Byggja fjölbýlishús á sjö mánuðum Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. júní 2018 08:08 Svona mun húsið koma til með að líta út. Aðsend Modulbyggingar ehf., Moelven ByggModul AS og þróunarfélagið Klasi ehf., hafa undirritað samning um byggingu fyrsta fjölbýlishússins á Íslandi sem byggt er með einingahúsaaðferðum Moelven í Noregi. Fram kemur í tilkynningu frá Modulbyggingum að húsið verði byggt í Reykjanesbæ. Byggingartíminn er 7 mánuðir frá deginum í dag, íbúðirnar koma í október fullbúnar og verða settar upp og tilbúnar fyrir kaupendur í lok árs. Fjölbýlishúsið sem Klasi byggir eru íbúðir sem eru fyrst og fremst ætlaðar fyrir eldri borgara skammt frá þjónustumiðstöðinni á Nesvöllum. Byggingin sem nú er komin í framleiðslu verður á fjórum hæðum með 27 íbúðum, en alls er gert ráð fyrir að byggðar verði um 200 íbúðir á Nesvöllum til viðbótar á næstu árum. Í tilkynningunni segir að um sé að ræða umhverfisvænar byggingar. Húsin séu byggð innandyra við bestu aðstæður sem sagt er auka gæði og minnka sóun. Allar íbúðir eru með loftræstikerfi sem á að auka loftgæði innanhúss og minnka líkur á rakaskemmdum. Einnig verður vatnsúðunarkerfi í íbúðunum.Ferlið á að taka um sjö mánuði.Aðsend„Það er stórt og ákaflega jákvætt skref að ganga frá samningi við Klasa, og við hlökkum til að sýna fram á hversu frábær aðferð þetta er, að byggja fjölbýlishús úr fullbúnum einingum sem skipað er til landsins fullbúnum“ er haft eftir Vilhjálmi Sigurðssyni, einum eigenda Modulbygginga, í tilkynningunni. „Þetta mun svo ganga mjög hratt fyrir sig, einingarnar verða framleiddar í október og íbúðirnar verða tilbúnar til afhendingar í lok árs 2018. Stefnan er að þetta verði það fyrsta af mörgum slíkum húsum á Íslandi. Það er mikill áhugi fyrir þessu byggingarfyrirkomulagi á Íslandi og við gerum ráð fyrir að fleiri svona fjölbýlishús rís hér á landi fljótlega, bæði innan og utan höfuðborgarsvæðisins.“ Þróunarfélagið Klasi, sem stendur að byggingu húsanna, er sagt hafa lengi skoðað nýjar lausnir og aðferðir við byggingu íbúðarhúsnæðis. Félagið stendur að framkvæmdum við byggingu að 201 Smára í Smárahverfi í Kópavogi en þar er verið að byggja um 670 íbúðir. Í tilkynningu segir að þar sé verið að skoða ýmsar lausnir og meðal annars unnið eftir hugmyndum almennings við útfærslu og lausnir. Framkvæmdastjóri Klasa segir byggingaraðferðina minnka óvíssu, sem er einn stærsti þátturinn í byggingu íbúða. „Með byggingu þessara íbúða að Nesvöllum þá er bæði hægt að minnka óvissu um kostað en auk þess markaðslega óvissu enda verið að framleiða íbúðir við þekktari markaðaðstæður en ef byggingatíminn væri 18 til 24 mánuðir. Samhliða er verið að auka við gæði og huga að umhverfisvænum lausnum,“ er haft eftir Ingva Jónassyni. Húsnæðismál Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Modulbyggingar ehf., Moelven ByggModul AS og þróunarfélagið Klasi ehf., hafa undirritað samning um byggingu fyrsta fjölbýlishússins á Íslandi sem byggt er með einingahúsaaðferðum Moelven í Noregi. Fram kemur í tilkynningu frá Modulbyggingum að húsið verði byggt í Reykjanesbæ. Byggingartíminn er 7 mánuðir frá deginum í dag, íbúðirnar koma í október fullbúnar og verða settar upp og tilbúnar fyrir kaupendur í lok árs. Fjölbýlishúsið sem Klasi byggir eru íbúðir sem eru fyrst og fremst ætlaðar fyrir eldri borgara skammt frá þjónustumiðstöðinni á Nesvöllum. Byggingin sem nú er komin í framleiðslu verður á fjórum hæðum með 27 íbúðum, en alls er gert ráð fyrir að byggðar verði um 200 íbúðir á Nesvöllum til viðbótar á næstu árum. Í tilkynningunni segir að um sé að ræða umhverfisvænar byggingar. Húsin séu byggð innandyra við bestu aðstæður sem sagt er auka gæði og minnka sóun. Allar íbúðir eru með loftræstikerfi sem á að auka loftgæði innanhúss og minnka líkur á rakaskemmdum. Einnig verður vatnsúðunarkerfi í íbúðunum.Ferlið á að taka um sjö mánuði.Aðsend„Það er stórt og ákaflega jákvætt skref að ganga frá samningi við Klasa, og við hlökkum til að sýna fram á hversu frábær aðferð þetta er, að byggja fjölbýlishús úr fullbúnum einingum sem skipað er til landsins fullbúnum“ er haft eftir Vilhjálmi Sigurðssyni, einum eigenda Modulbygginga, í tilkynningunni. „Þetta mun svo ganga mjög hratt fyrir sig, einingarnar verða framleiddar í október og íbúðirnar verða tilbúnar til afhendingar í lok árs 2018. Stefnan er að þetta verði það fyrsta af mörgum slíkum húsum á Íslandi. Það er mikill áhugi fyrir þessu byggingarfyrirkomulagi á Íslandi og við gerum ráð fyrir að fleiri svona fjölbýlishús rís hér á landi fljótlega, bæði innan og utan höfuðborgarsvæðisins.“ Þróunarfélagið Klasi, sem stendur að byggingu húsanna, er sagt hafa lengi skoðað nýjar lausnir og aðferðir við byggingu íbúðarhúsnæðis. Félagið stendur að framkvæmdum við byggingu að 201 Smára í Smárahverfi í Kópavogi en þar er verið að byggja um 670 íbúðir. Í tilkynningu segir að þar sé verið að skoða ýmsar lausnir og meðal annars unnið eftir hugmyndum almennings við útfærslu og lausnir. Framkvæmdastjóri Klasa segir byggingaraðferðina minnka óvíssu, sem er einn stærsti þátturinn í byggingu íbúða. „Með byggingu þessara íbúða að Nesvöllum þá er bæði hægt að minnka óvissu um kostað en auk þess markaðslega óvissu enda verið að framleiða íbúðir við þekktari markaðaðstæður en ef byggingatíminn væri 18 til 24 mánuðir. Samhliða er verið að auka við gæði og huga að umhverfisvænum lausnum,“ er haft eftir Ingva Jónassyni.
Húsnæðismál Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira