Kveðja frá Rússlandi: Veislan sem aldrei átti að verða að byrja Kolbeinn Tumi Daðason á leið til Moskvu skrifar 14. júní 2018 15:00 23 íslenskir víkingar og fjöldin allur af starfsliði frá KSÍ fékk boðsmiða í partý ársins vísir/vilhelm Flautað verður til leiks í Moskvu í dag þegar heimamenn mæta Sádí Arabíu í opnunarleik mótsins. Sú var tíðin að ríkjandi heimsmeistarar spiluðu opnunarleikinn en í seinni tíð hafa heimamenn verið annar aðilinn. Ísland var náttúrulega nálægt því að fá opnunarleikinn fyrir fjórum árum en Króatarnir höfðu betur í umspilinu og mættu Brössunum á þeirra heimavelli. Ísland fær reyndar sinn opnunarleik í Moskvu, gegn Argentínu, og líklega fátt sem getur toppað þá byrjun. Jú, kannski stig - eitt eða þrjú. Síðan ungir íslenskir krakkar byrjuðu að safna Panini límmiðum og fylgjast með Schumacher sparka niður Battison, Maradona skora með hendi, Roger Milla dansa við hornfánann og Svía ná í óvænt bronsverðlaun hefur veislan á fjögurra ára fresti verið heilög stund. Ungir áhugamenn njóta þess að geta horft á hverja einustu mínútu af HM í sjónvarpinu ef svo ber undir, og fara svo út í fótbolta og leika eftir tilþrif hetjanna. Nú eru hetjurnar íslenskar, eitthvað sem fæstir áttu von á að myndi nokkurn tímann gerast. Strákarnir hafa verið ekkert nema bros þessa fyrstu daga í Rússlandi. Alvaran hefst á laugardag.vísir/vilhelmFIFA ætlar reyndar að stækka HM í 48 þjóðir þegar leikið verður í Banaríkjunum, Kanada og Mexíkó árið 2026. Fullvíst mun telja að einhver þjóð tryggi sér sæti á HM í fyrsta skipti. Þjóðirnar voru þó enn 32 þegar Ísland tryggði sig. Ítalir sátu eftir heima, Hollendingar sömuleiðis, Bandaríkjamenn og Chile. Ísland vann dauðariðilinn og það sem meira er gleymdi sér ekkert eftir ævintýrið í Frakklandi 2016, sem hefði verið svo auðvelt. Gleyma sér í dýrðarblóma. Ekki þessir strákar. Þeir eru nú nýlentir í Moskvu þangað sem töluverður fjöldi Íslendinga er mættur og fleiri streyma að á morgun og hinn. Argentínumenn eru fyrirferðamiklir í höfuðborginni enda kunna þeir vel þá list að skella sér á HM. Tvöfaldir heimsmeistarar og alltaf líklegir kandídatar með örvfættu leyniskyttuna Messi í sínu liði. Veislan sem enginn átti von á að Ísland yrði boðið í er byrjuð. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Sjá meira
Flautað verður til leiks í Moskvu í dag þegar heimamenn mæta Sádí Arabíu í opnunarleik mótsins. Sú var tíðin að ríkjandi heimsmeistarar spiluðu opnunarleikinn en í seinni tíð hafa heimamenn verið annar aðilinn. Ísland var náttúrulega nálægt því að fá opnunarleikinn fyrir fjórum árum en Króatarnir höfðu betur í umspilinu og mættu Brössunum á þeirra heimavelli. Ísland fær reyndar sinn opnunarleik í Moskvu, gegn Argentínu, og líklega fátt sem getur toppað þá byrjun. Jú, kannski stig - eitt eða þrjú. Síðan ungir íslenskir krakkar byrjuðu að safna Panini límmiðum og fylgjast með Schumacher sparka niður Battison, Maradona skora með hendi, Roger Milla dansa við hornfánann og Svía ná í óvænt bronsverðlaun hefur veislan á fjögurra ára fresti verið heilög stund. Ungir áhugamenn njóta þess að geta horft á hverja einustu mínútu af HM í sjónvarpinu ef svo ber undir, og fara svo út í fótbolta og leika eftir tilþrif hetjanna. Nú eru hetjurnar íslenskar, eitthvað sem fæstir áttu von á að myndi nokkurn tímann gerast. Strákarnir hafa verið ekkert nema bros þessa fyrstu daga í Rússlandi. Alvaran hefst á laugardag.vísir/vilhelmFIFA ætlar reyndar að stækka HM í 48 þjóðir þegar leikið verður í Banaríkjunum, Kanada og Mexíkó árið 2026. Fullvíst mun telja að einhver þjóð tryggi sér sæti á HM í fyrsta skipti. Þjóðirnar voru þó enn 32 þegar Ísland tryggði sig. Ítalir sátu eftir heima, Hollendingar sömuleiðis, Bandaríkjamenn og Chile. Ísland vann dauðariðilinn og það sem meira er gleymdi sér ekkert eftir ævintýrið í Frakklandi 2016, sem hefði verið svo auðvelt. Gleyma sér í dýrðarblóma. Ekki þessir strákar. Þeir eru nú nýlentir í Moskvu þangað sem töluverður fjöldi Íslendinga er mættur og fleiri streyma að á morgun og hinn. Argentínumenn eru fyrirferðamiklir í höfuðborginni enda kunna þeir vel þá list að skella sér á HM. Tvöfaldir heimsmeistarar og alltaf líklegir kandídatar með örvfættu leyniskyttuna Messi í sínu liði. Veislan sem enginn átti von á að Ísland yrði boðið í er byrjuð.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Sjá meira