní 2018 08:00 Ólafur Ingi: Rússinn hrifinn af hormottunni en ég á eftir að sjá eftir þessu Ólafur Ingi Skúlason skartar glæsilegri mottu sem hann safnaði í gamni. 14. júní 2018 12:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Ef þú veist ekki með hvaða liði þú átt að halda með á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu ættirðu að halda með Íslandi. Þetta eru skilaboð þó nokkra fjölmiðla sem fjallað hafa um þátttöku Íslands á HM að undanförnu.Bandaríski vefmiðillinn Quartz birti í dag heilmikla grein þar sem farið er yfir ástæður þess af hverju þeir sem eigi ekki lið á HM eigi að halda með Íslandi. Þar er sama gamla sagan um uppruna árangurs Íslands rakin, fjöldi þjálfara miðað við höfðatölu, sparkvellirnir og innanhúsvellirnir auk þess sem farið er yfir árangurs Íslands á EM 2016. Þá er samband Heimis Hallgrímssonar, þjálfara liðsins, og Tólfunar rakið stuttlega og svo er það rúsínan í pylsuendanum, hver vilji ekki heyra í „brjálaða lýsandanum“ lýsa leikjum Íslands en sá lýsandi er að sjálfsögðu Guðmundur Benediktsson.Washington Post er hrifið af íslenska liðinu Bandaríska stórblaðið Washington Post virðist einnig vera hrifið af Íslandi og að undanförnu hafa birst nokkrar greinar þar sem fjallað er um Ísland og af hverju svo margir muni halda með þeim á Íslandi.Í grein sem birtist í gær segir að líkurnar séu klárlega ekki með Íslandi í liði, það skipti hins vegar ekki máli þar sem allar líkur séu á því að áhorfendur muni falla fyrir Strákunum okkar engu að síður. Þar, eins og í grein Quartz, er stuttlega farið yfir af hverju líkur séu á því að flestir muni falla fyrir Íslandi. Minnst er á fyrra starf Heimis, af hverju liðsandi liðsins sé mikilvægari en einstaklingarnir í liðinu auk þess sem að stuttlega er fjallað um Gylfa Þór Sigurðsson.HÚHvisir/vilhelm„Það er erfitt að segja að liðið spili fallegan fótbolta en það er eitthvað við liðið og stuðningsmennina sem gerir það að verkum að horfa á landsliðið er ótrúlega gaman,“ er skrifað í blaðið. Þar segir einnig að ef þú viljir halda með liði sem er að fara að sigra mótið sé ekki sniðugt að velja Ísland, en viljir þú halda með heilli þjóð þá sé Ísland rétta valið.Í annarri grein sem birtist einnig í gær er lesendum svo ráðlagt með hvaða liði þeir eigi að halda á HM, sé þeirra lið ekki að fara að taka þátt. Er þessu sérstaklega beint til Bandaríkjamanna enda bandaríska liðið ekki að fara að taka þátt. Næstefst á blaði er lið Íslands og er ástæða þess sögð að þrátt fyrir fámennið sé landsliðið afar gott knattspyrnulið.Ófrumlegt að halda með Íslandi? Íslenska landsliðið er svo efst á blaði tískuritsins Esquire þar sem farið er yfir með hvaða liði skuli halda á HM.Þar, eins og í hinum greinunum, er farið stuttlega yfir sögu Íslands í knattspyrnuheiminum. Svo virðist sem að Ísland sé efst á blaði hjá tímaritinu aðallega vegna þess að slæmt sé að vera ekki í sama liði og Hafþór Júlíus Björnsson, sterkasti maður heims.Ekki eru þó allir fjölmiðlar sammála um að Ísland sé málið á HM. Þannig segir í grein USA Today frá því í gær að afar ófrumlegt sé að halda með Íslandi.„Leeeeeeeiiiiðiiiinlegt. Hvað er svona gaman við það að hoppa upp á vagninn sem allir eru á. Sýndu smá frumleika,“ segir í greininni.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu ferðamannaparadísina þar sem landsliðið dvelur Sól, sól, skín á mig. 14. júní 2018 08:00 Ólafur Ingi: Rússinn hrifinn af hormottunni en ég á eftir að sjá eftir þessu Ólafur Ingi Skúlason skartar glæsilegri mottu sem hann safnaði í gamni. 14. júní 2018 12:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Ólafur Ingi: Rússinn hrifinn af hormottunni en ég á eftir að sjá eftir þessu Ólafur Ingi Skúlason skartar glæsilegri mottu sem hann safnaði í gamni. 14. júní 2018 12:00